Fara í efni

Bæjarráð

323. fundur
21. janúar 2013 kl. 10:30 - 12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónson
Dagskrá
1.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2013 - Bæjarráð
Málsnúmer 1208101
Fram haldið umræðu um upplýsingatæknimál Fjarðabyggðar. Fram lagt minnisblað merkt trúnaðarmál um stöðu viðræðna.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarritara að vinna að málinu á grundvelli minnisblaðsins.
2.
Vefur Fjarðabyggð - endurnýjun
Málsnúmer 1211078
Fram lögð gögn vegna endurnýjunar á vef Fjarðabyggðar ásamt minnisblaði bæjarritara.
Bæjarráð felur bæjarritara að ganga frá samningi við Skapalón á grundvelli minnisblaðs og hefja vinnu við endurnýjun á vef Fjarðabyggðar til samræmis við minnisblað og gögn sem fram lögð eru á fundinum.
3.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2013
Málsnúmer 1301220
Fram lagðar til kynningar 2 fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Austurlands frá 22. ágúst og 4 janúar.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar.
4.
Fundargerðir stjórnar SSA - 2013
Málsnúmer 1301160
Fram lögð til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga Austurlandi frá 8. janúar.
5.
Landsþing 2013 - fulltrúar
Málsnúmer 1301168
Tilnefning fulltrúa á landsþing sveitarfélaga 15. mars n.k.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar á landsþing sveitarfélaga verði þeir sömu, bæjarfulltrúarnir Elvar Jónsson, Jón Björn Hákonarson og Jens Garðar Helgason. Til vara Valdimar O Hermannsson, Guðmundur Þorgrímsson og Eydís Ásbjörnsdóttir.
6.
Náttúruvernd(heildarlög)til umsagnar
Málsnúmer 1301219
Til umsagnar frá Alþingi frumvarp til laga um náttúruvernd.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
7.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Málsnúmer 1103025
Fram lagt bréf Skipulagsstofnunar ásamt greinargerð vegna 10.000 tonna sjókvíaeldis í Reyðarfirði.
Vísað til vinnslu í hafnarstjórn, eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og til kynningar í atvinnu- og menningarnefnd.
8.
Fjarðabyggðarhöll
Málsnúmer 2008-09-11-1450
Fram lögð drög að bréfi til Reita ehf um Fjarðabyggðarhöllina á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að erindið verði sent Reitum ehf.