Fara í efni

Bæjarráð

324. fundur
28. janúar 2013 kl. 08:45 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
730 Búðargata 2 - breyting/stækkun á húsnæði
Málsnúmer 1212006
Fram lögð umsókn um stækkun lóðar Búðargötu 2 frá Jónasi Helgasyni fyrir hönd Tærgesen ehf dagsett 23. janúar 2013. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt stækkun lóðarinnar fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir að úthluta stækkun lóðarinnar.
2.
735 - Ferðaþjónustan á Mjóeyri, lóðamál
Málsnúmer 1301059
Lagður fram tölvupóstur frá Ferðaþjónustunni á Mjóeyri dagsettur 4. desember 2012 þar sem óskað er eftir samstarfi við Fjarðabyggð um umhirðu svæða utan lóðarmarka Ferðaþjónustunnar. Tekið fyrir á 53. og 55. fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Lögð fram drög að samkomulagi um afnot og umhirðu svæða utan lóða Strandgötu 120 og 122 á Mjóeyri.
Bæjarráð samþykkir samkomulag um afnot og umhirðu Mjóeyrarinnar á Eskifirði neðan Helgustaðavegar.
3.
Aðild sveitarfélaga að rammasamningum Ríkiskaupa 2013
Málsnúmer 1301259
Fram lögð endurnýjun á aðildarumsókn Fjarðabyggðar að rammasamningum Ríkiskaupa.
Bæjarráð samþykkir að aðild að rammasamningi Ríkiskaupa verði endurnýjuð.
4.
Fjarðabyggðarhöll
Málsnúmer 2008-09-11-1450
Fram lagt minnisblað framkvæmdasviðs, dagsett 18. janúar 2013, vegna stofnkostnaðar við tengingu á gólfhitakerfi Fjarðabyggðarhallarinnar. Áætlaður kostnaður við tengingu kerfisins er 6,3 mkr. Umrædd framkvæmd er ekki innan framkvæmdaráætlunar sveitarfélagsins. Ekki hefur verið lagt mat á kostnað við kyndingu, en ljóst að hann er nokkur þar sem þak hússins er ekki einangrað og gaflar opnir. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til umræðu og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og mannvirkjastjóra að taka upp viðræður við Reiti ehf. um málefni Fjarðabyggðarhallarinnar og frestar afstöðu þar til niðurstöður úr viðræðum liggja fyrir.
5.
Fjárhagsáætlun 2012 - viðauki 6
Málsnúmer 1301289
Í samræmi við 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga þarf að samþykkja viðauka vegna tilfærslu á fjármunum á milli málaflokka í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2012. Fram lagðar samandregnar fyrri samþykktir bæjarráðs um ráðstöfun af málaflokki 21-69 óráðstafað auk ráðstöfunar stjórnsýslu- og þjónustusviðs á náms og starsþróunarstyrkjum á árinu 2012.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
6.
Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga
Málsnúmer 1207004
Fram lagt bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem nefndin óskar ekki eftir frekari upplýsingum frá sveitarfélaginu um hvernig það hyggst ná viðmiðum.
7.
Forkaupslisti Fjarðabyggðar 2013
Málsnúmer 1301230
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir að tillögu sinni að Mýrargötu 2 í Neskaupstað verði bætt á forkaupsréttarlista sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að Mýrargötu 2 verði bætt inn á forkaupsréttarlista Fjarðabyggðar. Vísað til staðfestingu bæjarstjórnar.
8.
Framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014
Málsnúmer 1301282
Fram lögð tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd.
Vísað til barnaverndarnefndar.
9.
Gamli barnaskólinn á Eskifirði - standsetning
Málsnúmer 1210122
Lagt fram til umfjöllunar drög að afsali/samningi um sölu gamla barnaskólanum á Eskifirði til Veraldarvina.
Afsalið er sett upp í samræmi við reglur Fjarðabyggðar um styrki í tengslum við atvinnuuppbygginu vegna endurgerðar gamalla húsa og fasteigna í eigu Fjarðabyggðar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til umræðu og afgreiðslu bæjarráð. Nefndin leggur áherslu á að breytt notkun á húsnæðinu verði grenndarkynnt, þegar hún liggur fyrir.
Bæjarráð samþykkir felur mannvirkjastjóra að vinna að málinu og fá frekari gögn.
10.
Gjaldskrár Rafveitu Reyðarfjarðar 2013
Málsnúmer 1209046
Lögð fram breytt sölugjaldskrá fyrir Rafveitu Reyðarfjarðar, en Alþingi breytti lögum um umhverfis- og auðlindaskatt, þann 28. desember sl., eftir að bæjarstjórn staðfesti gjaldskrábreytinguna. Skatturinn á hverja kWh er breytt úr 0,12 kr. í 0,126 kr. Gert er ráð fyrir að skatturinn falli niður 31. desember 2015.
Eigna-, skipulags og umhverfisnefnd vísar gjaldskrá til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.
11.
Mengun neysluvatns á Eskifirði
Málsnúmer 1211098
Lagt fram minnisblað frá mannvirkjasviði sem eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur tekið til umfjöllunar og vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Lagt er til að farið verði í framkvæmdir við hreinsun neysluvatns en kostnaður nemur um 7.7 milj. kr.. Framkvæmdin er ekki inn á framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins.
Bæjaráð samþykkir framkvæmdina sbr. tillögu mannvirkjasviðs og felur mannvirkjastjóra og fjármálastjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2012.
12.
Norðfjarðargöng - undirbúningur 2012, aðalmál
Málsnúmer 1207029
Fram lögð til kynningar drög að samkomulagi milli Fjarðabyggðar og Vegagerðar vegna nýrra Norðfjarðarganga vegna frágangs og skipulagsmála.
Bæjarráð felur mannvirkjastjóra og bæjarstjóra að vinna áfram á málinu.
13.
Rannsókn á gasmyndun á urðunarstað Fjarðabyggðar í Þernunesi
Málsnúmer 1003112
Fram lagt minnisblað framkvæmdasviðs vegna kröfu um söfnun hauggas ásamt viðmiðum og túlkun niðurstaðna en óskað hafði verið eftir undanþágu frá viðmiðum. Lagt er til að haldið verði áfram að taka á móti lífrænum úrgangi á urðunarstaðnum eftir 16. júlí 2013. Jafnframt verði skoðaðar leðir til að draga úr urðun lífræns úrgangs m.a. með meiri heimajarðgerð.
Bæjaráð samþykkir að sótt verði um undanþágu frá viðmiðum með vísan til minnisblaðsins.
14.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Málsnúmer 1103025
Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 15. janúar 2013 þar sem kynnt er innkomin tilkynning um 10.000 tonna eldi í kvíum í Reyðarfirði og óskað er umsagnar sveitarfélagsins um hvort og þá á hvaða forsendum framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifnum. Umsögn skal berast fyrir 1. febrúar 2013.
Fyrir fundinum lágu drög að umsögn og samþykkir hafnarstjórn drögin fyrir sitt leiti og vísar þeim til bæjarráðs.
Bæjarstjóra falið að ganga frá umsögn um málið á grundvelli minnisblaðs. Vísað til staðfestingu bæjarstjórnar.
15.
Sjúkraskrár(aðgangsheimildir)
Málsnúmer 1301288
Frumvarp til laga um sjúkraskrár lagt fram til kynningar.
Vísað til félagsmálanefndar.
16.
Starfsemi rannsóknarsjóðs Fjarðabyggðar og Landsbanka 2013
Málsnúmer 1211176
Ingibjörg Ólafsdóttir var fulltrúi Fjarðabyggðar en hefur flutt af staðnum og þarf að skipa fulltrúa í rannsóknarsjóðinn.
Bæjarráð samþykkir að skipa Helgu Guðrúnu Jónasdóttur sem fulltrúa Fjarðabyggðar í Rannsóknarsjóðs Fjarðabyggðar og Landsbanka Íslands.
17.
Stækkun Norðfjarðarhafnar - fyrirspurn um matskildu
Málsnúmer 1301238
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 16. janúar 2013 þar sem óskað er eftir umsögn Fjarðabyggðar á matsskyldu vegna stækkunar Norðfjarðarhafnar.
Bæjarráð samþykkir umsögn fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar. Vísað til hafnarstjórnar til kynningar.
18.
Vegahald í Mjóafirði.
Málsnúmer 1301261
Fram lagt til kynningar bréf Sigfúsar Vilhjálmssonar staðarhaldara í Mjóafirði vegna vegamála í Mjóafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra í samráði við bréfritara að afla upplýsinga um fyrirhugaðar framkvæmdir í vegamálum á Mjóafirði og fylgja málinu eftir.
19.
Velferðastefna - heilbrigðisáætlun til ársins 2020
Málsnúmer 1301280
Fram lögð til kynningar tillaga til þingsályktunar um velferðarstefnu heilbrigðisáætlunar til ársins 2020.
Vísað til félagsmálanefndar.
20.
Viðbragðsáætlun Skíðasvæðisins Oddsskarðs
Málsnúmer 1205144
Lögð fram áætlun um eftirlit, viðbúnað og aðgerðir vegna snjóflóðahættu á skíðasvæðinu í Oddsskarði. Áætlunin hefur verið unnin samkvæmt reglugerð 636/2009 um hættumat vegna snjóflóða á skíðasvæðum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
21.
Viðmið fyrir gjaldfrjáls afnot íþróttafélaga af líkamsræktarstöðvum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1301222
Fram lögð viðmið fyrir gjaldfrjáls afnot og afslætti af gjaldskrám íþróttamannvirkja Fjarðabyggðar.
Bæjarráð vísar viðmiðum til frekari umræðu í fræðslu- og frístundanefnd.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma ábendingum bæjarráðs á framfæri við nefndina.
22.
Hafnarstjórn - 109
Málsnúmer 1301012F
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 323 frá 21. janúar lögð fram til kynningar.
23.
Fræðslu- og frístundanefnd - 35
Málsnúmer 1301009F
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 35 frá 23. janúar lögð fram til kynningar.
24.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 55
Málsnúmer 1301011F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 55 frá 21. janúar lögð fram til kynningar.
25.
Atvinnu- og menningarnefnd - 40
Málsnúmer 1301013F
Fundargerð atvinnu-og menningarnefndar nr. 40 frá 24. janúar lögð fram til kynningar.