Bæjarráð
320. fundur
17. desember 2012 kl. 16:00 - 18:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjarskiptamál á Stöðvarfirði
Fram lagt bréf Símans hf. þar sem tilkynnt er að aukinn verði hraði á gagnatengingum við Stöðvarfjörð og veitt full sjónvarpsþjónusta á fyrsta ársfjórðungi nýs árs.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með ákvörun Símans og að þjónusta í þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar sé jöfn.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með ákvörun Símans og að þjónusta í þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar sé jöfn.
2.
Fjármögnun milli sjóða
Fram lagður samningur milli sjóða sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
3.
Framtíð Starfa
Fram lagt bréf formanns stjórnar Starfa um stöðu og framtíð Starfsendurhæfingar Austurlands.
Vísað til félagsmálanefndar.
Vísað til félagsmálanefndar.
4.
Gatnagerðagjöld umsögn um frumvarp til laga, 290.mál
Fram lagt til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um gatnagerðargjöld um heimild sveitarfélaga til að fresta lagningu bundins slitlags á götur og innheimtu b-gatnagerðargjalda.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
5.
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2012
Fram lögð til kynningar fundargerð aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands 23. nóvember s.l.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundinum.
Vísað til félagsmálanefndar og fræðslu- og frístundanefndar.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundinum.
Vísað til félagsmálanefndar og fræðslu- og frístundanefndar.
6.
Stjórnarfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2012
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands 20. nóvember s.l.
Vísað til félagsmálanefndar og fræðslu- og frístundanefndar.
Vísað til félagsmálanefndar og fræðslu- og frístundanefndar.
7.
Fundarboð stofnfjárfundur Sparisjóðs Norðfjarðar
Fram lögð gögn frá fundi stofnfjáreigenda þar sem samþykktar voru breytinar á samþykktum sparisjóðsins til samræmis við breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki.
8.
Nýir íbúar og brottfluttir í Fjarðabyggð 2011 - 2012
Fram lögð til kynningar yfirlit um þróun íbúafjölda í Fjarðabyggð á árinu 2012.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar.
9.
Reglur um NPA
Félagsmálanefnd samþykkti á fundi sínum þann 3. desember sl. verklagsreglur vegna NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð) í málefnum fatlaðs fólks. Nefndin vísaði reglunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
10.
Reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar
Félagsmálanefnd samþykkti á fundi sínum þann 3. desember sl. reglur um styrki til náms og tækjakaupa fatlaðs fólks. Nefndin vísaði reglunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
11.
Safnahús á Egilsstöðum
Fljótsdalshérað hefur farið þess á leit við þá sem koma að rekstri héraðsskjalasafnsins að skoða með hvað hætti best sé að standa að rekstri húsnæðisins.
Bæjarráð vísar erindi til stjórnsýslu- og þjónustusviðs.
Bæjarráð vísar erindi til stjórnsýslu- og þjónustusviðs.
12.
Samningur við Curron ehf - TicketSystem
Fram lögð drög að samningi við Curron ehf vegna aðgangskerfi í skipulagðar samgöngur í Fjarðabyggð, sundlaugar og líkamsræktarstöðvar ásamt þjónustusamningi við fyrirtækið og samningi við Alcoa Fjarðaál vegna skipulagðra samgangna.
Bæjarráð samþykkir samningana og felur bæjarstjóra að undirrita þá.
Bæjarráð samþykkir samningana og felur bæjarstjóra að undirrita þá.
13.
Styrkur til Kórs Fjarðabyggðar
Fram lagt bréf Kórs Fjarðabyggðar þar sem óskað er eftir 1 milljónar kr. styrk til kórstarfsins á árinu 2013.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar.
14.
Bréf til bæjarráðs frá Herdísi Þórhallsdóttur - kjaramál.
Fyrirspurn um ákvörun á ráðningu ófaglærðra starfsmanna við þjónustu á Bakkabakka í stað sjúkraliða.
Vísað til bæjarritara.
Vísað til bæjarritara.
15.
Tekjustofn sveitarfélaga(hlutverk jöfnunarsjóðs),291.mál
Fram lagt til kynningar frumvarp til laga um breytingu á tekjustofnum sveitarfélaga - heimild Jöfnunarsjóðs til takmarkana á framlaga til tekjuhárra sveitarfélaga.
16.
Tillögur um atvinnuátakið VINNA OG VIRKNI
Lagður fram samningur um samstarfsverkefnið Vinna og virkni á milli Velferðarráðuneytisins og Fjarðabyggðar. Fjarðabyggð leggur til 6 störf á tímabilinu 1. janúar til 1.11.2013.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
17.
Viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi Lögreglustjórans á Eskifirði
Fram lögð til kynningar staðfest viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi Lögreglustjórans á Eskifirði.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
18.
Fjarðabyggðarhöll
Lagt fram bréf frá Reitum hf. vegna Fjarðabyggðarhallarinnar.
Málið rætt og mannvirkjastjóra falið að svara bréfi og krefjast úrbóta.
Málið rætt og mannvirkjastjóra falið að svara bréfi og krefjast úrbóta.
19.
Reglur leikskóla Fjarðabyggðar
Reglur um leikskóla í Fjarðabyggð lagðar fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti fyrir sitt leyti og vísaði þeim til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði og bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar staðfestingu þeirra til bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar staðfestingu þeirra til bæjarstjórnar.
20.
Fræðslu- og frístundanefnd - 33
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 33 frá 12. desember lögð fram til kynningar.
21.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2012
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 31 lögð fram til kynningar.
22.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2012
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 38 frá 3. desember sl. lögð fram til kynningar.