Fara í efni

Bæjarráð

278. fundur
30. janúar 2012 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Aðalfundur Samorku 17.febrúar 2012 - boð til veitna í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1201199
<DIV><DIV>Þennan lið dagskrár sat mannvirkjastjóri.</DIV><DIV>Fram lagt til kynningar fundarboð aðalfundar Samorku 17. febrúar n.k.</DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir að mannvirkjastjóri fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.</DIV></DIV>
2.
Endurnýjaður leigusamningur vegna urðunar í landi Þernunes
Málsnúmer 1201003
<DIV><DIV>Þennan lið dagskrár sat mannvirkjastjóri.</DIV><DIV>Fram lagður endurnýjaður samningur um leigu lands fyrir urðun úrgangs í landi Þernuness.</DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.</DIV></DIV>
3.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Málsnúmer 1103025
<DIV><DIV>Löxum fiskeldi ehf. hefur verið veitt starfsleyfi til framleiðslu á laxi í sjókvíum í Reyðarfirði. Lagðar fram athugasemdir við starfsleyfistillögu og viðbrögð umhverfisstofnunar við þeim.</DIV><DIV>Vísað til eigna-,skipulags- og umhverfisnefndar, hafnarnefndar og atvinnu- og menningarnefndar.</DIV></DIV>
4.
Fundargerðir stjórnar og framkvæmdaráðs SSA - 2012
Málsnúmer 1201252
<DIV><DIV>Fundargerð framkvæmdaráðs Sambands sveitarfélaga frá 22. janúar lögð fram til kynningar.</DIV></DIV>
5.
Reglur vegna endurgerðar gamalla húsa
Málsnúmer 1112028
<DIV><DIV>Reglurnar voru teknar fyrir á 34. fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.  Greinargerð forstöðumanns stjórnsýslu lögð fram.</DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
6.
Endurskoðun á umferðarsamþykkt
Málsnúmer 1009017
<DIV>Þennan lið dagskrár sat mannvirkjastjóri.</DIV><DIV>Bréf Sýslumannsins á Eskifirði lagt fram til kynningar þar sem gerðar eru athugasemdir við umferðarsamþykkt.  </DIV><DIV>Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til vinnslu.</DIV>
7.
Fundir Ungmennaráðs Fjarðabyggðar 2011-2012
Málsnúmer 1112002
<DIV>Þennan lið dagskrár sat fræðslustjóri.</DIV><DIV>Fyrirhugaður er fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar 16. febrúar n.k. þar sem farið verður yfir ýmiss mál ungmenna.  Farið yfir minnisblað bæjarritara um fundarsköp bæjarstjórnar.  Rætt um uppsetningu og fundarform.</DIV><DIV>Byggt verður á funarstjórn bæjarstjórnarfundar og fundurinn tekin upp.  Fundurinn verður í beinu framhaldi af fundi bæjarstjórnar og hefst kl. 17:00.</DIV>
8.
Bókun frá SSA vegna framtíðar Reykjavíkurflugvallar
Málsnúmer 1201267
<DIV>Fram lagt til kynningar bréf Sambands sveitarfélaga Austurlandi um framtíð Reykjavíkurflugvallar.</DIV><DIV>Bæjarráð tekur undir bókun sambandsins og  undirstrikar mikilvægi flugvallarins.   </DIV>
9.
Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigs
Málsnúmer 1201264
<DIV>Fram lagt til kynningar efni málsþings um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem haldið verður 10. febrúar n.k.</DIV><DIV>Ásta Kristín Sigurjónsdóttir tekur þátt í pallborðsumræðum.</DIV>
10.
Afmælishátíð 23-25.mars 2012
Málsnúmer 1103009
<DIV>Fram lagt boð frá vinabæ Fjarðabyggðar í Finnlandi um þátttöku í afmælishátíð sem haldin verður 23. til 25. mars n.k.</DIV><DIV>Bæjarráð felur Jóni Birni Hákonarsyni að leggja fram tillögu að sendinefnd sem fari á vinabæjarmótið. </DIV>
11.
Reglur um framlög til stjórnmálasamtaka
Málsnúmer 0904075
<DIV>Fram lagðar endurskoðaðar reglur að framlögum til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram í Fjarðabyggð.</DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir drög að reglum fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.</DIV>
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 34
Málsnúmer 1201011F
<DIV><DIV>Fundargerð fram lögð til kynningar.</DIV></DIV>
13.
Atvinnu- og menningarnefnd - 24
Málsnúmer 1201009F
<DIV><DIV>Fundargerð fram lögð til kynningar.</DIV></DIV>