Fara í efni

Bæjarráð

257. fundur
29. ágúst 2011 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Austfirsk eining - Fundargerðir 2011
Málsnúmer 1104025
<DIV>Fundargerð Austfirskrar einingar nr. 8 frá 15.ágúst lögð fram til kynningar.</DIV>
2.
Framlög til starfsemi Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands árið 2012
Málsnúmer 1108114
<DIV>Lagt fram bréf frá Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands vegna fjárhagsstuðnings á árinu 2012. Vísað til skoðunar fræðslu- og frístundanefndar í tengslum við fjárhagasáætlunargerð 2012.</DIV>
3.
Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Samráðs- og kynningarferli
Málsnúmer 1108094
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Lagt fram bréf iðnaðarráðuneytisins frá 19.ágúst er varðar samráðs- og kynningarferli vegna tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Vísað til eigna-, skipulags og umhverfisnefndar til umfjöllunar og skoðunar hjá mannvirkjastjóra.</SPAN></DIV></DIV>
4.
Vinna við sóknaráætlun 20/20 - Verkefnin 5 - 7
Málsnúmer 1108028
<DIV>Erindi frá SSA þar sem óskað er eftir tillögum frá sveitarfélögum vegna fjárfestingarverkefna á Austurlandi.  Farið yfir ýmsar hugmyndir að fjárfestingarverkefnum í tengslum við sóknaráætlun 20/20.   Stjórnsýslustjóra falið að vinna málið áfram og koma hugmyndum á framfæri við SSA.  Atvinnu- og menningarnefnd verði jafnframt kynntar hugmyndirnar.</DIV>
5.
Hluthafafundur í Fjarðaferðum
Málsnúmer 1108089
<DIV><DIV>Bæjarstjóri fór yfir niðurstöður hluthafafundar Fjarðaferða sem haldinn var 24.ágúst um niðurfærslu og aukningu hlutafjár.  Vísað er til gagna sem lögð voru fram á fundinum af Páli Kr. Pálssyni stjórnarformanni.  Bæjarráð staðfestir niðurstöðu hluthafafundar um að hlutafé Fjarðaferða verði fært niður um 60% og veitir jafnframt heimild til að hlutafé félagsins verði aukið á ný. </DIV></DIV>
6.
Forvarnarmál - Tóbak
Málsnúmer 1108085
<DIV>Bréf Ungmennafélags Íslands frá 15.ágúst er varðar kostnaðarþátttöku sveitarfélaga vegna gerðar skiltis í tengslum við forvarnir vegna síaukinnar neyslu ungs fólks á munntóbaki. Vísað til félagsmálanefndar til ákvörðunartöku og til kynningar í fræðslu- og frístundanefnd. </DIV>
7.
Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga
Málsnúmer 1108125
<DIV><DIV>Lögð fram til kynningar skýrsla Varasjóðs húsnæðismála vegna könnunar á leiguíbúðum sveitarfélaga 2010. Skýrslunni vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. </DIV></DIV>
8.
Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar
Málsnúmer 1107046
<DIV>Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Farið var yfir efni aðalfundar sem haldinn var 9.ágúst.  Lagður fram ársreikningur eignarhaldsfélagsins vegna ársins 2010. </DIV>
9.
Fjárhagsáætlun 2012
Málsnúmer 1108029
<DIV><DIV>Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins og lagði fram drög að tekjuáætlun og fjárhagsrömmum málaflokka 2012.  Úthlutun fjárhagsramma verður tekin á næsta fundi. </DIV></DIV>
10.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 25
Málsnúmer 1108009F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 25 frá 22.ágúst lögð fram.