Fara í efni

Bæjarráð

252. fundur
26. júlí 2011 kl. 09:00 - 11:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson stjórnsýslustjóri
Dagskrá
1.
Þátttaka ungmenna í VII. Umhverfisþingi 14.október 2011
Málsnúmer 1107015
<DIV>Bréf umhverfisráðherra frá 30.júní þar sem óskað er eftir að Fjarðabyggð tilnefni eitt til tvö ungmenni til þátttöku á umhverfisþingi 14.október nk. Vísað til fræðslu- og frístundanefndar og til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. </DIV>
2.
Egilsbraut 9 - aðkoma að sundlaug Norðfjarðar
Málsnúmer 0906071
<P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="mso-ansi-language: EN-GB" lang=EN-GB><FONT face=Calibri>Grenndarkynningu er lokið og barst ein athugasemd. Á fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar 5.júlí 2010 féllst nefndin ekki á framkomna athugasemd, samþykkti framkvæmdina fyrir sitt leyti og vísaði afgreiðslu deiliskipulags til bæjarráðs. Bæjarráð, sem starfandi sveitarstjórn, samþykkir hér með framkvæmd­ina og það skipulag sem í henni felst. Mannvirkjastjóra falið að tilkynna þeim sem tjáðu sig um málið um niðurstöðuna. <?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /><o:p></o:p></FONT></SPAN></P>
3.
Breyting á sölugjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar 1.ágúst 2011
Málsnúmer 1107057
<DIV><P style="MARGIN: 0in 0in 0pt; mso-outline-level: 1" class=MsoNormal><SPAN style="COLOR: black; mso-bidi-font-weight: bold">Bæjarráð samþykkir að hækka sölugjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar um 2,7 % frá og með 1. ágúst nk. Hækkun er tilkomin vegna hækkunar Landsvirkjunar á heildsölusamningum fyrirtækisins við Rafveitu Reyðarfjarðar. <?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /><o:p></o:p></SPAN></P></DIV>
4.
Hækkun á ótryggðri orku frá 1.september 2011
Málsnúmer 1107062
<DIV>Bréf Landsvirkjunar frá 18.júlí þar sem tilkynnt er um 9% hækkun á ótryggðri orku frá 1.september nk.  Lagt fram til kynningar og vísað til eigna-,skipulags- og umhverfisnefndar</DIV>
5.
Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010-2011
Málsnúmer 1009212
<DIV>Óskað hefur verið eftir við sjávarútvegsráðuneytið, með bréfi dagsettu 19.júlí, að heimild til veiða á byggðakvóta verði framlengd til 1.desember nk. </DIV>
6.
Ágangur vatns á lóð í Árdal.
Málsnúmer 1107061
<DIV>Fyrirspurn Elsu Þórisdóttur og Jóns Björns Hlöðverssonar vegna ágangs vatns á lóð við Árdal 19 Eskifirði. Vísað til mannvirkjastjóra með ósk um umsögn.</DIV>
7.
730-Deiliskipulag iðnaðarsvæðisins Nes 1, breytingartillaga
Málsnúmer 1012058
<DIV>Breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins Nes 1 Reyðarfirði. Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir deiliskipulag iðnaðarsvæðisins Nes 1 Reyðarfirði. </DIV>
8.
735 - Deiliskipulag, Högnastaðir, lóð 1
Málsnúmer 1005153
<DIV><DIV>Niðurstaða ofanflóðahættumats vegna frístundahúss í landi Högnastaða. Það er niðurstaða matsins að líkur á að manneskja sem dvelur í frístundahúsi á skipulagssvæðinu farist af völdum ofanflóða sé innan þeirra marka sem teljast ásættanleg samkvæmt reglugerð 495/2007 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða. Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir deiliskipulag Högnastaða lóð 1. </DIV></DIV>
9.
Úthlutun á styrktarsjóð 2010 og fulltrúaráðsfundur EBÍ í október
Málsnúmer 1107032
<DIV>Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands frá 4.júlí en þar kemur fram að fé styrktarsjóðs EBÍ muni renna til Skaftárhrepps vegna þeirra verkefna sem sveitarfélagið þarf að kljást við í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum. Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ verður haldinn 12.október. </DIV>
10.
Launahækkanir í kjarasamningum
Málsnúmer 1105183
<DIV>Minnisblað mannauðsstjóra frá 5.júlí er varðar launahækkanir samkvæmt nýgerðum kjarasamningum Samflots, BHM o.fl. lagt fram til kynningar.</DIV>
11.
Viðhald og endurbætur í Sigfúsarhúsi
Málsnúmer 0908049
<DIV>Bréf formanns Félags eldri borgara á Norðfirði frá 7.júlí þar sem þakkaðar eru breytingar og endurbætur á Sigfúsarhúsi.  Bæjarráð þakkar bréfið. </DIV>
12.
Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar
Málsnúmer 1107046
<DIV>Aðalfundur verður haldinn 9.ágúst kl. 13:00 í Reykjavík. Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að sækja fundinn. </DIV>
13.
Aðalfundur Veiðifélags Dalsár í Fáskrúsfirði 2010
Málsnúmer 1107028
<DIV><DIV>Aðalfundur var haldinn 13.júlí. Gunnar Jónsson staðgengill bæjarstjóra sótti fundinn.  Framlagður ársreikningur 2010.</DIV></DIV>
14.
Fundargerð framkvæmdaráðs SSA - 14.júlí 2011
Málsnúmer 1107058
<DIV>Fundargerð framkvæmdaráðs SSA frá 14.júlí lögð fram til kynningar.</DIV>
15.
Nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði
Málsnúmer 0903017
<DIV><DIV>Tillaga mannvirkjastjóra um að fyrsta skóflustunga, að nýju hjúkrunarheimili á Eskifirði, verði tekin 18.ágúst en þann dag árið 1989 var núverandi hjúkrunarheimili Hulduhlíðar tekið í notkun auk þess sem dagurinn er afmælisdagur Eskifjarðarkaupstaðar sem sameinaðist Fjarðabyggð 1998. Bæjarráð samþykkir að fyrsta skóflustunga verði tekin 18.ágúst.  Einnig lagt fram til upplýsinga bréf velferðarráðuneytis til fjármálaráðuneytis þar sem óskað er eftir heimild til útboðs á byggingu hjúkrunarheimilis á Eskifirði.</DIV></DIV>
16.
Menningarmiðstöðvar á Austurlandi - viljayfirlýsing vegna samstarfs
Málsnúmer 1105146
<DIV>Framlagt bréf Fljótsdalshéraðs frá 21.júlí og drög að viljayfirlýsingu Fjarðabyggðar, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar um fjárframlög til menningarmiðstöðva. Bæjarstjóra falið að gera orðalagsbreytingar er lúta að aðkomu Fjarðabyggðar að viljayfirlýsingunni og undirrita hana f.h. bæjarins. </DIV>
17.
Verkfall hjá félögum í Félagi skipstjórnarmanna
Málsnúmer 1107037
<DIV><DIV>Framlagt bréf Félags skipstjórnarmanna frá 19.júlí þar sem tilkynnt er um ótímabundna vinnustöðvun, skipstjórnarmanna við hafnir, frá kl. 00:00 þann 4.ágúst nk. Tímabundinni vinnustöðvun, sem boðuð var 26.júlí og 2.ágúst, hefur verið aflýst.  Bæjarstjóri og mannauðsstjóri fóru yfir stöðu málsins en tveir starfsmenn Fjarðabyggðarhafna fara í verkfall ef af því verður. </DIV></DIV>
18.
Atvinnu- og menningarnefnd - 16
Málsnúmer 1106014F
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 16 frá 7.júlí lögð fram.</SPAN></DIV></DIV>