Fara í efni

Bæjarráð

259. fundur
12. september 2011 kl. 08:30 - 11:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson stjórnsýslustjóri
Dagskrá
1.
Ágangur vatns á lóð í Árdal
Málsnúmer 1107061
<DIV><DIV>Bréf Elsu Þórisdóttur og Jóns Björns Hlöðverssonar frá 3.september, sem ritað er í framhaldi af svarbréfi mannvirkjastjóra frá 25.ágúst, vegna ágangs vatns á lóðinni að Árdal 19 Eskifirði. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til afgreiðslu. </DIV></DIV>
2.
Golfklúbbur Norðfjarðar - Beiðni um framlengingu á samningi
Málsnúmer 1109041
<DIV><DIV><DIV>Beiðni Golfklúbbs Norðfjarðar um framlengingu á uppbyggingarsamningi vegna Grænanesvallar.  Rætt almennt um styrkveitingar til íþróttafélaga. Beiðni golfklúbbsins vísað til fræðslu- og frístundanefndar. Málið aftur á dagskrá bæjarráðs í október í tengslum við fjárhagsáætlun 2012.</DIV></DIV></DIV>
3.
Rekstur Héraðsskjalasafns Austfirðinga og drög að fjárhagsáætlun 2012
Málsnúmer 1109048
<DIV><DIV>Bréf Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 6.september þar sem óskað er eftir auknu framlagi til safnsins frá aðildarsveitarfélögum á árinu 2012.  Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann átti nýlega með forstöðumanni safnsins, formanni stjórnar og bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs. Vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2012.</DIV></DIV>
4.
Uppgjör vegna útgöngu Skeggjastaðahrepps og Hornafjarðar úr SSA
Málsnúmer 1109061
<DIV><DIV>Tillaga SSA um uppgjör vegna útgöngu Skeggjastaðahrepps og Hornafjarðar úr SSA. Vísað til fjármálastjóra með beiðni um álit sem lagt verði fyrir næsta fund bæjarráðs. </DIV></DIV>
5.
Hluthafafundur í Fjarðaferðum
Málsnúmer 1108089
<DIV>Erindi Fjarðaferða frá 8.september þar sem Fjarðabyggð er boðið að auka hlutafé sitt um 6,9%. Bæjarráð mun ekki auka hlutafé sitt í Fjarðaferðum en Fjarðabyggð mun áfram leggja Fjarðaferðum lið eins og kostur er.</DIV>
6.
Hvatning velferðarvaktarinnar í upphafi skólaárs
Málsnúmer 1109022
<DIV><DIV>Bréf frá 1.september þar sem sveitarfélög eru hvött til að standa vörð um góða líðan barna og gæta að verði á skólamáltíðum. Vísað til fræðslu- og frístundanefndar. </DIV></DIV>
7.
Ungmennaráð sveitarfélaga
Málsnúmer 1109072
<DIV>Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 5.september er varðar ungmennaráð. Vísað til fræðslu- og frístundanefndar. </DIV>
8.
Ráðstefna um eflingu lýðræðis hjá ríki og sveitarfélögum
Málsnúmer 1107079
<DIV>Ráðstefna um eflingu lýðræðis hjá ríki og sveitarfélögum, sem haldin verður 14.september í Ráðhúsi Reykjavíkur, verður í beinni útsendingu á netinu.  Stjórnsýslustjóra falið að hvetja bæjarfulltrúa til að fylgjast með ráðstefnunni á netinu. </DIV>
9.
Bókun frá Menningarráði Austurlands
Málsnúmer 1109060
<DIV>Bókun stjórnar Menningarráðs Austurlands frá 7.september lögð fram til kynningar "Á erfiðum tímum og með vísan til fjárhagslegs aðhalds í rekstri margra sveitarfélaga vill Menningarráð Austurlands vekja athygli á því að mikilvægt er að varðveita störf á sviði menningar og lista inn í sveitarfélögunum sem og stofnunum á vegum sveitarfélaga. Menningarsamningur milli ríkis og sveitarfélaga gengur út frá eflingu og aukinni atvinnusköpun á sviði lista og menningar. Mikilvægt er að við samninginn sé staðið hvað þetta varðar og störfum á Austurlandi í þessum málaflokki fjölgi"</DIV>
10.
Fundargerðir Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands 2011
Málsnúmer 1105100
<DIV>Fundargerð frá 1.september 2011 lögð fram til kynningar. Stjórnsýslustjóri gerði grein fyrir efni fundarins. </DIV>
11.
Bréf frá sunddeild Leiknis - lokun sundlaugar 2012
Málsnúmer 1104110
<DIV>Bréf sunddeildar Leiknis frá 8.september er varðar lokanir sundlaugarinnar á Fáskrúðsfirði á árinu 2012.  Vísað til fræðslu- og frístundanefndar í tengslum við starfs- og fjárhagsáætlun 2012. </DIV>
12.
Umgengni á moldartökusvæði fyrir ofan Snæfell á Reyðarfirði
Málsnúmer 1109089
<DIV>Bréf Ólafs H. Ólafssonar og Marcelu Rodiguez Zaenz frá 9.september er varðar umgengni á moldartökusvæði fyrir ofan Snæfell á Reyðarfirði. Vísað til mannvirkjastjóra til afgreiðslu.</DIV>
13.
Fræðslu- og frístundanefnd - 16
Málsnúmer 1109002F
<DIV>Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 16 frá 7.september lögð fram.</DIV>
14.
Atvinnu- og menningarnefnd - 17
Málsnúmer 1107003F
<DIV>Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 17 frá 8.september 2011 lögð fram.</DIV>
15.
Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1104080
<DIV>Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna uppbyggingar við Franska spítalann.</DIV>