Bæjarráð
318. fundur
23. nóvember 2012 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Endurskoðun á umferðarsamþykkt
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur endurskoðað umferðarsamþykkt og vísað henni til staðfestingar bæjarstjórnar. Breytingar kynntar í bæjarráði.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2.
Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014
Lagt fram til kynningar minnisblað framkvæmdasviðs og minnisblað fjölskyldusviðs vegna verkþátta sem snúa að viðkomandi sviðum í áætlun.
3.
Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar 2012
Framlagt aðalfundarboð Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. 30.11.2012.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum og til vara verði Jóna Árný Þórðardóttir.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum og til vara verði Jóna Árný Þórðardóttir.
4.
Aðalfundur Skólastjórafélags Austurlands - 14.september
Framlagt til kynningar bréf frá Skólastjórafélagi Austurlandi þar sem sveitarfélög eru hvött til að skerða ekki fjármagn til símenntunar.
5.
Aðgengi að íþróttavelli Ungmennafélagsins Leiknis
Þennan dagskrárlið fundar sat mannvirkjastjóri.
Framlagt bréf frá Ungmennafélaginu Leikni þar sem óskað er eftir lagfæringum á bílastæðum við knattspyrnuvöllinn á Fáskrúðsfirði.
Vísað til afgreiðslu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Framlagt bréf frá Ungmennafélaginu Leikni þar sem óskað er eftir lagfæringum á bílastæðum við knattspyrnuvöllinn á Fáskrúðsfirði.
Vísað til afgreiðslu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
6.
Barnaverndarnefnd Fjarðabyggðar 2010-2014
Reglum barnaverndarnefndar sem samþykktar voru þann 12. nóvember sl. í barnaverndarnefnd, um framsal valds til starfsmanna barnaverndarnefndar, vísað til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og vísar málinu til bæjarritara til yfirferðar út frá stjórnsýslulegum sjónarmiðum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og vísar málinu til bæjarritara til yfirferðar út frá stjórnsýslulegum sjónarmiðum.
7.
Fundur með stjórnendum Alcoa Fjarðaáls
Þennan dagskrárlið fundar sátu Guðmundur Bjarnason og Magnús Þór Ásmundsson frá Alcoa Fjarðaáli og ræddu málefni fyrirtækisins.
8.
Tillögur samráðshóps ríkis og sveitarfélaga um innleiðingu húsnæðisbótakerfis
Boðað er til kynningarfundar 29. nóvember n.k. þar sem kynna á tillögur að nýju húsnæðisbótakerfi.
Framlagt til kynningar.
Framlagt til kynningar.
9.
Niðurfelling vega af vegaskrá
Framlagt bréf Vegagerðar þar sem lagðar eru til breytingar á skilgreiningum vega í þéttbýli í Fjarðabyggð. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að bæjarráð hafni breytingum, þar sem ekki liggur fyrir ástandsskoðun á umræddum vegaköflum eða hvaða fjármagn fylgir með yfirfærslu.
Bæjarráð leggst gegn breytingunum og óskar eftir viðræðum við Vegagerðina um þær. Bæjarstjóra og mannvirkjastjóra falið að ræða þessi mál við Vegagerðina.
Bæjarráð leggst gegn breytingunum og óskar eftir viðræðum við Vegagerðina um þær. Bæjarstjóra og mannvirkjastjóra falið að ræða þessi mál við Vegagerðina.
10.
Sjúkratryggingar (samningar sjúkratryggingastofnunar),303. mál. Til umsagnar
Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar nr 112/2008 sem felur í sér að ráðherra verði heimilt með reglugerð að útfæra nánar ákvæði laganna er varðar samningsumboð vegna flutnings á málefnum aldraðra til sveitarfélaga.
Vísað til félagsmálanefndar.
Vísað til félagsmálanefndar.
11.
Uppsjávarsmiðja á Austfjörðum
Framlögð verkefnadrög ásamt minnisblaði þar sem sótt er um IPA styrk til þróunarverkefnis sem hefur það að markmiði að efla úrvinnslu sjávarafurða og þá aðallega uppsjávarfisks.
Bæjarráð samþykkir að vera aðili að verkefninu en án beinna fjárskuldbindinga. Umsjón með verkefninu falin framkvæmdasviði. Fjarðabyggð mun beita sér fyrir því að leita samninga við aðila um húsnæði þannig að ekki komi til beins kostnaðar. Bæjarritara falið að fylgja málinu eftir.
Bæjarráð samþykkir að vera aðili að verkefninu en án beinna fjárskuldbindinga. Umsjón með verkefninu falin framkvæmdasviði. Fjarðabyggð mun beita sér fyrir því að leita samninga við aðila um húsnæði þannig að ekki komi til beins kostnaðar. Bæjarritara falið að fylgja málinu eftir.
12.
Vatnsveita Fjarðabyggðar - vatnsból Norðfirði
Jón Björn Hákonarson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar.
Þennan dagskrárlið fundar sat mannvirkjastjóri.
Fram lagt bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem Lex lögmannsstofa leggur fram kæru fyrir hönd Guðröðar Hákonarsonar vegna leyfis til nýtingar á grunnvatni í landi Tandrastaða.
Bæjarráð felur mannvirkjastjóra að yfirfara málið m.t.t. athugasemda og vísar máli til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Þennan dagskrárlið fundar sat mannvirkjastjóri.
Fram lagt bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem Lex lögmannsstofa leggur fram kæru fyrir hönd Guðröðar Hákonarsonar vegna leyfis til nýtingar á grunnvatni í landi Tandrastaða.
Bæjarráð felur mannvirkjastjóra að yfirfara málið m.t.t. athugasemda og vísar máli til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
13.
Miðstöð innanlandsflugs til umsagnar,120.mál(hlutverk Reykjavíkurflugvallar)
Lögð fram til kynnningar umsögn um hlutverk Reykjavíkurflugvallar.
14.
Mjóeyrarhöfn - lestunarskýli við hafnarsvæði
Framlögð beiðni frá Eimskip um byggingu á lestunarskýli á hafnarsvæðinu við Mjóeyrarhöfn.
Vísað til framkvæmdastjóra hafna og mannvirkjastjóra og til umfjöllunar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórnar.
Vísað til framkvæmdastjóra hafna og mannvirkjastjóra og til umfjöllunar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórnar.
15.
Ráðning fjármálastjóra hjá Fjarðabyggð
Lagt fram bréf Ásmundar Ásmundssonar um ráðningu í starf fjármálastjóra.
Bæjarritara falið að svara erindinu.
Bæjarritara falið að svara erindinu.
16.
Fræðslu- og frístundanefnd - 31
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 31 frá 14. nóvember lögð fram til kynningar.
17.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 51
Framlögð fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 51 frá 19. nóvember sl.
18.
Atvinnu- og menningarnefnd - 37
Framlögð fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 37 frá 22. nóvember sl.
19.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2012
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 29. frá 12. nóvember sl. lögð fram til kynningar.