Fara í efni

Bæjarráð

243. fundur
3. maí 2011 kl. 08:30 - 11:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson stjórnsýslustjóri
Dagskrá
1.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Málsnúmer 1103025
<DIV><DIV>Þennan lið fundarins sátu framkvæmdastjóri hafna og mannvirkjastjóri. Málið var til umfjöllunar á fundum í atvinnu- og menningarnefnd, eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn 2.maí.  Fyrir liggur bréf Skipulagsstofnunar frá 15.apríl 2011 þar sem óskað er umsagnar Fjarðabyggðar, í samræmi við 6.gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11.gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum, hvort og á hvaða forsendum 6.000 tonna sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum.  Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn til Skipulagsstofnunar. Jafnframt lögð fram drög að yfirlýsingu Laxa ehf. </DIV></DIV>
2.
Olíubirgðastöð í Reyðarfirði
Málsnúmer 2009-02-13-215
<DIV>Þennan lið fundarins sat framkvæmdastjóri hafna. Málið var til umfjöllunar á fundum í atvinnu- og menningarnefnd, eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn 2.maí. Fjallað um umsagnir nefnda. Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra hafna að afla frekari upplýsinga um verkefnið í samráði við Mannvit. </DIV>
3.
Snjóflóðavarnir Tröllagili Norðfirði.
Málsnúmer 0903071
<DIV>Bréf Ara Daníels Árnasonar frá 25.apríl er varðar spurningar og athugasemdir vegna framkvæmda við snjóflóðavarnir í Tröllagili.</DIV><DIV>Stefnt er á að halda kynningarfund um framkvæmdirnar í næstu viku. Bæjarráð felur mannvirkjastjóra að svara erindi.</DIV>
4.
725 Mjóafjörður - Tilboð í hús
Málsnúmer 1103168
<DIV>Mannvirkjastjóri sat þennan lið fundarins. Rætt um stefnu Fjarðabyggðar vegna sölu húsnæðis í eigu bæjarins Ákvörðun um sölu á húsnæði í Mjóafirði frestað til næsta fundar. Mannvirkjastjóra falið að ræða við tilboðsgjafa.</DIV>
5.
Útsending bæjarstjórnarfunda
Málsnúmer 1104160
<DIV>Minnisblað mannauðsstjóra frá 20.apríl er varðar endurnýjun á tækjabúnaði vegna útsendinga frá bæjarstjórnarfundum. Bæjarráð samþykkir tillögur í minnisblaði og felur mannauðsstjóra afgreiðslu. Kostnaður takist af liðnum 21-01-</DIV>
6.
Afmæli Jóns Sigurðssonar
Málsnúmer 1104136
<DIV>Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til að minnast þess að 17.júní 2011 eru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar.  Vísað til atvinnu- og menningarnefndar. </DIV>
7.
Umsókn til bæjarráðs um kaup á styrktarlínu
Málsnúmer 1104145
<DIV>Beiðni um styrk vegna gerðar heimildarmyndarinnar "Norð Vestur - seinni hluti" er fjallar um náttúruhamfarir.  Bæjarráð hafnar erindi. </DIV>
8.
Austfirzk eining - Fundargerðir 2011
Málsnúmer 1104025
<DIV>Fundargerð nr. 5 frá 26.apríl lögð fram til kynningar. Málefni Austfirskrar einingar rædd. </DIV>
9.
Kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel 5.-9.júní 2011
Málsnúmer 1104170
<DIV>Bréf sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.apríl.  Bæjarráð mun ekki senda fulltrúa í ferðina. </DIV>
10.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2011
Málsnúmer 1101153
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Fundargerðir barnaverndarnefndar nr. 10 og 11 frá 29.mars og 19.apríl lagðar fram.</SPAN></DIV></DIV>
11.
Fræðslu- og frístundanefnd - 13
Málsnúmer 1104011F
<DIV>Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 13 frá 27.apríl lögð fram.</DIV>
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 20
Málsnúmer 1104020F
<DIV>Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 20 frá 2.maí lögð fram.</DIV>
13.
Hafnarstjórn - 83
Málsnúmer 1104019F
<DIV>Fundargerð hafnarstjórnar nr. 83 frá 2.maí lögð fram.</DIV>
14.
Atvinnu- og menningarnefnd - 13
Málsnúmer 1104013F
<DIV>Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 13 frá 2.maí lögð fram.</DIV>