Bæjarráð
317. fundur
19. nóvember 2012 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Áríðandi tilkynning varðandi gildi deiliskipulags sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum árin 2011 og 2012
Fram lagt bréf Skiplagsstofnun þar sem fjallað er um gildi deiliskipulaga sem birt hafa verið á árunum 2011 og 2012 og 3 mánuðir eða fleiri líða frá því deiliskipulag er samþykkt og birt í b - deild Stjórnartíðinda
Bæjarráð vísar erindi til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og framkvæmdasviðs til úrvinnslu
Bæjarráð vísar erindi til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og framkvæmdasviðs til úrvinnslu
2.
Beiðni um stuðning við verkefnið "Jól á Austurlandi"
Fram lögð beiðni Austurbrúar um fjárhagslegan stuðning við verkefnið Jól á Austurlandi.
Bæjarráð vísar erindi til atvinnu- og menningarnefndar.
Bæjarráð vísar erindi til atvinnu- og menningarnefndar.
3.
Beiðni um styrk - nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda
Fram lögð beiðni um framlag til nýsköpunarkeppni grunnskólanemanda í formi hvatningar eða styrks.
Bæjarráð vísar erindi til fræðslu- og frístundanefndar og til kynningar í atvinnu- og menningarnefnd.
Bæjarráð vísar erindi til fræðslu- og frístundanefndar og til kynningar í atvinnu- og menningarnefnd.
4.
Endurnýjun samnings við björgunarsveitirnar í Fjarðabyggð 2012
Fram lagt minnisblað frá fundi björgunarsveitanna í Fjarðabyggð og fulltrúa Fjarðabyggðar vegna endurskoðunar á samningi sveitanna við Fjarðabyggð.
Bæjarstjóra falið vinna áfram að samningi við björgunarsveitirnar.
Bæjarstjóra falið vinna áfram að samningi við björgunarsveitirnar.
5.
Nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði
Þennan dagskrárlið fundar sat mannvirkjastjóri. Lagt fram minnisblað hönnuða til Framkvæmdasýslu ríkisins og afstaða Velferðarráðuneytisins um að hönnunarforsendur gefi ekki kost á breytingum í risrými nýs hjúkrunarheimilis í samræmi við niðurstöður framkvæmdasýslu. Vísað til eigna-, skiplags- og umhverfisnefndar og til kynningar í félagsmálanefnd.
6.
Mengun neysluvatns á Eskifirði
Þennan dagskrárlið fundar sat mannvirkjastjóri. Rætt um niðurstöður rannsókna á vatnssýnum í neysluvatni á Eskifirði. Bæjarráð óskar eftir greinargerð frá framkvæmdasviði um sýnatökur og verkferla sem unnið er eftir við töku sýna. Jafnframt verði skoðaðir möguleikar þess að setja upp frekari hreinsun vatns eins og geislun. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
7.
Sóknaráætlun landshluta - Sameiginlegt markaðsátak sveitarfélaga á Austurlandi
Lagt fram bréf Austurbrúar þar sem kynnt er að vinna sé hafin við gerð sóknaráætlunar fyrir Austurland sem nái til ársins 2020. Sóknaráætlunin nær til atvinnumála og nýsköpunar, mennta- og menningarmála og markaðsáætlunar. Vísað til atvinnu- og menningarnefndar til vinnslu og fræðslu- og frístundanefndar að því er varðar fræðsluþátt.
8.
Tillögur um atvinnuátakið VINNA OG VIRKNI
Framlögð drög að tillögum um atvinnuátakið vinna og virkni en markmið með átakinu er að virkja atvinnuleitendur og koma í veg fyrir langvarandi atvinnuleysi. Um er að ræða samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og almenna markaðsins um að skapa 2.200 starfstengd vinnumarkaðsúrræði til sex mánaða. Vísað til félagsmálanefndar til umfjöllunar og bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
9.
Varðar frumvörp til nýrra laga um búfjáreftirlit og dýravelferð
Lögð fram fyrirspurn frá Austurbrú vegna frumvarpa til laga um búfjáreftirlit og dýravelferð og óskað eftir upplýsingum um kostnað sveitarfélaga vegna málaflokksins. Vísað til framkvæmdasviðs til vinnslu og það svari fyrirspurninni.
10.
Ráðning fjármálastjóra
Þennan dagskrárlið fundar sat Helga Jónsdóttir frá Capacent ráðningum en hún var í símasambandi. Bæjarstjóri lagði fram greinargerð og tillögu vegna ráðningar í starf fjármálastjóra. Bæjarráð samþykkir að ráða Snorra Styrkársson sem fjármálastjóra sveitarfélagsins og felur bæjarstjóra að ganga frá ráðningu.