mobile navigation trigger mobile search trigger
14.07.2023

Regnboginn málaður á Stöðvarfirði

Föstudaginn 7. júlí síðastliðinn, var fjölbreytileikanum fagnað á Stöðvarfirði, þegar Fjarðabyggð í samstarfi við Hinsegin Austurland, bæjarhátiðin Støð í Stöð og Sterkur Stöðvarfjörður, máluðu regnbogagöngubraut við Hólaland á Stöðvarfirði. 

Regnboginn málaður á Stöðvarfirði
Hér má sjá málarana frá vinstri: Jóna Árný Þórðardóttr, bæjarstjóri, Arndís Bára Pétursdóttir (L), Natalia Ýr Jóhannsdóttir, formaður Hinsegin Austurland, Birgir Jónsson, forseti bæjarstjórnar, Kristinn Þór Jónasson (D) og Valborg Ösp Árnadóttir Warén, verkefnastjór Sterks Stöðvarfjarðar.

Áður en hafist var handa við að mála gangbrautina, sagði Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarastjóri og Natalia Ýr Jóhannsdóttir, formaður Hinsegin Austurland, nokkur orð. 

Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Natalia Ýr Jóhannsdóttir Wróblewska, formaður Hinsegin Austurlands, bæjarfulltrúarnir Arndís Bára Pétursdóttir, Birgir Jónsson og Kristinn Þór Jónasson og Valborg Ösp Warén, verkefnastjóri byggðaþróunarverkefnisins Sterkari Stöðvarfjarðar voru á meðal þeirra sem máluðu gangbrautina.

Gangbrautin er máluð í tilefni á Hinsegin Austurland sem haldið verður þann 15. júlí næstkomandi. Vonandi munum við svo sjá fleiri svona götur málaðar í framtíðinni og fagnað fjölbreytileikanum í Fjarðabyggð. 

Fjöldi fólks var saman komin vegna þess og tóku þau öll þátt í að mála gangbrautina. 

Fleiri myndir:
Regnboginn málaður á Stöðvarfirði
Regnboginn málaður á Stöðvarfirði
Regnboginn málaður á Stöðvarfirði

Frétta og viðburðayfirlit