Fara í efni

Bæjarráð

207. fundur
17. ágúst 2010 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Boðun verkfalls Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
Málsnúmer 1007135
<DIV><DIV><DIV><DIV>Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar sat þennan lið fundarins og fór yfir gang mála í verkfalli félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eins og deilan hefur snúið að Slökkviliði Fjarðabyggðar. </DIV></DIV></DIV></DIV>
2.
Tilboð í akstur með nemendur í VA
Málsnúmer 1008048
<DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Eitt tilboð barst í aksturinn frá Tanna Travel. Bæjarráð felur fjármálastjóra og umhverfisstjóra að fara yfir tilboð Tanna Travel og leggja fram á næsta fundi. </SPAN></DIV></SPAN></DIV></DIV></DIV>
3.
Tilboð í akstur með íþróttahópa
Málsnúmer 1008047
<DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Eitt tilboð barst í aksturinn frá Tanna Travel. Bæjarráð felur fjármálastjóra og umhverfisstjóra að fara yfir tilboð Tanna Travel og leggja fram á næsta fundi. </SPAN></DIV></SPAN></DIV></DIV></DIV>
4.
Ríkisjörðin Grænanes í Norðfirði - Hugsanleg kaup Fjarðabyggðar á jörðinni.
Málsnúmer 1008013
<DIV><DIV><DIV>Bæjarstýra fór stuttlega yfir forsögu málsins en það nær aftur til 2008. Bæjarstýru og umhverfisstjóra falið að funda með forsvarsmönnum Golfklúbbs Norðfjarðar um leigu á spildu sem klúbburinn hefur haft til afnota og jafnframt að ræða við Sjávarútvegs- og landbunaðarráðuneytið í framhaldi af því.</DIV></DIV></DIV>
5.
Viðhald á félagsaðstöðu fyrir unglinga á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði
Málsnúmer 1008046
<DIV><DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Bréf forstöðumanns félagsmiðstöðva á Suðurfjörðum frá 6.ágúst er varðar viðhald húsnæðis félagsmiðstöðvanna á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði.  Vísað til fræðslustjóra með ósk um umsögn vegna samanburðar á húsnæðiskosti og tækjabúnaði í félagsmiðstöðvunum í Fjarðabyggð. </SPAN></DIV></DIV></DIV></DIV>
6.
Starfsdagar í leikskólum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1008004
<DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Tillaga fræðslustjóra frá 4.ágúst um fjölgun starfsdaga á leikskólum Fjarðabyggðar, úr þremur í fjóra, sem vísað var til bæjarráðs frá fræðslu- og frístundanefnd.  Bæjarráð frestar umræðu um málið til næsta fundar, óskar eftir að fræðslustjóri komi inn á næsta fund bæjarráðs og óskar einnig eftir samanburði við önnur sveitarfélög vegna fjölda starfsdaga á leikskólum. </SPAN></DIV></DIV></DIV>
7.
Atvinnuþróunarmál í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1007204
<DIV><DIV>Rætt um málið og tekið fyrir á næsta fundi. </DIV></DIV>
8.
Námskeið um lýðræði í sveitarfélögum 6.september nk.
Málsnúmer 1007187
<DIV><DIV><DIV><DIV>Lagt fram til kynningar upplýsingar um námskeið um lýðræði í sveitarfélögum sem haldið verður 6.september nk. á Reykjavíkursvæðinu.  Bæjarráð telur að á tímum niðurskurðar þurfi að gæta aðhalds við ferðir og námskeiðahald og því verði námskeiðið ekki sótt á vegum sveitarfélagsins. </DIV></DIV></DIV></DIV>
9.
Tilfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga
Málsnúmer 1007146
<DIV><DIV><DIV>Félagsmálastjóri sat þennan lið fundarins. Lögð fram greinargerð félagsmálastjóra og fjármálastjóra um tilfærslu á málefnum fatlaðra til sveitarfélaganna sem fyrirhuguð er um áramót.  Bæjarráð felur bæjarstýru, félagsmálastjóra og fræðslustjóra að eiga fund með Fljótsdalshéraði í vikunni um fyrirliggjandi hugmyndir.</DIV></DIV></DIV>