Bæjarráð
237. fundur
15. mars 2011 kl. 08:30 - 11:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Árgjöld sveitarfélaga til Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands
<DIV&gt;Þennan lið fundarins sat Lars Gunnarsson stjórnarformaður Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands. Páll fór yfir forsögu málsins en Fjarðabyggð ákvað að fresta ákvörðun varðandi framlag Fjarðabyggðar til sjóðsins þar til niðurstaða liggur fyrir er varðar endurskipulagningu stoðstofnana.&nbsp;Lars gerði grein fyrir stöðu mála en 8 milljónir voru í sjóðnum um síðustu áramót. Sjóðurinn getur staðið undir skuldbindingum á árinu 2011 en&nbsp;getur ekki veitt nýja styrki eða&nbsp;hlutafjárloforð&nbsp;eins og staðan er.&nbsp; Stjórnarfundur í sjóðnum verður haldinn 4.apríl og óskar Lars eftir skriflegu svari, fyrir þann fund, hvort bærinn endurskoði afstöðu sína. </DIV&gt;
2.
Málefni Golfklúbbs Fjarðabyggðar
<DIV&gt;Þennan lið fundarins sátu fulltrúar Golfklúbbs Fjarðabyggðar þeir Sigurjón Baldursson, Björn Sumarliði Stefánsson og Sigfús Heiðar Ferdinandsson. Sigurjón fór yfir sögu klúbbsins og framkvæmdir en mikil aukning er á áhuga&nbsp;á golfíþróttinni hjá börnum&nbsp;og unglingum.&nbsp;Félagar í klúbbnum sem greiða árgjald, 16 ára og eldri,&nbsp;eru um 60. Samstarf golfklúbbsins við klúbbana á Eskifirði og Norðfirði&nbsp;er með ágætum. &nbsp;Rætt um styrki, framtíðaráform klúbbsins o.fl. Fulltrúar hinna golfklúbbana í Fjarðabyggð munu koma á næsta fund. </DIV&gt;
3.
Málefni Listasmiðjunnar Norðfirði
<DIV&gt;Bréf Listasmiðjunnar Norðfirði frá 2.mars vegna niðurfellingar á rekstrarstyrk. Bæjarráð samþykkir að veita Listasmiðjunni kr. 200.000 styrk og felur stjórnsýslustjóra að ganga frá samkomulagi við félagið. Tekið af liðnum óráðstafað. </DIV&gt;
4.
Fundagerðir Samband sveitarfélaga á Austurlandi árið 2011
<DIV&gt;Fundargerð lögð fram til kynningar.</DIV&gt;
5.
Styrkarumsókn Specialisterne á Íslandi
<DIV&gt;Beiðni um styrk frá Specialisterne, félags sem stofnað var 2010, en markmið félagsins er að koma af stað starfsemi hérlendis til að nálgast einstaklinga með einhverfu, greina styrkleika þeirra og kenna þeim og þjálfa til virkrar atvinnuþáttöku. Lagt fram og vísað til félagsmálanefndar.</DIV&gt;
6.
Opinn fundur um Norðfjarðargöng
<DIV&gt;Íbúafundur um Norðfjarðargöng með innanríkisráðherra og vegamálastjóra verður haldinn miðvikudaginn 23.mars kl.20:00 í Egilsbúð.<BR&gt;</DIV&gt;
7.
Fræðslu- og frístundanefnd - 11
<DIV&gt;Fundargerð nr. 11 frá 9.mars lögð fram.</DIV&gt;
8.
Atvinnu- og menningarnefnd - 11
<DIV&gt;Fundargerð nr. 11 frá 10.mars lögð fram.</DIV&gt;