Fara í efni

Bæjarráð

238. fundur
22. mars 2011 kl. 08:30 - 11:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson stjórnsýslustjóri
Dagskrá
1.
Málefni golfklúbbana í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1103114
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Fulltrúar Golfklúbbana á Eskifirði og Norðfirði sátu þennan lið fundarins. Frá 9:00 - 9:30 frá Golfklúbbi Norðfjarðar þeir Gunnar Ásgeir Karlsson, Óskar Sverrisson og Jón Grétar Guðgeirsson. Fyrir utan hús félagsins er aðstaða á svæði klúbbsins ekki fullkláruð. Leigusamningur við Skorrastaðabændur um land klúbbsins rennur út 2014. 85 meðlimir eru í klúbbnum, unglingastarf hefur ekki verið mikið síðustu misseri en unnið er að því að fjölga börnum og ungmennum, m.a. með kynningum í grunnskólanum. Lagður fram rekstrarreikningur fram til 31.12.2010. Lagt var fram bréf Golfklúbbs Norðfjarðar frá 9.mars þar sem óskað er eftir styrk vegna skemmda sem urðu á golfvellinum á annan dag jóla vegna klakastíflu sem brast og fór yfir völlinn.  Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um fjárframlag en vísar erindi til mannvirkjastjóra með ósk um að mannvirkjasvið verði klúbbnum innan handar með hreinsun sé þess kostur.  </DIV><DIV>Frá 9.30 - 10:00 frá Golfklúbbnum Byggðaholti þeir Jóhann Arnarson og Sigurjón Geir Sveinsson. Framundan er vinna við að tengja nýju flatirnar við völlinn og hús klúbbsins þarfnast töluverðs viðhalds á næstu misserum.  Meðlimir klúbbsins eru 62 auk 15 barna og unglinga. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2011 verður klúbburinn rekinn á pari en það er háð því að allir styrkir innheimtist.  Rætt um stöðu Golfklúbbs Eskifjarðar og Golfklúbbsins Grímu.  </DIV><DIV>Einnig var rætt við fulltrúa beggja klúbba um vallarmál, tækjamál og samstarf klúbbanna en klúbbarnir hafa m.a. rætt um sameiginleg kaup á sérhæfðum tækjum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
2.
Land Grænaness í Norðfjarðarsveit.
Málsnúmer 2008-09-15-1465
<DIV><DIV><DIV>Bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá 21.febrúar, sem vísað var frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd 14.mars, en í bréfinu er Fjarðabyggð boðin til kaups landspilda 1,82 hektari úr landi Grænaness fyrir 520.000 kr. Svar óskast fyrir 31.mars nk.  <SPAN style="FONT-FAMILY: " AR-SA? mso-bidi-language: EN-US; mso-fareast-language: IS; mso-ansi-language: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 12pt; FONT-SIZE: Roman?,?serif?; Times><SPAN style="FONT-FAMILY: " AR-SA? mso-bidi-language: EN-US; mso-fareast-language: IS; mso-ansi-language: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 12pt; FONT-SIZE: Roman?,?serif?; Times>Bæjarráð samþykkir að kaupa landspilduna og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjóra og mannvirkjastjóra. </SPAN></SPAN></DIV></DIV></DIV>
3.
Fyrirkomulag sumarleyfa starfsmanna bæjarskrifstofu
Málsnúmer 1002018
<DIV><P>Bæjarráð samþykkir að bæjarskrifstofa Fjarðabyggðar verði lokuð frá og með föstudeginum 22.júlí og til og með föstudeginum 5.ágúst 2011 eða í tíu virka daga. Skiptiborð bæjarins verður opið.</P></DIV>
4.
Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
Málsnúmer 1102186
<DIV><DIV>Framboði Páls Björgvins Guðmundssonar bæjarstjóra til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga var skilað inn sl. föstudag en aðalfundur sjóðsins verður haldinn 25.mars í Reykjavík. </DIV></DIV>
5.
Ársuppgjör Fjarðabyggðar 2010
Málsnúmer 1103124
<DIV><DIV><DIV>Fjármálastjóri og Magnús Jónsson endurskoðandi bæjarins sátu þennan lið fundarins. Lagt fram yfirlit KPMG yfir viðskiptastöður milli A og B hluta.</DIV></DIV></DIV>
6.
Samstarfssamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál 2011
Málsnúmer 1103126
<P>Drög að samstarfssamningi sveitarfélaga á Austurlandi um menningarsamning lögð fram til kynningar.  Bæjarstjóra og stjórnsýslustjóra falið að vinna málið áfram.</P>
7.
Nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði
Málsnúmer 0903017
<DIV>Lögð fram til kynningar framlögð stefna Einrúms ehf. á hendur Íslenska ríkinu, Fjarðabyggð, Framkvæmdasýslu ríkisins, og Studio Strik vegna hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði.  </DIV>
8.
Þjóðaratkvæðisgreiðsla 9.apríl 2011
Málsnúmer 1103138
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Framlögð fundargerð yfirkjörstjórnar frá 21.mars. Kjörfundur þjóðaratkvæðagreiðslu 9.apríl mun standa frá 9:00 - 22:00 í öllum kjördeildum í Fjarðabyggð en þær verða í grunnskólum Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar, Nesskóla og safnaðarheimilum á Eskifirði og Reyðarfirði. Íbúar í Mjóafirði verða á kjörskrá á Norðfirði en sérstök utankjörfundaratkvæðagreiðsla mun fara fram í Mjóafirði. Bæjarráð sammála tillögum yfirkjörstjórnar.</SPAN></DIV></DIV>
9.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 16
Málsnúmer 1103008F
<DIV>Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr.16 frá 14.mars lögð fram.</DIV>