Fara í efni

Bæjarráð

292. fundur
30. apríl 2012 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Starfshópur um skólamál í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1101233
<DIV><DIV>Fram lögð tillaga um skipulag stjórnunar í sameiginlegum leik- og grunnskóla á Stöðvarfirði.  Tillagan gerir ráð fyrir því að stjórnun stofnunar verði falin núverandi skólastjóra grunnskóla.</DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir tillögu.</DIV></DIV>
2.
Beiðni um lagfæringu á veg við Lyngbakka 4
Málsnúmer 1204116
<DIV><P>Fram lagt bréf Sigtryggs S. Reynaldssonar þar sem óskað er eftir að Fjarðabyggð annist lagfæringar á götu við Lyngbakka 4 í Neskaupstað.<BR>Vísað til framkvæmdasviðs og málið skoðist með tilliti framkvæmdaáætlunar 2012.</P></DIV>
3.
Mismunum í úthlutun íþróttastyrkja í Fjarðbyggð
Málsnúmer 1204122
<DIV><P>Framlagt bréf Blakdeildar Þróttar í Neskaupstað þar sem fjallað er um úthlutanir íþróttastyrkja til félaga.  Vakin athygli á starfsemi blakdeildarinnar og mismun sem deildin telur vera í styrkveitingum til félaga.  Þá er farið fram á aukastyrkveitingu til deildarinnar til jafnræðis við aðrar íþróttagreinar.<BR>Búið er að úthluta styrkjum til íþróttamála samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2012.  Stefnt er fara yfir reglur um úthlutun á íþróttastyrkjum fyrir árið 2013. Bæjarráð býður formönnum Þróttar og blakdeildar á fund 14. maí n.k.<BR>Vísað til fræðslu- og frístundanefndar.<BR></P><P> </P></DIV>
4.
Framkvæmdir við húsnæðisúrræði í málaflokki fatlaðs fólks - áætlanagerð sveitarfélaga og þjónustusvæða
Málsnúmer 1204128
<DIV><DIV><DIV>Fram lagður tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 26.apríl þar sem óskað er eftir svörum um framkvæmdaáætlanir Fjarðabyggðar í búsetumálum fatlaðs fólk. Óskað er eftir svari fyrir 11.maí.</DIV><DIV>Vísað til umsagnar félagsmálanefndar, félagsmálastjóra og mannvirkjastjóra.  Leggja þarf umsögn fyrir bæjarráð 7. maí n.k. </DIV></DIV></DIV>
5.
Ársfundur Starfsendurhæfing Austurlands 2012
Málsnúmer 1204101
<DIV>Fram lögð árskýrsla og ársreikningur StarfA fyrir árið 2011 til kynningar.</DIV>
6.
Stofnfundur Austfirskra stoðstofnana AST 8.maí 2012
Málsnúmer 1204115
<DIV><DIV>Boðað er til stofnfundur Austfirskra stoðstofnana - AST - í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði 8. maí 2012 n.k. kl. 13:00.</DIV><DIV>Bæjarráð felur bæjarritara og forstöðumanni stjórnsýslu að yfirfara gögn sem tengjast stofnfundinum.  Vísað til umræðu í atvinnu- og menningarnefnd.</DIV></DIV>
7.
Stjórnarfundir Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar 2012
Málsnúmer 1204010
<DIV>Fundargerð stjórnarfundar Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar frá 16.apríl lögð fram til kynningar ásamt ársreikningi sjóðsins fyrir árið 2011.</DIV>
8.
Íbúafundir og viðtalstímar bæjarfulltrúa
Málsnúmer 1204008
<DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir að opnir fundir um umhverfismál verði haldnir í viku 20 á Norðfirði og Reyðarfirði. </DIV></DIV>
9.
Eyðilegging skóga vegna snjóflóðamannvirkja
Málsnúmer 1201218
<DIV>Fram lagt bréf Skógræktarfélags Íslands en það var tekið fyrir á fundi bæjarráðs 23. janúar 2012.</DIV><DIV>Vísað til afgreiðslu mannvirkjastjóra. </DIV><DIV> </DIV>
10.
Fundargerðir Þróunarfélags Austurlands 2012
Málsnúmer 1105180
Fram lögð til kynningar fundargerð stjórnar Þróunarfélags Austurlands frá 27. apríl s.l. ásamt tilnefningum í stjórn AST og fagráð.
11.
Fjárhagsstaða Fjarðaferða ehf. - frjáls nauðasamningur
Málsnúmer 1110173
<DIV><DIV><DIV>Lagður fram til afgreiðslu kaupsamningur um hluti í Fjarðaferðum ehf. Bæjarráð samþykkir kaupsamning fyrir sitt leyti.  Bæjarráð samþykkir jafnframt að hlutafé verði fært niður sem nemur 1.410.000 en hluturinn er 6,9%.  Jafnframt hnykkir bæjarráð á því að leysa verði samgöngumál á sjó við Mjóafjörð.  Bæjarráð mun halda fund í Mjóafirði í maí og taka m.a. málefni Mjóafjarðar til umræðu á þeim fundi.</DIV></DIV></DIV>
12.
Fræðslu- og frístundanefnd - 25
Málsnúmer 1204011F
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Fundargerð fræðslu- og frístundarnefndar nr. 25 frá 25.apríl lögð fram.</SPAN></DIV></DIV>