Fara í efni

Bæjarráð

282. fundur
27. febrúar 2012 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Aðalfundur Sláturfélags Austurlands 19.febúar
Málsnúmer 1202002
<DIV>Fram lagður ársreikningur Sláturfélags Austurlands fyrir árið 2011 til kynningar. Bæjarritari gerði grein fyrir aðalfundi.</DIV>
2.
Heildaryfirlit yfir famlög úr Jöfnunarsjóði 2011
Málsnúmer 1202117
<DIV>Fram lagt yfirlit um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Fjarðabyggðar á árinu 2011.</DIV><DIV>Vísað til fjármálastjóra og til kynningar í fræðslu- og frístundanefnd og félagsmálanefnd.</DIV>
3.
Evrópsk viðurkenning til strandbæja
Málsnúmer 1202112
<DIV>Fram lagt yfirlit yfir viðurkenningar til strandbæja sem veittar hafa verið af Evrópuráðinu.</DIV><DIV>Vísað til atvinnu- og menningarnefndar.</DIV>
4.
Lokun afgreiðslu Íslandspósts í Mjóafirði
Málsnúmer 1202133
<DIV>Framlagt bréf Sigfúsar Vilhjálmssonar vegna lokunar á afgreiðslu Íslandspósts í Mjóafirði.</DIV><DIV>Bæjarráð mótmælir harðlega þeim áformum Íslandspósts að loka póstafgreiðslu í Mjóafirði og felur bæjarritar að kanna forsendur ákvörðunar.</DIV>
5.
Læknisþjónusta í Fjarðabyggð
Málsnúmer 0903114
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Á fundinn eru mættir frá  Heilbrigðisstofunar Austurlands Einar Rafn Haraldsson forstjóri ásamt Emil Sigurjónssyni mannauðsstjóra.</DIV><DIV>Bókast eftir Einari að hann sé ósáttur við að hann sé sakaður um trúnaðarbrest.</DIV><DIV>Farið yfir málefnið í heild sinni.  Lögð fram tillaga af Einari Rafni Haraldssyni um ráðstefnu á Austurlandi þar sem rædd væri stefna og framtíð í heilbrigðismálum fjórðungsins.</DIV><DIV>Bæjarráð tekur undir tillöguna og felur bæjarstjóra að fylgja henni eftir í samstarfi við forstjóra heilbrigðisstofnunarinnar. </DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
6.
Samningur um félagsþjónustu við Breiðdalshrepp
Málsnúmer 2006-12-04-2330
<DIV><DIV>Lagður fram til staðfestingar samningur Breiðdalshrepps um þjónustu félagsþjónustu Fjarðabyggðar.  </DIV><DIV>Bæjarráð felur bæjarstjóra að ljúka frágangi samnings og undirrita hann.</DIV></DIV>
7.
Samgönguáætlun mál 392 og 393 til umsagnar frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Málsnúmer 1202032
<DIV>Farið yfir umsögn sem unnið hefur verið að.  Bæjarráð leggur þunga áherslu á að framkvæmdum við Norðfjarðargöng og Suðurfjarðarveg verði flýtt.  Bæjarráð vísar umsögn til endanlegrar staðfestingar bæjarstjórnar.</DIV>
8.
Tilfærsla málefna fatlaðs fólks til sveitarfélaga
Málsnúmer 1007146
<DIV><DIV>Fram lögð tillaga að viðauka á fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2012 vegna málefna fatlaðs fólks en tekjur hækka.</DIV><DIV>Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
9.
Fundargerðir Þróunarfélags Austurlands
Málsnúmer 1105180
Fundargerð stjórnar frá 16. febrúar s.l. lögð fram til kynningar.
10.
Fundargerðir Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands
Málsnúmer 1105100
Fundargerð frá 16. febrúar s.l. lögð fram til kynningar.
11.
Reglur um stuðningsfjölskyldur
Málsnúmer 1105038
<DIV><DIV><DIV>Nýjar reglur um stuðningsfjölskyldur vegna fatlaðra barna lagðar fram til staðfestingar.</DIV><DIV>Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.</DIV></DIV></DIV>
12.
Lausarstöður á Framkvæmdarsviði
Málsnúmer 1202137
<DIV>Þennan lið dagskrár sat mannvirkjastjóri. </DIV><DIV>Farið yfir starfsmannahald á framkvæmdasviði og stöður sem eru að losna.</DIV>
13.
Samgöngumál í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1202141
<DIV><DIV>Á fundinn eru mættir fulltrúar Alcoa Fjarðaál, Janne Sigurðsson, Guðmundur Bjarnason og Magnús Þór Ásmundsson.</DIV><DIV>Farið yfir samgöngumál í Fjarðabyggð og rætt um öryggismál m.a. vegna slyss sem varð á veginum milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar. </DIV></DIV>
14.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2012
Málsnúmer 1201123
<DIV><DIV>Fundargerð félagsmálanefndar nr. 27 frá 13.02.2012 lögð fram til kynningar.</DIV></DIV>
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 36
Málsnúmer 1202008F
<DIV>Fundargerð fram lögð og kynnt.</DIV>
16.
Atvinnu- og menningarnefnd - 26
Málsnúmer 1202007F
<DIV>Fundargerð fram lögð og kynnt.</DIV>