Fara í efni

Bæjarráð

310. fundur
24. september 2012 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjármögnun og lánasamningar
Málsnúmer 1205065
<DIV><DIV>Þennan lið fundarins sátu Hilmar Gunnlaugsson lögmaður og Jóna Árný Þórðardóttir. Farið var yfir stöðu mála er varða lánasamninga.  Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samvinnu við lögmann.  </DIV></DIV>
2.
Fundur í september 2012 vegna öldrunarmála með fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Austurlands
Málsnúmer 1209153
<DIV>Þennan lið fundarins sátu þau Sigríður Kristinsdóttir, Sigrún Skúladóttir, Herdís Þórhallsdóttir og Valdimar O. Hermannsson frá HSA auk Sigrúnar Þórarinsdóttur félagsmálastjóra og Helgu Kristjönu Eyjólfsdóttur deildarstjóra heimaþjónustu.  Rætt um þjónustu við eldri borgara og aldraða, dagvistunarúrræði og hvaða verkefni eru á ábyrgð ríkisins og á hvaða verkefnum Fjarðabyggð ber ábyrgð.  Rætt um aukna samvinnu HSA og félagsþjónustu Fjarðabyggðar. </DIV>
3.
Beiðni um styrk til þátttöku í Landsmóti æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar
Málsnúmer 1209118
<DIV>Beiðni um 200.000 kr. styrk vegna þátttöku ungmenna frá Fjarðabyggð í landsmóti æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar sem haldið verður í fyrsta sinn á Austurlandi í október nk. Bæjarráð vísar beiðninni til afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar. </DIV>
4.
Aðalfundur HAUST 2012 24.10. á Seyðisfirði
Málsnúmer 1209107
<DIV><DIV>Bæjarráð tilnefnir Pál Björgvin Guðmundsson sem fulltrúa á aðalfund HAUST sem haldinn verður 24.október kl. 14:00 á Seyðisfirði. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar. </DIV></DIV>
5.
Ágóðahlutagreiðsla 2012 - Brunabót
Málsnúmer 1209114
<DIV>Ágóðahlutur Fjarðabyggðar úr Sameignarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands á árinu 2012 er kr. 4.868.000 og verður greiddur út 15.október. Lagt fram til kynningar. </DIV>
6.
Bréf Heilbrigðiseftirlits Austurlands er varðar umsóknir um starfsleyfi fyrir laxeldi allt að 200 tonnum
Málsnúmer 1207083
<DIV>Bréf HAUST frá 13.september þar sem fram kemur að Heilbrigðisnefnd Austurlands hafnar öllum starfsleyfisumsóknum um allt að 200 tonna leyfi til laxeldis. Vísað til kynningar í hafnarstjórn, atvinnu- og menningarnefnd og eigna-, skipulags- og umhverfissnefnd.</DIV>
7.
Samgöngunefnd SSA - Fundargerðir 2011-2012
Málsnúmer 1112080
<DIV><DIV>Fundargerð samgöngunefndar nr. 5 frá 3.september lögð fram til kynningar.  Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar. </DIV></DIV>
8.
Sjálfboðaliðar í verkefni 2013
Málsnúmer 1209133
<DIV>Erindi Veraldarvina frá 18.september þar sem kynnt er og boðin þjónusta samtakanna á árinu 2013. Vísað til framkvæmdasviðs. </DIV>
9.
Gjaldskrá 2013 vegna nemenda í grunnskólum utan lögheimilissveitarfélags
Málsnúmer 1209134
<DIV>Lögð fram til kynningar viðmiðunargjaldskrá vegna vistunar nemenda í grunnskólum utan lögheimilissveitarfélags en gjaldskráin, sem er að hækka umtalsvert, tekur gildi 1.1.2013.  Umræða um málið. Vísað til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd. </DIV>
10.
Dekk á athafnasvæði Hringrásar
Málsnúmer 1209137
<DIV>Fyrirspurn Ásmundar Ásmundssonar vegna dekkja á athafnasvæði Hringrásar og hvort til sé viðbragðs- og rýmingaráætlun ef bruni kæmi upp á svæðinu. Vísað til mannvirkjastjóra með beiðni um umsögn.</DIV>
11.
Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar - boðun - 28.09.2012 kl. 12.00
Málsnúmer 1209151
<DIV><DIV>Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar verður haldinn föstudaginn 28.september kl.12.00 á Grand Hótel Reykjavík. Bæjarritara falið að sækja fundinn og fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum. </DIV></DIV>
12.
Þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012 - tillögur stjórnlagaráðs
Málsnúmer 1209011
<DIV>Bréf innanríkisráðuneytisins frá 11.september er varðar stærð kjörkassa við stjórnlagaþingskosningar í október nk. Lagt fram til kynningar og vísað til bæjarritara. </DIV>
13.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 46
Málsnúmer 1209007F
<DIV><DIV><SPAN class=xpbarcomment>Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 46 frá 17.september lögð fram.</SPAN></DIV></DIV>