Fara í efni

Bæjarráð

270. fundur
5. desember 2011 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson stjórnsýslustjóri
Dagskrá
1.
Málefni Slökkviliðs Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1102004
<DIV><DIV>Þennan lið fundarins sátu slökkviliðsstjóri og fjármálastjóri. Framlagt minnisblað slökkviliðsstjóra um sjúkraflutninga og tillögur Alcoa Fjarðaáls að hækkun á samningstengdum greiðslum til Slökkviliðs Fjarðabyggðar.  Farið yfir drög að svörum til Alcoa Fjarðaáls vegna þátttöku í rekstri Slökkviliðs Fjarðabyggðar og drög að svörum til Heilbrigðisstofnunar Austurlands vegna sjúkraflutninga. </DIV></DIV>
2.
66.mál til umsagna um breytingar á hafnarlögum
Málsnúmer 1111116
<DIV>Framkvæmdastjóri hafnanna sat þennan lið fundarins. Bæjarráð felur hafnarstjórn fullnaðarumsögn um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum - 66.þingmál. </DIV>
3.
85. mál til umsagnar um frumvarp til laga um hafnir
Málsnúmer 1111123
<DIV>Framkvæmdastjóri hafnanna sat þennan lið fundarins. Bæjarráð felur hafnarstjórn fullnaðarumsögn um frumvarp til laga um hafnir - 85.þingmál. </DIV>
4.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Málsnúmer 1103025
<DIV><DIV>Framkvæmdastjóri hafnanna sat þennan lið fundarins og fór yfir drög að umsögn vegna starfsleyfis Laxa.  Málið verður aftur á dagskrá næsta fundar bæjarráðs. </DIV></DIV>
5.
Umsókn Hafskeljar ehf. um ræktunarleyfi
Málsnúmer 1111128
<DIV><SPAN style="FONT-FAMILY: "Times New Roman","serif"; FONT-SIZE: 12pt; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-fareast-language: EN-US; mso-ansi-language: IS; mso-bidi-language: AR-SA">Framlögð beiðni Matvælastofnunar, frá 24.nóvember, um umsögn um umsókn Hafskeljar ehf. um ræktunarleyfi fyrir krækling í Mjóafirði.  Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti ræktunarleyfi fyrir Hafskel ehf. og felur eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn fullnaðarafgreiðslu. </SPAN></DIV>
6.
Málefni Heilbrigðisstofnunar Austurlands
Málsnúmer 0903114
<DIV><DIV><DIV><DIV>Þennan lið fundarins sat Einar Rafn Haraldsson forstjóri HSA.  Rætt um fjárframlög til Heilbrigðisstofnunar Austurlands á komandi ári og hugsanleg áhrif þeirra. </DIV></DIV></DIV></DIV>