Fara í efni

Bæjarráð

228. fundur
11. janúar 2011 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Heimsókn umhverfisráðherra 13.janúar 2011
Málsnúmer 1101090
<DIV>Þennan lið fundarins sátu mannvirkjastjóri og umhverfisstjóri. Undirbúningur að fundi með umhverfisráðherra en umhverfisstjóri gerði grein fyrir efni fundar bæjarráðs o.fl. með ráðherra nk. fimmtudag á Reyðarfirði.</DIV>
2.
Leigusamningur um aðstöðu til rekstrurs líkamsræktarstöðvar á Norðfirði
Málsnúmer 1010108
<DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Þennan lið fundarins sátu fjármálastjóri og fræðslustjóri. Framlagt minnisblað fræðslustjóra frá 11.janúar um samningslok og uppgjör milli Fjarðabyggðar og Heilsubyltingar um rekstur líkamsræktarstöðvar í Neskaupstað. Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði um að Íþróttamiðstöðin í Neskaupstað taki yfir rekstur líkamsræktarstöðvarinnar frá og með 17.janúar nk. en miðað er við að yfirtaka leiði ekki til aukins rekstrarkostnaðar fyrir Íþróttamiðstöðina. </SPAN></DIV></DIV></DIV>
3.
Framlög til starfsemi Ungmenna og íþróttasambands Austurlands 2011
Málsnúmer 1011199
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Hildur Bergsdóttir framkvæmdastjóri og Elín Rán Björnsdóttir formaður ÚÍA sátu þennan lið fundarins. Rætt um beiðni ÚÍA um íbúaframlag en fram kom að helstu tekjur ÚÍA eru af lottó. Farið var yfir helstu viðburði á vegum ÚÍA og skipulag sambandsins.  Rætt um unglingalandsmótið, sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, en ÚÍA sér um framkvæmd mótins. Framlögð samantekt yfir mótahald og aðra starfsemi ÚÍA í Fjarðabyggð árið 2010. </SPAN></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
4.
Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010-2011
Málsnúmer 1009212
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Lögð fram og farið yfir drög að sérstökum skilyrðum Fjarðabyggðar vegna byggðakvóta fiskveiðiársins 2010 - 2011. Bæjarráð samþykkir drögin samhljóða og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn. Bæjarráð felur jafnframt bæjarstjóra að ganga frá bréfi til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis vegna þessa.  </SPAN></DIV></DIV>
5.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1006231
<DIV><DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Framlagt nýtt skipurit Fjarðabyggðar og minnisblað bæjarráðs frá 11.janúar. Bæjarráð vísar skipuriti til afgreiðslu bæjarstjórnar.</SPAN></DIV></DIV></DIV></DIV>
6.
Gjaldskrár Rafveitu Reyðarfjarðar fyrir árið 2011
Málsnúmer 1011002
<DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Bæjarráð samþykkir tillögu um 3% hækkun á dreifigjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar.  </SPAN></DIV></DIV></DIV>
7.
Atvinnuleysistölur fyrir Austurland - Janúar 2011
Málsnúmer 1101043
<DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Atvinnuleysistölur í janúar 2011 lagðar fram til kynningar.  Forstöðumanni stjórnsýslu falið að óska eftir nánari upplýsingum. </SPAN></DIV></DIV></DIV>
8.
Innanríkisráðuneyti tekur til starfa.
Málsnúmer 1101035
<DIV><DIV>Lagt fram til kynningar. </DIV></DIV>
9.
Breyting á gjaldskrá hafnanna
Málsnúmer 1002109
<DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Breyting á gjaldskrá hafnanna vísað frá hafnarstjórn. Um er að ræða farþegagjald sem verður 50 kr. á farþega.   Bæjarráð samþykkir farþegagjaldið. </SPAN></DIV></DIV></DIV>
10.
Samningsumboð SFR
Málsnúmer 1101098
<DIV>Bæjarráð veitir Sambandi íslenskra sveitarfélaga samningsumboð gagnvart SFR - stéttarfélagi í almannaþjónustu.</DIV>
11.
Hafnarstjórn - 79
Málsnúmer 1012012F
<DIV><DIV>Fundargerð lögð fram. </DIV></DIV>
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 11
Málsnúmer 1012014F
<DIV><DIV><DIV>Fundargerð lögð fram. </DIV></DIV></DIV>