Fara í efni

Bæjarráð

158. fundur
18. ágúst 2009 kl. 09:00 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 - Hagræðingarleiðir
Málsnúmer 0903140
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Þennan lið sátu fjármálastjóri, umhverfisstjóri og fræðslustjóri. Fjármálastjóri fór yfir hagræðingarmöguleika í einstökum málaflokkum auk þess sem umhverfisstjóri og fræðslustjóri fóru yfir sína málaflokka. Fjármálastjóra og umhverfisstjóra falið að útfæra fyrirkomulag og mögulega gjaldtöku vegna aksturs í VA og á sameiginlegar íþróttaæfingar.  Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur um 10% hækkun á gjaldskrá leikskóla, tónlistarskóla og skóladagheimila auk 10% hækkunar á gjaldi fyrir skólamáltíðir. Niðurgreiðsla annarrs barns á leikskóla verður 50% og þriðja barns 100% Gjaldskrár hafa ekki hækkað frá 1.1.2008 en vísitala neysluverðs hefur hækkað um 22,25% á sama tímabili. </DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
2.
Tekjur Fjarðabyggðar fyrstu sex mánuði árins 2009
Málsnúmer 0908029
<DIV><DIV><DIV><DIV>Þennan lið sat fjármálastjóri. Lagt fram yfirlit yfir stöðu á tekjuliðum fyrstu sex mánuði ársins. </DIV></DIV></DIV></DIV>
3.
Íslandsdagar í Gravelines
Málsnúmer 0908033
<DIV><DIV><DIV><DIV>Framlögð samstarfsyfirlýsing Minjaverndar, Fjarðabyggðar, Gravelines og Alliance Francais um endurbyggingu Franska spítalans á upprunalegum slóðum á Fáskrúðsfirði. Bæjarráð samþykkir samstarfsyfirlýsinguna fyrir sitt leyti og felur bæjarstýru að fylgja henni eftir.  </DIV></DIV></DIV></DIV>
4.
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 61 frá 12.8.
Málsnúmer 0908028
<DIV><DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir fundargerð hafnarstjórnar frá 12.8. og jafnframt að úthluta Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar lóð nr. 10 við Hraun. Lóð nr.10 er úthlutað í stað lóðarinnar nr. 6, sem jafnframt er skilað, en lóðin reyndist ófullnægjandi að stærð. </DIV></DIV></DIV>
5.
Sameiginlegur fundur Fjarðabyggðar og Alcoa Fjarðaáls
Málsnúmer 0908034
<DIV><DIV>Framlögð dagskrá sameiginlegs fundar stjórnenda Alcoa Fjarðaáls og Fjarðabyggðar sem haldinn verður 25.8.</DIV></DIV>
6.
Skólaþing sveitarfélaga
Málsnúmer 0908030
<DIV><DIV>Skólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið 2.11. í Reykjavík.</DIV></DIV>
7.
Málþing um SSA og svæðasamvinnu sveitarfélaga
Málsnúmer 0908031
<DIV><DIV><DIV>Haldið verður málþing 26.8. kl.15:00 - 19:00 á Hótel Héraði um samstarf sveitarfélaga í SSA og svæðasamvinnu stoðstofnana á Austurlandi. </DIV></DIV></DIV>
8.
Málefni læknishússins á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 0908032
<DIV><DIV>Tölvupóstur Líneikar Önnu Sævarsdóttur frá 7.8. er varðar ýmsan búnað í Ráðhúsinu á Fáskrúðsfirði. Bæjarráð felur mannvirkjasviði afgreiðslu málsins. </DIV></DIV>
9.
Rafvæðing bílaflota landsmanna
Málsnúmer 0908035
<DIV><DIV><DIV>Beiðni Northern Lights Energy ehf.,vegna verkefnisins "2012 Nýtt upphaf", um samstarf við Fjarðabyggð vegna rafvæðingar á bílaflota landsmanna.  Bæjarráð óskar umsagnar mannvirkjasviðs. </DIV></DIV></DIV>
10.
740 Strandgata 43 - verðmat
Málsnúmer 0908020
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Framlagt minnisblað mannvirkjastjóra frá 10.8. vegna fasteigna í Neskaupstað.  Bæjarstýru falið að fylgja málinu eftir. </DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
11.
Fundur bæjarstýru í Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti
Málsnúmer 0908036
<DIV><DIV><DIV><DIV>Bæjarstýra gerði grein fyrir fundi sínum með ráðuneytisstjóra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.</DIV></DIV></DIV></DIV>
12.
Bréf frá Vága kommuna
Málsnúmer 0908043
<DIV><DIV><DIV>Bréf Vága kommuna frá 1.8. er varðar vinabæjarsamskipti við Fjarðabyggð. </DIV></DIV></DIV>