mobile navigation trigger mobile search trigger
04.02.2022

Vatnsveitustyrkir vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á vegum eigenda lögbýla

Vakin er athygli á að hægt er að sækja um styrki til Matvælastofnunar fyrir vatnsveitur á lögbýlum.  Umsóknir vegna framkvæmda á árinu 2002 þurfa að hafa borist fyrir 1.mars nk. Sótt er um á heimasíðu Matvælastofnunar þar sem jafnframt má nálgast nánari upplýsingar.

Vatnsveitustyrkir vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á vegum eigenda lögbýla

Heimilt er að greiða árlega framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á vegum eigenda lögbýla, þar sem svo háttar til að hagkvæmara er að  mati sveitastjórnar að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 32/2004. Heimild þessi er skv. reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, nr. 180/2016.

Þessi heimild nær til allra lögbýla í landinu þar sem landbúnaður er stundaður í þeim mæli að talist geti búrekstur eða þáttur í búrekstri.  Umsækjandi þarf að hafa ÍSAT-númer í búnaðargjaldsskyldri búgrein og virðisaukanúmer.

Frétta og viðburðayfirlit