Fara í efni

Bæjarráð

159. fundur
25. ágúst 2009 kl. 09:00 - 11:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Tillögur um skipulagðar samgöngur nemenda í VA og íþróttahópa skólaárið 2009-2010
Málsnúmer 0908047
<DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Fjármálastjóri, umhverfisstjóri og fræðslustjóri sátu þennan lið fundarins. Framlagt minnisblað vegna fyrirkomulags á skipulögðum skólaakstri fyrir framhaldsskólanema á haustönn 2009 og yfirlit yfir kostnað vegna skipulagðra íþróttaferða og ferða í VA.  Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um fyrirkomulag á skipulögðum skólaakstri í VA á haustönn 2009.  Bæjarráð felur fjármálastjóra, umhverfisstjóra og fræðslustjóra áframhaldandi útfærslu íþróttaferða í samráði við íþróttahreyfinguna. </SPAN></DIV></DIV></DIV>
2.
Skýrsla um ferð til Eskilstuna
Málsnúmer 0908051
<DIV><DIV> <SPAN class=xpbarcomment>Framlögð til kynningar skýrsla Guðmundar R. Gíslasonar.</SPAN></DIV></DIV>
3.
Beiðni um viðhaldviðgerðir og endurbætur í Sigfúsarhúsi
Málsnúmer 0908049
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Bréf Félags eldri borgara á Norðfirði frá 17.8. þar sem óskað eftir endurbótum á Sigfúsarhúsi á árinu 2010.  Mannvirkjaviði falið að eiga fund með félaginu þar sem farið verði yfir óskir félagsins. </SPAN></DIV></DIV>
4.
Félagsheimilið Valhöll - ósk um viðræður um leigu
Málsnúmer 0908039
<DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Kaffihúsið á Eskifirði óskar eftir viðræðum um rekstur Valhallar Eskifirði.  Forstöðumanni stjórnsýslu og ferða- og menningarfulltrúa falið að funda með fulltrúa kaffihússins og fara yfir hugmyndir hans. </SPAN></DIV></DIV></DIV>
5.
Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna
Málsnúmer 0908005
<DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Framlagt bréf Alþingis frá 4.8. þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna.</SPAN></DIV></DIV></DIV>
6.
Atvinnuleysi í júlí
Málsnúmer 0908053
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Lagt fram til kynningar yfirlit yfir atvinnuleysi á Austurlandi og í Fjarðabyggð í júlí.</SPAN></DIV></DIV>
7.
Íbúaþróun á Austurlandi
Málsnúmer 0908054
<DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Framlagðar upplýsingar um íbúaþróun á Austurlandi frá 2002. </SPAN></DIV></DIV></DIV>
8.
Tillaga að opnunartíma bókasafnsins á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 0908056
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Tillaga forstöðumanns Safnastofnunar að breyttum opnunartíma. Bæjarráð staðfestir ákvörðun MÍF um breyttan opnunartíma bókasafnsins á Fáskrúðsfirði. </SPAN></DIV></DIV>
9.
Gjaldskrá fyrir hunda og kattahald
Málsnúmer 0908065
<DIV><DIV><DIV><DIV>Framlögð tillaga umhverfisstjóra um breytingar á gjaldskrá fyrir hunda og kattahald. Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá í samræmi við hækkun á vísitölu frá síðustu gjaldskrárhækkun. </DIV></DIV></DIV></DIV>