Fara í efni

Bæjarráð

308. fundur
17. september 2012 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2013
Málsnúmer 1208011
<DIV>Unnið áfram í fjárhagsáætlunarvinnu.</DIV>
2.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2013 - Fræðslu- og frístundanefnd
Málsnúmer 1208103
<DIV><DIV>Formaður fræðslu- og frístundanefndar, fræðslustjóri og íþrótta- og tómstundafulltrúi sátu þennan lið fundarins.  Búið er að vinna launaáætlanir fyrir stofnanir og fara yfir aðra rekstrarliði. Eftir er að funda með hluta af forstöðumönnum stofnana.  Gengið hefur verið frá launaramma æskulýðsmála en einstaka kostnaðarliði þarf að yfirfara betur. </DIV></DIV>
3.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2013 - Atvinnu- og menningarnefnd
Málsnúmer 1208107
<DIV>Þennan lið fundarins sat formaður atvinnu- og menningarnefndar. Allt bendir til að úthlutaður rammi atvinnu- og menningarmála dugi til reksturs viðkomandi málaflokka. </DIV>
4.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013
Málsnúmer 1209090
<DIV>Bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 10.september þar sem bæjarstjórnum er gefinn kostur á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2012 til 2013. Umsóknarfrestur er til 28.september.  Framkvæmdastjóra hafna, í samráði við bæjarstjóra, falið að ganga frá umsókn og senda innan tilskilins frests.</DIV>
5.
Beiðni um bætta félagsþjónstu á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1206156
<DIV><DIV><DIV><DIV>Frá fundi bæjarráðs 10.september.  Lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs frá 13.september þar sem farið er yfir mögulegan flutning félagsaðstöðu eldri borgara á Stöðvarfirði í fyrrum húsnæði leikskólans Balaborgar að Skólabraut 11.  Bæjarráð heimilar flutning félagsaðstöðu eldri borgara á Stöðvarfirði og að starfsemi hefjist um næstu áramót í húsnæðinu. Fjölskyldusviði falið að skoða samlegðaráhrif við aðra starfsemi sveitarfélagsins.  Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2013. Jafnframt verði Leynimelur 7 settur á sölu og Skólabraut 11 tekin af sölu. </DIV></DIV></DIV></DIV>
6.
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2012
Málsnúmer 1205103
<DIV><DIV>Framlögð dagskrá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður 27. og 28. september. Elvar Jónsson, Guðmundur Þorgrímsson, Valdimar O. Hermannsson og Gunnar Jónsson, í fjarveru bæjarstjóra, munu sækja ráðstefnuna.  </DIV></DIV>
7.
Fundargerðir stjórnar og framkvæmdaráðs SSA - 2012
Málsnúmer 1201252
<DIV>Fundargerð stjórnar SSA frá 3.september lögð fram til kynningar.</DIV>
8.
Heilbrigðisáætlun til umsagnar
Málsnúmer 1209084
<DIV><DIV>Óskað er eftir umsögnum um heilbrigðisáætlun stjórnvalda til ársins 2020, fyrir 25.september. Vísað til félagsmálanefndar.</DIV></DIV>
9.
Kynning á verkefninu OpenStreetMap
Málsnúmer 1209088
<DIV>Ósk um aðgang að kortagögnum vegna alþjóðlega verkefnisins OpenStreetMap.  Vísað til framkvæmdasviðs til afgreiðslu og til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. </DIV>
10.
Könnun sambandsins og FG á grundvelli bókunar 2 með kjarasamningi
Málsnúmer 1209058
<DIV><DIV>Niðurstaða könnunar Sambands sveitarfélaga og Félags Grunnskólakennara á ýmsum þáttum er snúa að skólastarfi og starfi kennarans, lögð fram til kynningar.  Vísað til fræðslu- og frístundanefndar.</DIV></DIV>
11.
Make it happen - lokaráðstefna
Málsnúmer 1208082
<DIV>Lokaráðstefna "Make it happen" verður haldin dagana 25. - 28.september á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Stöðvarfirði.</DIV>
12.
Rekstur, framlög og fjárhagsáætlun Héraðsskjalasfns Austfirðinga bs. fyrir árið 2013
Málsnúmer 1209030
<DIV>Bréf Hrafnkels Lárussonar forstöðumanns Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 5.september, auk <SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=EN-GB AR-SA? mso-bidi-language: EN-US; mso-fareast-language: EN-GB; mso-ansi-language: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 12pt; FONT-SIZE: Roman?,?serif?; Times>draga að fjárhagsáætlun safnsins fyrir árið 2013 og tillaga að skiptingu framlaga sveitarfélaganna.  Atvinnu- og menningarnefnd gerði ekki athugasemd við framkomna beiðni um hækkun á framlagi til safnsins á árinu 2013.  Bæjarráð samþykkir tillögu forstöðumanns safnsins, að framlagi Fjarðabyggðar á árinu 2013, enda rúmist hækkun innan fjárhagsramma menningarmála. </SPAN></DIV>
13.
Stofnun samtaka sjávarútvegssveitarfélaga
Málsnúmer 1209087
<DIV>Bréf fimm bæjarstjóra vegna hugmynda um stofnun samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Stefnt er á að halda stofnfund samtakanna 26.september á Hótel Nordica í Reykjavík.  Bæjarráð samþykkir að vera stofnaðili að nýjum samtökum sjávarútvegssveitarfélaga og að bæjarritari, í fjarveru bæjarstjóra, fari með atkvæði Fjarðabyggðar á stofnfundi. </DIV>
14.
Nýir íbúar og brottfluttir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1106064
<DIV>Framlagðar upplýsingar um breytingar á íbúasamsetningu í Fjarðabyggð síðustu mánuði.</DIV>
15.
Snjóflóðavarnir á Drangagilssvæði í Neskaupstað
Málsnúmer 1209085
<DIV>Úttekt á snjóflóðavörnum í Drangagili. Fyrir liggur aðkallandi viðhald sem ekki var gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun 2012. Lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs frá 16.september en þar kemur fram að áætlaður kostnaður er um 3 milljónir.  Bæjarráð heimilar að ráðist verði í nauðsynlegt viðhald.  Bæjarstjóra falið að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun, á næsta fundi bæjarráðs, þar sem fjárheimildir eru færðar á milli fjárfestingar og reksturs. </DIV>
16.
Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga
Málsnúmer 1111090
<DIV>Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn föstudaginn 28.september kl. 13:00 í Hörpu. Bæjarritari, í fjarveru bæjarstjóra, verður fulltrúi Fjarðabyggðar á aðalfundinum. </DIV>
17.
Fundagerðir Skólaskrifstofu Austurlands 2011 - 2012
Málsnúmer 1104004
<DIV>Fundargerð framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands frá 12.september lögð fram til kynningar. Vísað til fræðslu- og frístundanefndar og félagsmálanefndar.</DIV>
18.
Atvinnu- og menningarnefnd - 34
Málsnúmer 1209005F
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr.34 frá 13.september lögð fram til kynningar.</SPAN></DIV></DIV>
19.
Fræðslu- og frístundanefnd - 28
Málsnúmer 1209003F
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 28 frá 12.september lögð fram til kynningar.</SPAN></DIV></DIV>
20.
Hafnarstjórn - 103
Málsnúmer 1209004F
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Fundargerð hafnarstjórnar nr. 103 frá 13.september lögð fram til kynningar.</SPAN></DIV></DIV>