1. gr.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar innheimtir gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs eins og fram kemur í gjaldskrá þessari.
2. gr.
Úrgangsförgunargjald greiðist árlega. Gjald skal innheimt með fasteignagjöldum.
Árið 2025 er gjaldið 36.639kr. vegna hverrar almennar sorptunnu.
Úrgangshreinsunargjald þ.e. gjald vegna meðhöndlunar úrgangs, annarrar en förgunar, greiðist árlega. Gjaldið skal innheimt með fasteignagjöldum.
Árið 2025 er gjaldið 53.279kr. vegna fyrir hverja almenna sorptunnu. Með hverri almennri sorptunnu fylgja endurvinnslutunnur.
Óski greiðendur eftir auka tunnum, fyrir endurvinnsluúrgang (græna, brúna eða bláa tunnu) skal greiða 16.520kr. á ári fyrir.
3. gr.
Árið 2025 greiða heimili og fyrirtæki fyrir gjaldskyldan úrgang skilað á móttöku- og söfnunarstaði Fjarðabyggðar. Upplýsingar um gjaldskyldan og gjaldfrjálsan úrgang frá heimilum má finna á heimasíðu fjarðabyggðar. Klippikort sem rúmar 2m3 má nálgast á næstu móttökustöð eða skrifstofu fjarðabyggðar. Verð á klippikorti til heimila er kr. 8.000.-
Allur úrgangur fyrirtækja sem skilað er á móttökustöðvar er gjaldskyldur árið 2025. Greitt er með klippikorti fyrirtækja sem fæst á skrifstofu Fjarðabyggðar (klippikort@fjardabyggd.is) fyrir 32.000kr. Hvert klippikort fyrirtækja rúmar 2m3.
Klippikort rúma 2m3 efnis og skiptast í 6 x 0,125m3 einingu og 5 x 0,250m3 einingu.
Gjöld vegna móttöku úrgangs á móttökustöðvunum eru eftirfarandi:.
Gjaldskrá 2025:
Tegund | Fjöldi klippa, heimiliskort | Fjöldi klippa, fyrirtækjakort |
---|---|---|
Gjaldfrjáls heimilisúrgangur - flokkað efni **) | 0 | N/A |
Gjaldskyldur úrgangur - flokkað efni *) | 1x | 1x |
Óflokkaður úrgangur | 2x | 2x |
*) Asbest, Einangrun, Blandaður úrgangur, Flísar, Flugeldar, Gifs, Gashylki, Gluggar, Matarolía, Hreinlætistæki, Járnbundin steypa, Olíumálning, Rúðugler, Olíusíur, Malbik, Brunaboðar Málað timbur, Ómálað timbur, Urðunarefni, Steypa, Slökkvitæki, Vörubretti, Spilliefni, Tjörupappír.
**) Gler, Bækur, Hjólbarðar, Flúrperur, Sólarrafhlöður, Plastumbúðir, Kæli- og frystitæki, Úðabrúsar, Frauðplast, Vírar og Kaplar, Raftæki, Glær plastfilma, Dagblöð, Prentylki, Ljósaperur, Möl og sandur, Glært gler, Harðar og mjúkar plastumbúðir, Rafgeymar, Garðaúrgangur, Litað gler, Sléttur pappír, Rafhlöður, Pappír, Sjónvörp og skjáir, Hart plast, Málmar, Smáraftæki, Vatnsmálning, Skjöl, Málmumbúðir, Stór raftæki, Stór plastfilma, Bylgjupappi, Postulín, Úrgangsolía, Trjábolir og rætur, Lituð plastfilma.
4. gr.
Úrgangur skal vera flokkaður við skil á urðunarstað í samræmi við móttökuskilyrði.Viðskiptavinir greiða fyrir úrgang eftir þyngd (kr/kg) samkvæmt gjaldskrá.
Gjöld vegna móttöku og/eða meðhöndlunar úrgangs á móttökustöð í Þernunesi eru eftirfarandi:
Tegund | kr/kg með VSK |
---|---|
Blandaður/Grófur úrgangur | 76 kr. |
Timbur | 56 kr. |
Kjöt og sláturúrgangur | 50 kr. |
Seyra | 44 kr. |
Fita | 44 kr. |
*Ef vinna þarf úrgang sérstaklega fyrir urðun er heimilt að innheimta tímagjald skv. gjaldskrá.
Aðeins fyrirtækjum með starfsleyfi til að flytja úrgang er heimilt að koma með úrgang beint í móttökustöðina í Þernunesi. Öll losun skal fara fram í samráði við rekstraraðila, Fjarðabyggð.
5. gr.
Gjalddagar gjalda skv. 2. gr. fylgja reglum um gjalddaga fasteignagjalda og er skipt jafnt niður á þá. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga, séu gjöldin ekki greidd á eindaga. Gjalddagi gjalda skv. 3., 4. og 5. grein er 1. hvers mánaðar og eindagi 15 dögum síðar.
Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.
6. gr.
Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af bæjarstjórn Fjarðabyggðar með stoð í samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð nr. 247/2011, sbr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með síðari breytingum. Gjaldskráin öðlast gildi 1. janúar 2025.
Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1436/2023