Fara í efni

Bæjarráð

319. fundur
10. desember 2012 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fundarboð stofnfjárfundur Sparisjóðs Norðfjarðar
Málsnúmer 1211161
Stofnfjárfundur Sparisjóðs Norðfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 12.desember kl. 17:30 í sal Nesskóla
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinn.
2.
Húsaleigubætur(réttur námsmanna)49.mál til umsagnar
Málsnúmer 1211150
Framlagt frumvarp til laga um húsaleigubætur þar sem réttindi námsmanna til húsaleigubóta eru rýmkaðar.
3.
Starfsemi ríkisins í Norðausturkjördæmi
Málsnúmer 1211137
Lögð fram til kynningar samantekt úr skýrslu Þórodds Bjarnasonar og Jóns Þorvaldar um starfsemi ríkisins í Norðausturkjördæmi. Formaður bæjarráðs fór yfir málið og kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar.
4.
Fjármál 2012
Málsnúmer 1211170
Þennan dagskrárlið fundar sat Jóna Árný Þórðardóttir
Fram lögð gögn frá fjármálasviði um stöðu og rekstur fyrstu níu mánuði árins 2012.
5.
Umsögn um frumvarp til upplýsingalaga, 215. mál
Málsnúmer 1212003
Fram lögð umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til upplýsingalaga.
6.
Fundargerðir stjórnar og framkvæmdaráðs SSA - 2012
Málsnúmer 1201252
Fram lögð til kynningar fundargerð stjórnar SSA frá 22. nóvember
7.
Framtíð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands
Málsnúmer 1110202
Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs óskaði á fundi sínum 5. nóvember eftir svörum frá aðildarsveitarfélögum hvort þau ætli að halda aðild sinni áfram að sjóðnum. Umræður um málið.
Bæjarráð vísar dagskrárlið til afgreiðslu bæjarstjórnarfundar 13. desember n.k.
8.
Auka aðalfundur Þróunarfélags Austurlands
Málsnúmer 1212026
Fram lagt fundarboð aukaaðalfundar Þróunarfélags Austurlands sem haldinn verður 20. desember.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum og bæjarritari til vara.
9.
Fjármögnun og lánasamningar - trúnaðarmál
Málsnúmer 1205065
Fundarliður er trúnaðarmál
Þennan dagskrárlið fundar sat Jóna Árný Þórðardóttir og Hilmar Gunnlaugsson frá Sókn var í símasambandi.
Fram lögð gögn frá Hilmari Gunnlaugssyni frá Sókn vegna erlendra lána sveitarfélagsins. Farið yfir stöðu máls.
10.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga
Málsnúmer 1212027
Fram lagðar til kynningar fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga nr. 1 til 8.
11.
Áhrif á landsbyggðina af breytingum á hlutverki Reykjavíkurflugvellar
Málsnúmer 1202077
Fram lögð tillaga að uppgjöri kostnaðar vegna skýrslu um hlutverk Reykjarvíkurflugvallar á milli sveitarfélaga sem stóðu að baki skýrslugerðinni.
Bæjarráð samþykkir að greiða hlutdeild sína í skýrslunni, 200.000 kr. viðauka sem tekinn er af liðnum óráðstafað 21-69.
12.
Umsókn um lóð - Leirukrók 11a
Málsnúmer 1211172
Fram lögð umsókn frá lóð frá Rarik um Leirukrók 11a á Eskifirði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti að úthluta lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthlut lóðinni.
13.
Umsókn um lóð - Miðdalur 1a
Málsnúmer 1211171
Lögð fram umsókn um lóðina Miðdal 1a frá Rarik. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti að úthluta lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
14.
Móttökufulltrúi nýrra íbúa - Endurnýjun á samningi við Rauða krossinn vegna ársins 2013
Málsnúmer 1212029
Lagður fram til samþykktar samningur við Rauða kross deildirnar í Fjarðabyggð vegna móttökufulltrúa nýrra íbúa. Einnig lögð fram til kynningar starfslýsing móttökufulltrúa og skýrsla móttökufulltrúa frá því í október 2012.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
15.
Aðalfundarboð Sjóminjasafns Austurlands
Málsnúmer 1212030
Fram lagt fundarboð aðalfundar Sjóminjasafns Austurlands sem haldinn verður 18. desember n.k.
Bæjarráð felur Jens Garðari Helgasyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinn.
16.
Uppsögn úr stjórn Sjóminjafns Austurlands
Málsnúmer 1211144
Lagt fram bréf Geirs Hólm þar sem hann segir sig úr stjórn Sjóminjasafns Austurlands frá og með næstu áramótum.
Bæjarráð samþykkir að Jens Garðar Helgason taki sæti hans í stjórn Sjóminjasafni Austurlands frá og með næstu áramótum.
17.
Þjónusta í minni byggðakjörnum Fjarðabyggðar - Hugmyndir Einars Birgis Kristjánssonar
Málsnúmer 1211146
Fram lagðar hugmyndir Einars Birgis Kristjánssonar um þjónustumiðstöðvar í byggðakjörnum Fjarðabyggðar ásamt ályktun frá íbúafundi á Fáskrúðsfirði um sama mál.
Atvinnu- og menningarnefnd vísar hugmyndum Einars og ályktun íbúafundar til kynningar í bæjarráði.
Bæjarráð tekur vel í erindi íbúafundar og hugmyndir Einars og felur atvinnu- og menningarnefnd að vinna með málið áfram og skoða leiðir.
18.
Tillögur um atvinnuátakið VINNA OG VIRKNI
Málsnúmer 1211094
Fram lögð gögn um vinnuátakið Vinnu og virkni og stöðu viðræðna aðila vinnumarkaðsins um aðgerðir til að bregðast við aðsæðum atvinnulausra á árinu 2013.
Bæjarráð felur fjölskyldusviðinu umsjón með verkefninu og vísar málinu til umfjöllunar félagsmálanefndar.
19.
Fræðslu- og frístundanefnd - 32
Málsnúmer 1211016F
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 32 frá 28. nóvember lögð fram til kynningar.
20.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 52
Málsnúmer 1212004F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 52 frá 6. desember lögð fram til kynningar.
21.
Hafnarstjórn - 107
Málsnúmer 1211020F
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 107 frá 4. desember lögð fram til kynningar.
22.
Atvinnu- og menningarnefnd - 38
Málsnúmer 1212001F
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 38 frá 6. desember lögð fram til kynningar.
23.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2012
Málsnúmer 1201123
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 37 frá 27. nóvember sl. lögð fram til kynningar