Fara í efni

Bæjarráð

264. fundur
18. október 2011 kl. 16:00 - 19:00
í Molanum fundarherbergi 3
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson stjórnsýslustjóri
Dagskrá
1.
Vatnsveita Fjarðabyggðar - vatnsból Norðfirði
Málsnúmer 1103156
<DIV><DIV>Hilmar Gunnlaugsson lögmaður var í símasambandi við fundinn. Þennan lið fundarins sátu einnig mannvirkjastjóri og Guðmundur Þorgrímsson í stað Jóns Björns Hákonarsonar. Umræða um vatnstökumál í Fannardal. Lögð fram drög að svari Fjarðabyggðar til lögmanns Guðröðar Hákonarsonar. Bæjarráð samþykkir svarbréf með framkomnum breytingum. </DIV></DIV>
2.
Fjárhagsáætlun 2012
Málsnúmer 1108029
<DIV><DIV>Framhald umræðu um fjárhagsáætlun 2012.  Þennan lið fundarins sátu fjármálastjóri, mannauðsstjóri og slökkviliðsstjóri. Farið yfir fjárhagsáætlun og starfsáætlun ásamt öðrum málum tengdum fjárhagsáætlunargerð. Fjármálastjóri fór yfir stöðu heildarmyndar áætlunar. Valdimar O. Hermannsson vék af fundi kl. 18:30.</DIV></DIV>
3.
Styrkur til Reyðarfjarðarkirkju vegna 100 ára afmælis
Málsnúmer 1110084
<DIV>Bæjarráð samþykkir að styrkja Reyðarfjarðarkirkju um kr. 150.000 vegna 100 ára afmælis kirkjunnar. Takist af liðnum óráðstafað. </DIV>
4.
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011
Málsnúmer 1109160
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Framlögð gögn vegna ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn var 12.október. Lögð fram til kynningar ársskýrsla sjóðsins fyrir árið 2010.</SPAN></DIV></DIV>
5.
Fundur bæjarráðs með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2011
Málsnúmer 1110050
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Framlögð greinargerð vegna fundar bæjarráðs með fjárlaganefnd Alþingis.</SPAN></DIV></DIV>
6.
Hagsmunagæsla í úrgangsmálum - Fundur vegna sorpmála með fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 1110120
<DIV>Mannvirkjastjóri og bæjarstjóri munu funda með fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna verkefnisins "Hagsmunagæsla í úrgangsmálum" miðvikudaginn 26.október. </DIV>
7.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2011
Málsnúmer 1101152
<DIV>Fundargerðir félagsmálanefndar nr.20 frá 3.október 2011 og nr.21 frá 11.október 2011 lagðar fram.</DIV>