mobile navigation trigger mobile search trigger
25.08.2017

Sameiginlegur matseðill í öllum leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar.

Frá og með haustinu 2017 verður sameiginlegur matseðill fyrir alla leik- og grunnskóla í Fjarðabyggð. Fyrirmyndin af verkefninu er sótt til Akureyrar en þar hefur verið sameiginlegur matseðill í leik-og grunnskólum frá árinu 2012 og hefur það gefist afskaplega vel.

Sameiginlegur matseðill í öllum leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar.

Við gerð matseðla og uppskrifta er lögð rík áhersla á að farið sé eftir nýjustu ráðleggingum frá landlæknisembættinu um næringargildi sem styðjast við samnorrænar næringarráðleggingar. Ráðleggingarnar sem unnið er má sjá hér. Allar uppskriftir sem stuðst er við eru unnar af næringarfræðingum. Matseðilinn rúllar á 7 vikna fresti og þeir sem sjá um matinn koma til að hafa úr nokkrum uppskriftum að velja hvern dag.

Lagt er upp með að fiskur eða fiskréttir séu tvisvar í viku, kjöt eða kjötréttir tvisvar í viku og súpur, skyr eða hrísgrjónagrautur einu sinni í viku auk þess sem boðið sé uppá grænmetisrétt tvisvar í mánuði. Grænmeti, salat og ávextir eiga að vera í boði alla daga.

Í vikunni var svo undirritaður samningur við Fjarðaveitingar um umsjón með skólamáltíðum í Nesskóla, Grunnskólanum á Eskifirði, Grunnskóla Reyðarfjarðar og Stöðvarfjarðarskóla sem og elstu deilda leikskólanna á Reyðarfirði og Eskifirði. Í leikskólum Fjarðabyggðar sem og Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar munu svo matráðar í eldhúsum annast matseldina.

Matseðla hverrar viku er hægt að sjá hér.

Fleiri myndir:
Sameiginlegur matseðill í öllum leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar.
Ritað undir samning við Fjarðaveitingar. Frá vinstri: Þóroddur Helgason fræðslustjóri, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Sveinn Jónsson frá Fjarðaveitingum

Frétta og viðburðayfirlit