Bæjarráð
302. fundur
8. ágúst 2012 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bréf Heilbrigðiseftirlits Austurlands er varðar umsóknir um starfsleyfi fyrir laxeldi allt að 200 tonnum
<DIV&gt;Fram lögð tvö bréf frá Skipulagsstofunun er varða auglýsingu Haust á starfsleyfum allt að 200 tonnum. Jafnframt kynnt að frestur hefur verið veittur til 24. ágúst til að veita umsögn um starfsleyfin.</DIV&gt;<DIV&gt;Á fundinn er mættur Jón Brúnsteð og var farið yfir staðsetningar&nbsp;á 200 tonna umsóknum&nbsp;fyrir fiskeldi í&nbsp;Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði.</DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð samþykkir að vísa erindi til umsagnar&nbsp;eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og&nbsp;hafnarstjórnar auk kynningar í atvinnu- og menningarnefnd.&nbsp;</DIV&gt;
2.
Nýir íbúar og brottfluttir í Fjarðabyggð
Yfirlit yfir aðflutta og brottflutta íbúa í Fjarðabyggð janúar til júlí 2012 lagt fram til kynningar.
3.
Samvinna vinnuskóla Fjarðabyggðar og Verkmenntaskóla Austurlands
<DIV&gt;Fram lagt bréf frá Verkmenntaskóla Austurlands til kynningar þar sem kynntar eru hugmyndir að samstarfi skólans og Fjarðabyggðar um verkefni í vinnuskóla.</DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð tekur vel í hugmyndir skólans og felur fræðslustjóra og mannvirkjastjóra að funda með fulltrúa Verkmenntaskólans um málið.</DIV&gt;
4.
Siðareglur
Til kynningar fyrir bæjarfulltrúa lögð fram staðfesting Innanríkisráðuneytis á siðareglum kjörinna fulltrúa.
5.
Starfs- og rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjörðum ehf. í Fáskrúðsfirði
<DIV&gt;Fram lagt bréf Fiskistofu þar sem óskað er umsagnar um umsókn Fiseldis Austfjörðum ehf fyrir rekstrarleyfi fyrir 3000 tonnum á þorski í Fáskrúðsfirði.&nbsp; Fiskistofa hefur veitt frest til umsagnar til 24. ágúst n.k.</DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð samþykkir að vísa erindi til umsagnar&nbsp;eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og&nbsp;hafnarstjórnar auk kynningar í atvinnu- og menningarnefnd.&nbsp;</DIV&gt;</DIV&gt;
6.
Tómar íbúðir á Austurlandi 2011 - ósk um viðræður
<DIV&gt;Fram lagt afriti af bréf Íbúðalánasjóðs til Sambands íslenskra sveitarfélaga&nbsp;þar sem svarað er fyrirspurn um ráðstöfun eigna sjóðsins til sölu eða leigu. Bæjarstjóri hefur verið í viðræðum við sjóðinn um að hann setji fleiri íbúðir á leigumarkað í Fjarðabyggð.</DIV&gt;
7.
Útgáfa landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2012-2023
<DIV&gt;Fram lögð umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um landsáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir árin 2012 - 2023.</DIV&gt;<DIV&gt;Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar.</DIV&gt;
8.
Úthlutun úr styrkvegasjóði fyrir árið 2012
<DIV&gt;Fram lagt bréf frá Vegagerð þar sem gerð er grein fyrir 3.000.000 kr framlagi til stofnvega í sveitarfélaginu. </DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð samþykkir að vísa erindi til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar og felur nefndinni að leggja fram tillögur um ráðstöfun fjársins.</DIV&gt;
9.
Tilkynning um breytingu á regluverði
<DIV&gt;Vegna starfsloka Björgvins Valdimarssonar samþykkir bæjarráð að Björgvin láti af starfi regluvarðar og við starfi regluvarðar taki Indriði Indriðason kt. 180465-4489.</DIV&gt;
10.
Prókúra fjármálastjóra
<DIV&gt;<DIV&gt;Í 4. mlgr. 55. gr. laga nr. 138/2011 (Sveitastjórnarlög)segir: "Framkvæmdastjóri er prókúruhafi sveitarfélags. Honum er heimilt að veita öðrum starfsmanni sveitarfélagsins prókúru að fengnu samþykki bæjarstjórnar. Bæjarráð fer með hlutverk bæjarstjórnar í sumarleyfi. </DIV&gt;<DIV&gt;Með vísan í sveitastjórnarlög og samþykktir sveitarfélagsins samþykkir bæjarráð að heimila bæjarstjóra að veita Indriða Indriðasyni kt. 180465-4489 , fjármálastjóra&nbsp;sjálfstæða prókúruheimild f.h. sveitarfélagsins sem nái til allra banka- og verðbréfareikninga sveitarfélagsins og stofnanna þess.&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Jafnframt eru felldar niður prókúruheimildir Björgvins Valdimarssonar kt. 041170-3529</DIV&gt;</DIV&gt;