Bæjarráð
304. fundur
23. ágúst 2012 kl. 16:00 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Olíubirgðastöð í Reyðarfirði
<DIV&gt;<DIV&gt;Haukur Óskarsson og Valgeir Kjartansson frá Mannviti sátu þennan lið&nbsp;fundarins auk formanns&nbsp;eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar&nbsp;og framkvæmdastjóra hafnanna. Rædd voru málefni olíubirgðastöðvar, olíuleit á Drekasvæðinu og tengd mál.&nbsp; </DIV&gt;</DIV&gt;
2.
Bréf Heilbrigðiseftirlits Austurlands er varðar umsóknir um starfsleyfi fyrir laxeldi allt að 200 tonnum
<DIV&gt;Framkvæmdastjóri hafna sat þennan lið fundarins og fór, ásamt bæjarstjóra,&nbsp;yfir&nbsp;drög að umsögn vegna starfsleyfis fyrir&nbsp;200 tonna&nbsp;laxeldi&nbsp;í Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði.&nbsp; Bæjarráð samþykkir drög að umsögn en tekið hefur verið tillit til&nbsp;athugasemda&nbsp;hafnarstjórnar og eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.&nbsp; Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita umsögnina.</DIV&gt;
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2013
<DIV&gt;Farið yfir undirbúning, úthlutun ramma og tekjuáætlun&nbsp;fjárhagsáætlunar 2013.</DIV&gt;
4.
Aðgengismál fatlaðra við kjörstaði í Fjarðabyggð
<DIV&gt;<DIV&gt;Upplýsingar frá framkvæmdasviði um aðgengismál fyrir fatlaða við Grunnskólann á Stöðvarfirði.&nbsp; Bæjarráð felur framkvæmdasviði að tryggja að aðgengi fyrir fatlaða verði viðunandi við alla kjörstaði í Fjarðabyggð í kosningunum í október nk. </DIV&gt;</DIV&gt;
5.
Samningur um ráðgjafar- og verktakastörf
<DIV&gt;Lagður fram&nbsp;samningur við Jónu Árnýju Þórðardóttur vegna ráðgjafar- og verktakastarfa. Bæjarráð staðfestir samninginn.</DIV&gt;
6.
Samningur um rekstur Náttúrustofu Austurlands 2012 - endurnýjun
Framlagt bréf umhverfisráðuneytisins um endurnýjun samnings um rekstur Náttúrustofu Austurlands og drög að samningi við ráðuneytið.&nbsp; Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
7.
Tilnefningar til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu
<DIV&gt;Óskað er eftir tilnefningum, fyrir 21.september, til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Vísað til atvinnu- og menningarnefndar.</DIV&gt;
8.
Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga
<DIV&gt;Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga en frestur til að skila inn langtímaáætlun vegna skuldaviðmiðana hefur verið veittur til 17.nóvember.</DIV&gt;
9.
Leiguhúsnæði í Fjarðabyggð
<DIV&gt;Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála er varðar leiguhúsnæði í Fjarðabyggð.</DIV&gt;
10.
Þátttaka í útsvari 2012
<DIV&gt;Rætt um&nbsp;skipan liðs Fjarðabyggðar í spurningakeppninni Útsvari. Bæjarráð sammála um að liðið verði skipað þeim Ingibjörgu Þórðardóttur,&nbsp;Jóni Svani Jóhannssyni og Kjartani Braga Valgeirssyni.</DIV&gt;
11.
Aðalfundur Þróunarfélags Austurlands 2012
<DIV&gt;Aðalfundur Þróunarfélags Austurlands verður haldinn 30.ágúst kl. 15:00 á Reyðarfirði.&nbsp;&nbsp; Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera fulltrúi Fjarðabyggðar á fundinum. </DIV&gt;
12.
Hafnarstjórn - 102
<DIV&gt;Fundargerð hafnarstjórnar nr. 102 frá 21.ágúst lögð fram&nbsp;og samþykkt í umboði bæjarstjórnar vegna sumarleyfis hennar.</DIV&gt;
13.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 44
<DIV&gt;Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 44 frá 20.ágúst lögð fram og&nbsp;samþykkt í umboði bæjarstjórnar vegna sumarleyfis hennar.</DIV&gt;