Fara í efni

Bæjarráð

279. fundur
6. febrúar 2012 kl. 08:30 - 10:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Samningur milli Fjarðabyggðar - Kirkju- og menningarmiðstöðvar og Menningarráðs Austurlands
Málsnúmer 1110155
<DIV><DIV><DIV>Lögð fram til samþykktar endanleg útgáfa þríhliða samnings og viðauki við hann, sem fyrirhugað er að undirrita mánudaginn 6.febrúar á Skriðuklaustri.  Samningur er um samstarf Menningarráðs Austurlands, Kirkju- og menningarmiðstöðvar á Eskifirði og Fjarðabyggðar um menningarstarf. Samningurinn var samþykktur af atvinnu- og menningarnefnd 27. október s.l. og er lagður fram með orðalagsbreytingum.</DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.</DIV></DIV></DIV>
2.
Boð á úthlutun menningarstyrkja Menningarráðs Austurlands
Málsnúmer 1202025
<DIV><DIV>Lagt fram til kynningar boð á úthlutun menningarstyrkja hjá Menningarráði Austurlands 6. febrúar.</DIV><DIV>Bæjarstjóri mætir á úthlutun ásamt Valdimar O. Hermannssyni og Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur.</DIV></DIV>
3.
Málefni Lyfju í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1104026
<DIV><DIV><DIV>Fram lagt bréf Velferðarráðuneytis 30. janúar s.l. þar sem svarað er beiðni um að Lyfju verði veitt heimild til að afgreiða lyfseðla á laugardögum í útibúum í Fjarðabyggð.  Ráðuneytið fellst ekki á að veita undanþágu.</DIV><DIV>Bæjarstjóra falið að ræða við lyfsala í Neskaupstað.</DIV></DIV></DIV>
4.
Afmælishátíð 23-25.mars 2012
Málsnúmer 1103009
<DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjarðabyggðar á vinabæjarmótinu í Jyväskylä verði Jón Björn Hákonarson, Páll Björgvin Guðmundsson og Elvar Jónsson</DIV></DIV>
5.
Íbúafjöldi á Austurlandi 2009 - 2011
Málsnúmer 1101084
<DIV><DIV><DIV>Lagt fram til kynningar samanburður á breytingu á íbúafjölda á Austurlandi á milli ársfjórðunga 2009 - 2011.  </DIV><DIV>Vísað til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar.</DIV></DIV></DIV>
6.
Málefni Slökkviliðs Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1102004
<DIV><DIV>Rætt um sjúkraflutninga í Fjarðabyggð.</DIV><DIV>Bæjarstjóri mun afla frekari upplýsinga fyrir næsta fund bæjarráðs um möguleika á auknu fjármagni og stöðuna á landsvísu.</DIV></DIV>
7.
Endurnýjun samninga umhverfisráðuneytis og náttúrustofa.
Málsnúmer 1201175
<DIV><DIV>Fram lagt bréf Náttúrustofu Austurlands þar sem fjallað er um framlög til rannsókna á hreindýrum.</DIV><DIV>Bæjarstjóra falið að funda með forstöðumanni og vinna málið áfram.</DIV></DIV>
8.
NORA verkefnaumsókn - Communities for change
Málsnúmer 1201020
<DIV>Fram lögð greinargerð bæjarritara vegna ráðstefnu sem haldin var í Kaupmannahöfn 24. janúar s.l.  þar sem farið var yfir skipulag og uppsetningu verkefnis sem snýst um að greina atvinnuuppbyggingu í norrænum samfélögum. </DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögur bæjarritar og vísar málinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar</DIV>
9.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2012
Málsnúmer 1202007
<DIV><DIV>Fundargerð 793. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.</DIV><DIV>Vísað til sviðsstjóra til kynningar.</DIV></DIV>
10.
Aðalfundur Sláturfélags Austurlands 19.febúar
Málsnúmer 1202002
<DIV><DIV>Boðaður er aðalfundur Sláturfélags Austurlands 19. febrúar n.k. kl 13:00 á Hótel Héraði.  </DIV><DIV>Bæjarráð felur bæjarritara að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.</DIV></DIV>
11.
Umsókn um aðild að rammasamningum árið 2012
Málsnúmer 1201276
<DIV><DIV><DIV>Framlagt til kynningar umsókn um aðild að rammasamning Ríkiskaupa á árinu 2012 en sveitarfélagið er þegar með samning um aðild.  Fjármálastjóri mælir með að sveitarfélagið haldi áfram aðild að rammasamningum Ríkiskaupa.</DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra og felur honum að framlengja samning.</DIV></DIV></DIV>
12.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Málsnúmer 1103025
<DIV><DIV><DIV>Framlagt bréf frá Fiskistofu vegna leyfis fyrir fiskeldis í Reyðarfirði.  Eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar tók málefnið fyrir á fundi sínum og vísar til bæjarráðs.  Frestur hefur fengist til að veita umsögn til 14. febrúar.  </DIV><DIV>Bæjarráð vísar erindi til umsagnar hafnarnefndar og atvinnu- og menningarmálanefndar.</DIV></DIV></DIV>
13.
Samgönguáætlun mál 392 og 393 til umsagnar frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Málsnúmer 1202032
<DIV><DIV><DIV>Framlögð tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2011 og 2014 og tillaga til samgönguáætlunar 2011 til 2022.</DIV><DIV>Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri taka þingsályktanir til skoðunar.</DIV></DIV></DIV>
14.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2012
Málsnúmer 1201124
<DIV><DIV>Fundargerð barnaverndarnefndar Fjarðabyggðar nr. 21 frá 31.01.2012 lögð fram til kynningar.</DIV></DIV>
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 35
Málsnúmer 1201014F
<DIV><DIV>Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 35 frá 30. janúar lögð fram til kynningar. </DIV></DIV>