mobile navigation trigger mobile search trigger
27.03.2023

Snjómokstur 27. mars

Snjómokstur gengur erfilega og er því í forgangi núna að halda stofnbrautum opnum.

Snjómokstur 27. mars

👉 Áhersla er lögð á sjómokstur á þjónustuleið eitt.

Tilhögun snjómoksturs er eftirfarandi:

  • Þjónustuleið 1 – Aðalgötur, strætóleiðir og stofngötur
  • Þjónustuleið 2 – Aðrar tengibrautir og safngötur, með minni umferð, eru þjónustaðar þegar mokstri lýkur í þjónustuflokki eitt.
  • Þjónustuleið 3 – Húsagötur og fáfarnar safngötur er þjónustuðar þegar mokstri lýkur í þjónustuflokki eitt og tvö

👉 Snjómoksturinn er í sífeldri skoðun á framkvæmdasviði Fjarðabyggðar og vel fylgst með stöðu mála.

👉 Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan sú vinna stendur yfir.

👉 Einnig eru það vinsamleg tilmæli til íbúa að þeir leggi bílum sínum ekki þannig að það tefji fyrir snjómokstri.

Fyrir frekari upplýsingar um tilhögun snjómoksturs og hálkueyðingar í Fjarðabyggð er bent á verklagsreglur sem finna má á heimasíðunni með því að smella hér. Kort sem sýna þjónustuflokka gatna í hverjum byggðakjarna má svo finna hér.

Við minnum á að hægt er að koma ábendingum varðandi snjómokstur á framfæri inná ábendingagátt Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit