Bæjarráð
322. fundur
14. janúar 2013 kl. 08:30 - 10:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsleg endurskipulagning Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf
Gögn vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar Eignarhaldsfélagsins fasteignar lögð fram, drög að nýjum leigusamningi.
Farið yfir stöðu mála hjá fyrirtækinu.
Farið yfir stöðu mála hjá fyrirtækinu.
2.
Opnunartími sundlauga á Eskifirði og Norðfirði 2013
Fyrir liggur minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslustjóra um opnunartíma sundlauganna á Eskifirði og Norðfirði, en við gerð fjárhagsáætlunar og starfsáætlunar í íþrótta- og tómstundamálum fyrir 2013 var ákveðið að rýmka opnunartíma sundlauga á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Norðfirði. Sundlaugin á Fáskrúðsfirði opnaði viku fyrr en ráðgert var eða 7. janúar og sundlaugin á Eskifirði opnar nú á virkum dögum yfir veturinn kl. 13:00 í stað 15:00. Frá og með 1. febrúar opnar sundlaugin á Norðfirði á sunnudögum frá 13-18:00. Í minnisblaðinu kemur fram að breytingin á Eskifirði og Norðfirði hafi ekki í för með sér aukin tilkostnað, þar sem samhliða er gerð breyting á vaktatöflum.
Bæjarráð samþykkir tillögur fræðslu- og frístundanefndar.
Bæjarráð samþykkir tillögur fræðslu- og frístundanefndar.
3.
Reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks
Framlögð drög að reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks sem félagsmálanefnd samþykkti á fundi sínum 8. janúar s.l. og vísaði til umræðu og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð óskar eftir því við félagsmálanefnd að hún endurskoði drögin með tillit til endanlegra leiðbeinandi reglna og athugasemda sem komu fram á fundinum.
Bæjarráð óskar eftir því við félagsmálanefnd að hún endurskoði drögin með tillit til endanlegra leiðbeinandi reglna og athugasemda sem komu fram á fundinum.
4.
Þjónusta við olíuleit á Drekasvæði - kynningarmál
Þennan dagskrárlið fundar sat Björn Ingi Knútsson verkefnastjóri, framkvæmdastjóri hafna og markaðs- og kynningarfulltrúi. Farið yfir kynningar og markaðsmál vegna olíuleitar á Drekasvæðinu.
5.
Skólavegur 39-41, Fáskrúðsfirði og Kirkjumelur í Norðfirði, kaup á eignarhluta ríkisins.
Framlögð tillaga frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd um kaup á hluta Ríkissjóðs í skólahúsnæði á Fáskrúðsfirði og Norðfirði. Húsnæðið sem um ræðir eru Skólavegur 39 - 41 sem hýsir félagsstarf aldraðra og Kirkjumelur í Norðfjarðarsveit sem er nýtt fyrir leikskóla í dag. Bæjarráð samþykkir tillögu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
6.
Starfsþróun og símenntun 2012
Framlagt minnisblað um starfsþróun og fjárveitingar á árinu 2012. Óskað er eftir framlagi á árinu 2012 af óráðstöfuðum liðum 21-69-.
Bæjarráð samþykkir að veita 1,8 milljón kr. af liðum í 21-69- óráðstafað, 9410 og 9950 á árinu 2012 vegna starfsþróunar.
Bæjarráð samþykkir að veita 1,8 milljón kr. af liðum í 21-69- óráðstafað, 9410 og 9950 á árinu 2012 vegna starfsþróunar.
7.
Yfirlýsing sveitafélaga á Austurlandi um Almenningssamgöngur - 2012
Framlögð yfirlýsingu um skipulagðar samgöngur á Austurlandi.
Bæjarráð staðfestir yfirlýsingu um skipulagðar samgöngur á Austurlandi.
Bæjarráð staðfestir yfirlýsingu um skipulagðar samgöngur á Austurlandi.
8.
Safnahús á Egilsstöðum
Framlagt til kynningar bréf Fljótsdalshéraðs vegna Héraðsskjalsafns Austurlands og Minjasafns Austurlands. Fljótsdalshérað óskar eftir skoðun á sameiginlegum forstöðumanni fyrir bæði söfnin.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar.
9.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2013
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 39 frá 8.1. lögð fram til kynningar.
10.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 53
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 53 frá 7. janúar lögð fram til kynningar.
11.
Fræðslu- og frístundanefnd - 34
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 34 frá 9. janúar lögð fram til kynningar.
12.
Atvinnu- og menningarnefnd - 39
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 39 frá 10. janúar lögð fram til kynningar.
13.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 54
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. frá 14. janúar lögð fram til kynningar.