Fara í efni

Bæjarráð

250. fundur
28. júní 2011 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson stjórnsýslustjóri
Dagskrá
1.
Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1104080
<DIV>Þröstur Ólafsson stjórnarformaður og Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri Minjaverndar sátu þennan lið fundarins. Rætt um endurbyggingu Franska spítalans á Fáskrúðsfirði og ýmislegt er snýr að verkefninu.  Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og stjórnsýslustjóra falið að leggja fyrir bæjarráð greinargerð um Franska spítalann.</DIV>
2.
Nýting frystihússins á Stöðvarfirði undir menningarstarfsemi
Málsnúmer 1008038
<DIV>Framlagt uppfært minnisblað stjórnsýslustjóra frá 6.júní um skilmála og kvaðir vegna Bankastrætis 1 Stöðvarfirði.  Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði. </DIV>
3.
Aðalfundur Fjarðaferðar ehf 2011 v.2010
Málsnúmer 1106131
<DIV>Aðalfundur Fjarðaferða verður haldinn miðvikudaginn 29.júní kl.17:00 í Safnahúsinu í Neskaupstað. Formaður atvinnu- og menningarnefndar og bæjarstjóri munu sækja fundinn. </DIV>
4.
Beiðni um lán á húsnæði vegna Eistnaflugs
Málsnúmer 1106154
<DIV>Beiðni Hákonar Guðröðarsonar frá 21.júní um að Fjarðabyggð útvegi sýningarhaldi, í tengslum við Eistnaflug, endurgjaldslaus afnot af gistirými. Bæjarráð tekur vel í erindið og felur ferða- og menningarfulltrúa að vera hópnum innan handar um útvegun á húsnæði. </DIV>
5.
Urðun sorps í Þernunesi
Málsnúmer 1106098
<DIV>Bréf Fljótsdalshéraðs frá 16.júní þar sem óskað er eftir leyfi Fjarðabyggðar til að urða sorp í landi Þernuness til næstu tveggja ára. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu mannvirkjastjóra frá 24.júní og felur bæjarstjóra og mannvirkjastjóra að vinna málið áfram. </DIV>
6.
Þjóðahátíð Austfirðinga 2011
Málsnúmer 1106085
<DIV>Þjóðahátíð verður haldin 24.september í Nesskóla. Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnsýslustjóra frá 24.júní um að veittur verði styrkur sem nemur leigu og þrifum í Nesskóla. </DIV>
7.
Kjaramál stjórnenda
Málsnúmer 1106183
<DIV><DIV>Stjórnsýslustjóri vék af fundi. Bæjarráð samþykkir samningsbundna breytingu á launatöflu stjórnenda og fyrirkomulag frammistöðumats. </DIV></DIV>