mobile navigation trigger mobile search trigger
13.02.2023

Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Reyðarfirði

Sunnudaginn 12. febrúar var fjölskyldudagurinn haldinn í Fjarðabyggð, af því tilefni var nýtt íþróttahús tekið í notkun.

Mikill fjöldi gesta tók þátt í deginum og var fjölbreytt dagskrá í boði, ásamt því að íþróttamanneskja Fjarðabyggðar var útnefnd, íþrótta- og tómstundarfélög kynntu starfsemi sín, þá mætti Íþróttaálfurinn og Solla stirða til að skemmta börnunum ásamt því að hoppukastalar voru á staðnum.

Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Reyðarfirði
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri ávarpar gesti

Íþróttahúsið er um 1500 fermetrar að stærð ásamt um 200 fermetra tengibyggingu við eldra íþróttahús. Mun þar fara fram fjölbreytt starfsemi, eins og kennsla frá grunnskólanum á Reyðarfirði, íþróttastarfsemi íþróttafélaga sem og íbúum stendur til boða að leigja tíma undir sína íþróttaiðkun.

Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri sagði í ávarpi sínu ,,nýja íþróttahúsið á Reyðarfirði væri góð viðbót við þá flóru sem fyrir væri í Fjarðabyggð og bætti íþróttaðastöðu í sveitarfélaginu til muna“.

Hægt verður að spila allar helstu inni íþróttir, má þar nefna, blak, körfubolta, handbolta, badminton og tennis. Einnig verður settur upp klifurveggur sem verður þá sá fyrsti á Austurlandi og ráðgert að hann verði kominn upp með vorinu.

Að auki mun Launafl gefa stigatöflu og Byko dómarastól fyrir blak.

Fleiri myndir:
Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Reyðarfirði
Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Reyðarfirði
Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Reyðarfirði
Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Reyðarfirði
Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Reyðarfirði
Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Reyðarfirði
Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Reyðarfirði
Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Reyðarfirði

Frétta og viðburðayfirlit