Fara í efni

Bæjarráð

300. fundur
10. júlí 2012 kl. 16:00 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 3
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Aðalfundur Veiðifélags Dalsárs 10.júlí 2012
Málsnúmer 1207005
<DIV>Aðalfundur Veiðifélags Dalsár verður haldinn í dag 10. júlí kl.20:00 að Tunguholti í Fáskrúðsfirði.  Guðmundur Þorgrímsson verður fulltrúi Fjarðabyggðar á fundinum.</DIV>
2.
Beiðni um bætta félagsþjónstu á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1206156
<DIV><DIV>Framlagt bréf þriggja íbúa á Stöðvarfirði frá 25.júní þar sem óskað er eftir afnotum af húsnæði leikskólans Balaborgar á Stöðvarfirði fyrir starfsemi eldri borgara og aðra íbúa á Stöðvarfirði.  Einnig lagt fram minnisblað félagsmálastjóra frá 2.júlí.</DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir að vísa erindi til skoðunar hjá bæjarstjóra.</DIV></DIV>
3.
Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga
Málsnúmer 1207004
<DIV><DIV>Framlagt bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, frá 26.júní, þar sem óskað er eftir áætlun sveitarfélagsins um hvernig Fjarðabyggð hyggst ná viðmiðum 2.tl. 2.mgr. 64.gr. sveitarstjórnarlaga þar sem segir að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frestur er veittur til 1. september nk. til að skila samþykktri áætlun um hvernig viðmiðum verði náð.</DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir að óskað verði eftir fresti til að skila áætluninni og henni verði skilað samhliða fjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára áætlun.</DIV></DIV>
4.
Fundargerðir stjórnar og framkvæmdaráðs SSA - 2012
Málsnúmer 1201252
Fundargerð 7. stjórnarfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, frá 4.júní, lögð fram til kynningar.
5.
Fundur með fjárlaganefnd 2012
Málsnúmer 1206110
<DIV><DIV><P>Var einnig á dagskrá fundar bæjarráðs 25.júní.  Farið hefur verið yfir bréf Fjárlaganefndar frá 18.júní. Bæjarráð leggur áherslu á að í viðræðum fjárlaganefndar og sveitarfélaga verði eftirfarandi þrír liðir á dagskrá auk þeirra fjögurra liða sem nefndin leggur fram sem grundvöll viðræðna: a) gæði þjónustu sem ríkið veitir íbúum sveitarfélags. b) Lagt fram formlegt mat á áhrifum ríksfjárlaga á sveitarfélögin og þjónustustig.  c) jöfnun lífskjara og aðstöðumunar íbúa landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis.  </P><P>Forstöðumanni stjórnsýslu falið að koma ábendingu á framfæri við Fjárlaganefnd. </P></DIV></DIV>
6.
Fyrirspurn um afslátt fasteignaskatts
Málsnúmer 1110080
<DIV>Framlagt opið bréf til forráðamanna Fjarðabyggðar frá Sigurjóni Hjálmarssyni, er varðar afslátt af fasteignasköttum og samskipti við bæjarfulltrúa og embættismenn bæjarins.</DIV><DIV>Bæjarráð felur fjármálastjóra að skoða reglur Fjarðabyggðar um afslætti af fasteignasköttum og bera þær saman við reglur annarra viðmiðunarsveitarfélaga.  </DIV>
7.
Gjafabréf frá SÚN 2012
Málsnúmer 1207026
<DIV>Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað hefur gefið til samfélagsverkefna í Neskaupstað 76,9 milljónir kr. og þar af til sveitarfélagsins 22,7 milljónir kr.  Voru gjafirnar afhentar á 80 ára afmæli félagsins 1. júlí sl.  Um er að ræða raflýsingu gangstígs ofan byggðar í Neskaupstað 6,5 milljónir kr., stólar og borð í Egilsbúð 4 milljónir kr., tækjakaup í Nesskóla 3,2 milljónir kr., endurbygging Norðfjarðarréttar 2 milljónir kr., tækjakaup í Leikskólann Sólvelli 2 milljónir kr., tækjakaup í Tónskóla Neskaupstaðar 2 milljónir kr., tækjakaup í sundlaugina í Neskaupstað 1 milljón kr., tækjakaup til félagsstarfs aldraðara 1 milljón kr. og tækjakaup í félagsmiðstöðina Atóm 1 milljónir kr.  </DIV><DIV>Bæjarráð kann samvinnufélaginu bestu þakkir fyrir höfðinglegar gjafir til sveitarfélagsins og felur bæjarritara að senda þakkarbréf. .</DIV>
8.
Hreindýr í Stöðvarfirði
Málsnúmer 1207039
<DIV>Lagt fram bréf Hrafns Baldurssonar, frá 4.júlí, er varðar ágang hreindýra í Stöðvarfirði og verndun skógræktar í firðinum.</DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir að vísa erindi til afgreiðslu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.</DIV>
9.
Norðfjarðargöng - undirbúningur 2012
Málsnúmer 1207029
<DIV>Þennan lið fundarins sátu mannvirkjastjóri og umhverfisstjóri.  Framlagðir minnispunktar umhverfisstjóra frá 5.júlí er varða verkefni sveitarfélagsins sem lúta að undirbúningi framkvæmda við Norðfjarðargöng.  Farið yfir uppdrætti af vegi og göngum.  Málið verður í vinnslu hjá framkvæmdasviði og nauðsynlegur undirbúningur hafinn.</DIV><DIV> </DIV>
10.
Nýir íbúar og brottfluttir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1106064
<DIV>Lagt fram minnisblað móttökufulltrúa nýrra íbúa í Fjarðabyggð um breytingar á íbúaskrá frá janúar til júlí 2012.</DIV>
11.
Starfshópur um almenningssamgöngur / Aðalmál.
Málsnúmer 1101197
<DIV><DIV>Þenna lið dagskrár sátu mannvirkjastjóri og umhverfisstjóri.</DIV><DIV>Lagt fram til kynningar drög að bréfi mannvirkjastjóra þar sem formlega er óskað eftir við stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, að Fjarðabyggð yfirtaki fyrrum sérleyfi á leiðum F38 og F39 í Fjarðabyggð til ársloka 2018.</DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir að farið verði í viðræður við Samband sveitarfélaga á Austurlandi um að Fjarðabyggð sinni verkefninu áfram út samningstímann.  </DIV></DIV>
12.
Tölvumál grunn- og leikskóla
Málsnúmer 1202095
<DIV><DIV>Framlagt minnisblað fræðslustjóra frá 28.júní þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu vegna fjarskiptatenginga grunnskóla Fjarðabyggðar.  Óskað er eftir aukinni fjárheimild vegna stækkunar á háhraðatengingum vegna ársins 2012 að upphæð 517.000 kr.  </DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að fjarskiptamál grunnskólanna séu bætt en felur fræðslustjóra að leita fjármagns innan gildandi fjárhagsáætlunar.</DIV></DIV>
13.
Viðbótaframlag ríkisins til náttúrustofa á fjárlögum 2012
Málsnúmer 1206134
<DIV><DIV>Framlagt bréf frá stjórn Samtaka náttúrustofa, frá 20.júní, er varðar endurnýjun samninga um rekstur náttúrustofa en í bréfinu kemur fram óánægja með að grunnframlag ríkisins hafi verið skorið niður á undanförnum árum. Mótframlag sveitarfélaganna er að lágmarki 30% af framlagi ríkisins.  Bréfið er sent til umhverfisráðuneytis og allra sveitarfélaga sem standa að rekstri náttúrustofa. </DIV></DIV>
14.
Þekkingarmiðlun á stjórnsýslu íslenskra sveitarfélaga - NIÐURSTÖÐUR
Málsnúmer 1206104
<DIV>Framlagt til kynningar úrdráttur úr ritgerð um þekkingarmiðlun hjá stjórnsýslu íslenskra sveitarfélaga.</DIV>
15.
Fundagerðir yfirkjörstjórnar og undirkjörstjórna Fjarðabyggðar vegna forsetakosninga 2012
Málsnúmer 1206093
<DIV><DIV>Fundargerðir undirkjörstjórna vegna forsetakosninga 30.júní 2012 lagðar fram og samþykktar. </DIV></DIV>
16.
Vatnsveita Fjarðabyggðar Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2008-03-11-503
<DIV><DIV><DIV>Samningur við Rarik um skiptingu kostnaðar vegna sameiginlegrar framkvæmdar við lagningu vatnsveitu og rafmagnsstrengs á Fáskrúðsfirði.</DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir samninginn og felur mannvirkjastjóra að undirrita hann.  Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 verður lagður fram á næsta fundi bæjarráðs.</DIV></DIV></DIV>