Fara í efni

Bæjarráð

291. fundur
24. apríl 2012 kl. 20:00 - 10:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Drög til umsagnar - reglulegerð um eftirlit og fjárhagsleg viðmið svf.
Málsnúmer 1204048
<DIV><DIV>Framlagt minnisblað fjármálastjóra um nýja reglugerð um eftirlit og fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga.</DIV><DIV>Bæjarráð felur bæjarritara að benda á að taka beri meira tillit til lífeyrisskuldbindinga við setningu reglugerðarinnar en gert er í fyrirliggjandi drögum.  </DIV></DIV>
2.
Formleg kvörtun vegna opnunartíma sundlaugar Eskifjarðar.
Málsnúmer 1204055
<DIV><DIV>Framlagt bréf Ingunnar Eir Andrésdóttur þar sem kvartað er yfir opnunartíma sundlaugar á Eskifirði og skertu þjónustustigi vegna hagræðingaaðgerða.</DIV><DIV>Bæjarráð fór yfir erindi en vekur athygli á því að í gildi er starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 sem gerir ráð fyrir því að opnunartími sundlaugarinnar lengist að sumartíma.  Við fjárhagsáætlunargerð ársins 2013 verður reynslan metin og tekin ný ákvörðun um opnunartíma.  Vísað jafnframt til fræðslu- og frístundanefndar.</DIV></DIV>
3.
Sumarlokun bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar 2012
Málsnúmer 1002018
<DIV><DIV>Lögð fram tilaga forstöðumanns stjórnsýslu um tveggja vikna lokun bæjarskrifstofu sumarið 2012.  Tillagan gerir ráð fyrir lokun afgreiðslunnar viku fyrir og eftir frídag verslunarmanna.  Símsvörun verður á þessum tíma.</DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir tillöguna.</DIV></DIV>
4.
Starfshópur um skólamál í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1101233
<DIV><DIV><DIV><DIV>Fræðslu- og frístundanefnd tók skýrsluna fyrir á fundi 18.apríl og vísaði henni til bæjarráðs án athugasemda.</DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir að Leikskólinn Balaborg og Grunnskólinn á Stöðvarfirði verði sameinaðir undir sömu stjórn og sama þaki frá og með 1. ágúst 2012.</DIV><DIV>Í tengslum við þessar breytingar er lagður fram viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2012.</DIV><DIV>Farið er fram á að veitt verði aukin heimild til framkvæmdasviðs til framkvæmda við breytingar á húsnæði og lóð Grunnskóla Stöðvarfjarðar að fjárhæð 5,5 m.kr. samkvæmt meðfylgjandi kostnaðaráætlun.  Þessum kostnaðarauka verði mætt með sölu núverandi húsnæðis leikskólans Balaborgar á Stöðvarfirði. Náist ekki að selja húsnæðið á árinu til að mæta umræddum framkvæmdakostnaði lækki handbært fé í efnahagi um samsvarandi fjárhæð.</DIV><DIV>Bæjarráð ítrekar að fræðslu- og frístundanefnd hafi til hliðsjónar í störfum sínum sameiningu skólastofnana á suðurfjörðum, í ljósi nemendafjölda í framtíðinni.</DIV><DIV>Einnig beri að skoða hagræðingarmöguleika verði mannabreytingar í fræðslu- og frístundastofnunum Fjarðabyggðar.  Fræðslustjóra er falið að fylgja samþykktum þessum eftir ásamt mannvirkjastjóra.</DIV><DIV>Skýrslunni ásamt viðauka vísað til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.</DIV></DIV></DIV></DIV>
5.
Aðgengi hreyfihamlaða að sundlaug Neskaupstaðar
Málsnúmer 1204068
<DIV><P>Fram lagt bréf Öryrkjabandalags Íslands vegna aðgengis fatlaðra að sundlaug í Neskaupstað.<BR>Málið kynnt. Vísað til fræðslu- og frístundanefndar og eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar.</P><P></P></DIV>
6.
Staðfesting á útsvarsprósentu við álagningu 2012
Málsnúmer 1204060
<DIV><DIV>Fram lagt bréf frá Ríkisskattstjóra þar sem óskað er eftir staðfestingu á útsvarshlutfalli álagningarársins 2011.</DIV><DIV>Bæjarráð staðfestir að útsvarsprósenta Fjarðabyggðar á árinu 2011 verði óbreytt og verði því 14,48% við álagningu 2012 á tekjur ársins 2011.  Bæjarráð vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
7.
Fundagerðir Skólaskrifstofu Austurlands 2011 - 2012
Málsnúmer 1104004
Fram lögð fundargerð framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu frá 2. apríl s.l.  Vísað til félagsmálanefndar og fræðslu- og frístundanefndar.
8.
Fundargerðir Þróunarfélags Austurlands 2012
Málsnúmer 1105180
<DIV><DIV>Fundargerðir Þróunarfélags Austurlands frá 20. mars og 10.apríl lagðar fram til kynningar auk draga að ársreikningi fyrir árið 2011.</DIV><DIV>Vísað til atvinnu- og menningarnefndar.</DIV><DIV> </DIV></DIV>
9.
Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (Heildarlög)
Málsnúmer 1203161
<DIV><DIV>Framlögð umsögn vegna tveggja stjórnarfrumvarpa til laga. Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og frumvarp til laga um veiðileyfagjöld.  Umsögn var send föstudaginn 20. apríl s.l. og var byggð á grundi skýrslu KPMG.  Bæjarráð samþykkir umsögnina.</DIV><DIV><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoPlainText><FONT face=Calibri>Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur á liðnum vikum kynnt sér efni frumvarpa til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjalds og velt fyrir sér áhrifum þeirra á sveitarfélagið. Meðal annars hefur bæjarráð rætt við forsvarsmenn fyrirtækja í sjávarútvegi innan Fjarðabyggðar og fulltrúa annarra sveitarfélaga.  Einnig var horft til ályktunar stjórnar Afls starfsgreinafélags. Þá var ákveðið að fá KPMG til að vinna skýrslu um áhrif þessa frumvarpa á Fjarðabyggð og á grunni hennar var veitt umsögn um þau til Atvinnuvegarnefndar Alþingis þann 20.apríl síðastliðinn. Samhliða þeirri umsögn ályktar bæjarráð hér með um þessi frumvörp og mótmælir þeim báðum harðlega. Ljóst er þegar áhrif þeirra eru skoðuð muni þau hafa verulega neikvæð áhrif á atvinnulífið í Fjarðabyggð og sveitarfélagið um leið.  Með skerðingu aflaheimilda og tilfærslu á þeim mun það óhjákvæmilega leiða til fækkunar starfa í sveitarfélaginu og draga úr fjárfestingu í greininni og afleiddri þjónustu. Bæjarráð ítrekar þá afstöðu sem bæjarstjórn Fjarðabyggðar setti fram í bókun þann 9.júní 2011 að mikilvægt sé að stjórnvöld og hagsmunaaðilar setjist aftur að sáttarborði og vinni að frumvarpi um sjávarútvegsmál sem styrki greinina til framtíðar, sníði þá agnúa af kerfinu sem hvað mest eru umdeildir með hagsmuni íslensks samfélags að leiðarljósi. Þá áréttar bæjarráð einnig að tillögur "sáttanefndarinnar" svokölluðu hafi verið skref í rétta átt þar sem allir hagsmunaaðilar náðu niðurstöðu um þær breytingar sem hægt er að gera og yrði í sátt við  þjóðina.</FONT></P></DIV></DIV>
10.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 40
Málsnúmer 1204007F
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 40 frá 16.apríl lögð fram.</SPAN></DIV></DIV>
11.
Fræðslu- og frístundanefnd - 24
Málsnúmer 1204002F
<DIV><DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 24 frá 18.apríl lögð fram.</SPAN></DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Bæjarráð tekur undir bókun fræðslu- og frístundanefndar um ferðakostnað íþróttafélaga en nefndin </SPAN><SPAN class=xpbarcomment><SPAN class=xpbarcomment><SPAN style="FONT-FAMILY: "Times New Roman","serif"; FONT-SIZE: 12pt; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-ansi-language: IS; mso-fareast-language: EN-US; mso-bidi-language: AR-SA">bendir á að um gríðarlegan ferðakostnað er að ræða hjá liðum sem keppa í landsdeildum í knattspyrnu. Það virðist vera þannig að félög geti ekki brúað þennan kostnað nema með aðkomu sveitafélagsins þó eðlilegra væri að Knattspyrnusambandið og/eða ríkisvaldið kæmi með frekari hætti að því að jafna þennan kostnað á milli landshluta enda gríðarlegur munur á kostnaði milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. </SPAN></SPAN></SPAN></DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment><SPAN class=xpbarcomment><SPAN style="FONT-FAMILY: "Times New Roman","serif"; FONT-SIZE: 12pt; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-ansi-language: IS; mso-fareast-language: EN-US; mso-bidi-language: AR-SA">Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp málið við sveitarfélög þar sem eins er ástatt.</SPAN></SPAN></SPAN></DIV></DIV></DIV>
12.
Atvinnu- og menningarnefnd - 29
Málsnúmer 1203018F
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 29 frá 17.apríl lögð fram</SPAN></DIV></DIV>
13.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2012
Málsnúmer 1201123
<DIV>Fundargerð félagsmálanefndar nr. 29 frá 16. apríl s.l. lögð fram til kynningar.</DIV>