Fara í efni

Bæjarráð

210. fundur
31. ágúst 2010 kl. 09:00 - 11:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Kostnaður við menntun sjúkraflutningamanns
Málsnúmer 1008134
<DIV><DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra frá 27.ágúst þar sem óskað er eftir fjárveitingu vegna menntunar sjúkraflutningamanns.  Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar, óskar eftir að slökkviliðsstjóri komi inn á fund og leggi einnig fram brunavarnaráætlun.   </SPAN></DIV></DIV></DIV></DIV>
2.
Endurnýjun á öldubrjótum
Málsnúmer 0909137
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Bréf sunddeildar Þróttar frá 22.ágúst þar sem óskað er eftir að öldubrjótar í sundlaug Norðfjarðar verði endurnýjaðir.  Sambærilegu erindi var á síðasta ári vísað til fjárhagsáætlunar 2010. Samkvæmt upplýsingum frá æskulýðs- og íþróttafulltrúa er ekki fjármagn á áætlun æskulýðsmála til að endurnýja öldubrjótana. Beiðni um kaup á öldubrjótum samþykkt og vísað til fjárhagsáætlunar 2011.</SPAN></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
3.
Nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði
Málsnúmer 0903017
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Lögð fram bráðabirgðaniðurstaða kærunefndar útboðsmála frá 24.ágúst en samkvæmt henni er samningsferli á grundvelli hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð, sbr. útboð nr. 14838, stöðvuð þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru. </SPAN></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
4.
Beitingarskúrar og geymsla við Hafnarbraut 51 740
Málsnúmer 1008118
<DIV><DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Lagt fram minnisblað mannvirkjastjóra frá 30.ágúst.  Bæjarráð samþykkir að gengið verði frá samkomulagi við eigendur sbr. tillögur í minnisblaði. </SPAN></DIV></DIV></DIV></DIV>
5.
Niðurgreiðslur á raforku til húshitunar
Málsnúmer 1008139
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Tölvupóstur formanns samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 27.ágúst er varðar niðurgreiðslur á raforku til húshitunar, lagður fram til kynningar, en í póstinum er hvatt til að umræða um málið verði tekin á vettvangi aðalfunda landshlutasamtaka.  </SPAN></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
6.
Merkingar á tjaldstæðum
Málsnúmer 1008140
<DIV>Bæjarráð óskar eftir að mannvirkjasvið hugi að merkingum á tjaldstæðum í Neskaupstað en vísbendingar eru um að ferðamenn hafi átt í vandræðum með að finna tjaldstæðin. </DIV>
7.
Aðalfundur 2010 - Fjarðaferðir
Málsnúmer 1008101
<DIV><DIV>Rætt var um aðalfund Fjarðaferða sem haldinn var 28.ágúst. </DIV></DIV>
8.
Atvinnumál á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1007205
<DIV>Bæjarstýra gerði grein fyrir fundi með forstjóra Íslandspósts og formanni samgönguráðs. Bæjarráð felur atvinnu- og menningarnefnd að láta kanna möguleika á að starfrækja upplýsingamiðstöð á Stöðvarfirði.</DIV>
9.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 2
Málsnúmer 1008004F
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Fundargerð lögð fram.</SPAN></DIV></DIV>
10.
Fræðslu- og frístundanefnd - 2
Málsnúmer 1008006F
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Fundargerð lögð fram.</SPAN></DIV></DIV>