Fara í efni

Bæjarráð

229. fundur
18. janúar 2011 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Bréf um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga
Málsnúmer 1101059
<DIV>Félagsmálastjóri sat þennan lið fundarins. Bréf velferðarráðuneytisins frá 3.janúar og minnisblað félagsmálastjóra frá 16.janúar er varða fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og stöðu mála í Fjarðabyggð.  Málið rætt og félagsmálastjóra falið að vinna áfram með fjárhagsaðstoð á sömu forsendum og verið hefur. </DIV>
2.
Stefnumótun félagsþjónustusviðs Fjarðabyggðar fyrir árið 2011
Málsnúmer 1101058
<DIV><DIV>Félagsmálastjóri sat þennan lið fundarins. Félagsmálanefnd samþykkti á fundi 10.janúar að vinna að stefnumótun um félagsþjónustu í samstarfi við Fljótsdalshérað. Stefnumótunin byggir á samningum allra sveitarfélaga á Austurlandi um yfirtöku á málefnum fatlaðra.  Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálanefndar. </DIV></DIV>
3.
Tilfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga
Málsnúmer 1007146
<DIV>Félagsmálastjóri sat þennan lið fundarins. Samantekt félagsmálastjóra um stöðu mála vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra lögð fram til kynningar. </DIV>
4.
Reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum
Málsnúmer 1101012
<DIV><DIV><DIV><DIV>Ósk fræðslu- og frístundanefndar frá 12.janúar um breytingu á reglugerð nr.814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Framlögð minnisblöð fræðslustjóra frá 9.janúar og 12.janúar er varða viðmið vegna 10 ára aldurtakmarks og skilyrði vegna laugargæslu.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja eftir bókun fræðslu- og frístundanefndar.  </DIV></DIV></DIV></DIV>
5.
Atvinnuleysistölur fyrir Austurland - Janúar 2011
Málsnúmer 1101043
<DIV><DIV>Nánari upplýsingar um atvinnuleysistölur í janúar lagðar fram til kynningar og vísað til atvinnu- og menningarnefndar. </DIV></DIV>
6.
Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010-2011
Málsnúmer 1009212
<DIV><DIV>Framlagt bréf Vigfúsar Vigfússonar f.h. Ölduóss ehf. frá 12.janúar er varðar byggðakvóta. Stjórnsýslustjóra falið að svara erindinu á grundvelli reglugerðar sjávarútvegsráðuneytisins og skilyrða Fjarðabyggðar vegna úthlutunar á byggðakvóta. </DIV></DIV>
7.
Drög að frumvarpi nýrra sveitarstjórnarlaga
Málsnúmer 1101139
<DIV>Frestur til að skila inn umsögnum, vegna draga að frumvarpi til nýrra sveitarstjórnarlaga, er til 23.janúar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á framfæri athugasemdum vegna tímaramma fjárhagsáætlunar. </DIV>
8.
Endurskoðun á undanþágulista vegna verkfalla
Málsnúmer 1101156
<DIV>Minnisblað mannauðsstjóra frá 14.janúar. Bæjarráð staðfestir framlagðan lista og samþykkir framlögð drög að auglýsingu vegna starfa er falla undir 5.- 8 .tl. 19.gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og veitir tilgreindum störfum undanþágu frá verkfallsrétti.</DIV>
9.
Starfshópur um almenningssamgöngur
Málsnúmer 1101197
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um almenningssamgöngur lagt fram til kynningar.</SPAN></DIV></DIV>
10.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2011
Málsnúmer 1101152
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Fundargerð félagsmálanefndar frá 10.janúar lögð fram.</SPAN></DIV></DIV>
11.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2011
Málsnúmer 1101153
<DIV><DIV>Fundargerð barnaverndarnefndar frá 13.janúar lögð fram.</DIV></DIV>
12.
Atvinnu- og menningarnefnd - 8
Málsnúmer 1101001F
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 11.janúar lögð fram.</SPAN></DIV></DIV>
13.
Fræðslu- og frístundanefnd - 9
Málsnúmer 1101004F
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 12.janúar lögð fram.</SPAN></DIV></DIV>