Fara í efni

Bæjarráð

304. fundur
23. ágúst 2012 kl. 16:00 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Olíubirgðastöð í Reyðarfirði
Málsnúmer 2009-02-13-215
<DIV><DIV>Haukur Óskarsson og Valgeir Kjartansson frá Mannviti sátu þennan lið fundarins auk formanns eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og framkvæmdastjóra hafnanna. Rædd voru málefni olíubirgðastöðvar, olíuleit á Drekasvæðinu og tengd mál.  </DIV></DIV>
2.
Bréf Heilbrigðiseftirlits Austurlands er varðar umsóknir um starfsleyfi fyrir laxeldi allt að 200 tonnum
Málsnúmer 1207083
<DIV>Framkvæmdastjóri hafna sat þennan lið fundarins og fór, ásamt bæjarstjóra, yfir drög að umsögn vegna starfsleyfis fyrir 200 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði.  Bæjarráð samþykkir drög að umsögn en tekið hefur verið tillit til athugasemda hafnarstjórnar og eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita umsögnina.</DIV>
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2013
Málsnúmer 1208011
<DIV>Farið yfir undirbúning, úthlutun ramma og tekjuáætlun fjárhagsáætlunar 2013.</DIV>
4.
Aðgengismál fatlaðra við kjörstaði í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1206093
<DIV><DIV>Upplýsingar frá framkvæmdasviði um aðgengismál fyrir fatlaða við Grunnskólann á Stöðvarfirði.  Bæjarráð felur framkvæmdasviði að tryggja að aðgengi fyrir fatlaða verði viðunandi við alla kjörstaði í Fjarðabyggð í kosningunum í október nk. </DIV></DIV>
5.
Samningur um ráðgjafar- og verktakastörf
Málsnúmer 1204031
<DIV>Lagður fram samningur við Jónu Árnýju Þórðardóttur vegna ráðgjafar- og verktakastarfa. Bæjarráð staðfestir samninginn.</DIV>
6.
Samningur um rekstur Náttúrustofu Austurlands 2012 - endurnýjun
Málsnúmer 1205026
Framlagt bréf umhverfisráðuneytisins um endurnýjun samnings um rekstur Náttúrustofu Austurlands og drög að samningi við ráðuneytið.  Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
7.
Tilnefningar til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu
Málsnúmer 1208047
<DIV>Óskað er eftir tilnefningum, fyrir 21.september, til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Vísað til atvinnu- og menningarnefndar.</DIV>
8.
Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga
Málsnúmer 1207004
<DIV>Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga en frestur til að skila inn langtímaáætlun vegna skuldaviðmiðana hefur verið veittur til 17.nóvember.</DIV>
9.
Leiguhúsnæði í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1105142
<DIV>Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála er varðar leiguhúsnæði í Fjarðabyggð.</DIV>
10.
Þátttaka í útsvari 2012
Málsnúmer 1208015
<DIV>Rætt um skipan liðs Fjarðabyggðar í spurningakeppninni Útsvari. Bæjarráð sammála um að liðið verði skipað þeim Ingibjörgu Þórðardóttur, Jóni Svani Jóhannssyni og Kjartani Braga Valgeirssyni.</DIV>
11.
Aðalfundur Þróunarfélags Austurlands 2012
Málsnúmer 1105180
<DIV>Aðalfundur Þróunarfélags Austurlands verður haldinn 30.ágúst kl. 15:00 á Reyðarfirði.   Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera fulltrúi Fjarðabyggðar á fundinum. </DIV>
12.
Hafnarstjórn - 102
Málsnúmer 1208004F
<DIV>Fundargerð hafnarstjórnar nr. 102 frá 21.ágúst lögð fram og samþykkt í umboði bæjarstjórnar vegna sumarleyfis hennar.</DIV>
13.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 44
Málsnúmer 1208006F
<DIV>Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 44 frá 20.ágúst lögð fram og samþykkt í umboði bæjarstjórnar vegna sumarleyfis hennar.</DIV>