Fara í efni

Bæjarráð

261. fundur
3. október 2011 kl. 08:30 - 11:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson stjórnsýslustjóri
Dagskrá
1.
Starfshópur um almenningssamgöngur
Málsnúmer 1101197
<DIV><DIV>Framlögð tillaga mannvirkjastjóra frá 30.september. <SPAN style="COLOR: black; mso-bidi-font-weight: bold">Bæjarráð samþykkir að sækja um yfirtöku á sérleyfisakstri í Fjarðabyggð til Sambands sveitarfélaga á Austurlandi ( SSA ), en SSA er að taka yfir verkefnið frá Vegagerðinni um næstu áramót. Forsenda fyrir yfirtöku er að a.m.k. sama fjármagn fylgi með og fylgir sérleyfinu í dag. Einnig samþykkir bæjarráð að allir samningar Fjarðabyggðar við akstursaðila verði framlengdir um 6 mánuði eða til 30. júní 2012. Þeir samningar sem um ræðir eru íþróttaakstur, skólaakstur í VA og samningur um sérleyfið.</SPAN></DIV><DIV><SPAN style="COLOR: black; mso-bidi-font-weight: bold"></SPAN> </DIV></DIV>
2.
Nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði
Málsnúmer 0903017
<DIV>Lögð fram til kynningar umsögn Framkvæmdasýslu ríkisins frá 28.september vegna áætlunargerðar fyrir nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði. Einnig lagðar fram áætlaðar dagsetningar í tengslum við útboðið. </DIV>
3.
Vélsmiðjan á Eyrinni í Neskaupstað
Málsnúmer 1109181
<DIV><DIV>Bréf Menningarfjelagsins ehf. til bæjarráðs frá 20.september er varðar uppbyggingu á Eyrargötu 7 ( Vélsmiðjan á Eyrinni ) og Nesgötu 21a ( Gamla Lúðvíkshúsið ) í Neskaupstað. Vísað til félagsmálanefndar og fræðslu- og frístundanefndar með það í huga að leiða saman tómstundastarf ungmenna og eldri borgara í Vélsmiðjunni. Bæjarstjóra og stjórnsýslustjóra falið að vinna málið áfram. </DIV></DIV>
4.
Fjármál sveitarfélaga
Málsnúmer 1109183
<DIV>Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga frá 21.september, stílað á sveitarfélögin í landinu, lagt fram til kynningar og vísað til fjármálastjóra. </DIV>
5.
Menningarmiðstöðvar á Austurlandi - viljayfirlýsing vegna samstarfs
Málsnúmer 1105146
<DIV>Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing Fjarðabyggðar, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, við mennta- og menningarmálaráðuneytið, er undirrituð var á Hallormsstað 30.september. Áður á dagskrá bæjarráðs 26.júlí. </DIV>
6.
Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2011
Málsnúmer 1104043
<DIV><DIV>Mannvirkjastjóra falið að vera fulltrúi Fjarðabyggðar á aðalfundi HAUST sem haldinn verður 28.október kl. 13:30 á Hótel Bláfelli Breiðdalsvík. </DIV></DIV>
7.
Drög að frumvarpi nýrra sveitarstjórnarlaga
Málsnúmer 1101139
<DIV>Minnisblað sviðsstjóra lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19.september vegna breytinga á sveitarstjórnarlögum en ný lög taka gildi 1.janúar 2012. Stjórnsýslustjóra falið að undirbúa breytingar á samþykktum sveitarfélagins.  Einnig vísað til kynningar hjá sviðsstjórum og í fastanefndum.</DIV>
8.
Auglýsing um umhverfismat á tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun 2011-2022
Málsnúmer 1109222
<DIV>Umsagnarfrestur við umhverfismat samgönguáætlunar er til og með 4.nóvember.  Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. </DIV>
9.
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2011
Málsnúmer 1109227
<DIV>Bæjarstjóri og fjármálastjóri munu sækja fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica 13. og 14.október nk. </DIV>
10.
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011
Málsnúmer 1109160
<DIV>Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn 12.október í Reykjavík. Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri og fjármálastjóri sæki fundinn.</DIV>
11.
Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2011
Málsnúmer 1109049
<DIV>Minnisblað fjármálastjóra frá 30.september lagt fram en í því kemur fram að vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2011 verður framlag til Fjarðabyggðar úr jöfnunarsjóði lítilega hærra en gert var ráð fyrir í áætlun ársins. </DIV>
12.
Styrkbeiðni 2012 frá Golfklúbbi Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1109252
<DIV>Bréf Golfklúbbs Fjarðabyggðar frá 29.september þar sem sótt er um uppbyggingarstyrk til næstu þriggja ára.  Vísað til skoðunar og umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2012. </DIV>
13.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2011
Málsnúmer 1101153
<DIV>Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 16 frá 20.september lögð fram.</DIV>
14.
Atvinnu- og menningarnefnd - 18
Málsnúmer 1109008F
<DIV>Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 18 frá 29.september lögð fram.</DIV>
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 27
Málsnúmer 1109015F
<DIV>Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 27 frá 26.september lögð fram.</DIV>