Bæjarráð
325. fundur
4. febrúar 2013 kl. 10:30 - 12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjármögnun og lánasamningar
Trúnaðarmál.
Þennan dagskrárlið fundar sat fjármálastjóri og Hilmar Gunnlaugsson lögmaður frá Sókn ehf. í síma.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt Hilmari Gunnlaugssyni að vinna að málinu.
Þennan dagskrárlið fundar sat fjármálastjóri og Hilmar Gunnlaugsson lögmaður frá Sókn ehf. í síma.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt Hilmari Gunnlaugssyni að vinna að málinu.
2.
Fjárhagsáætlun 2013 - viðauki 1
Fram lagður viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2013 sem fjallar um að hækka fjárfestingaráætlun í vatnsveitu Fjarðabyggðar um 7,7 milljónir kr. og hækki skammtímaskuld vatnsveitu við aðalsjóð.
Bæjarráð samþykkir viðauka fyrir sitt leyti og vísar til bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðauka fyrir sitt leyti og vísar til bæjarstjórnar.
3.
Endurskoðun reksturs upplýsingatæknikerfa
Fram lagt minnisblað merkt trúnaðarmál um viðræður við Nýherja og drög að samningi.
Bæjaráð samþykkir samninginn felur bæjarstjóra að undirrita hann.
Bæjaráð samþykkir samninginn felur bæjarstjóra að undirrita hann.
4.
Málefni Slökkviliðs Fjarðabyggðar
Fram lagður til staðfestingar samningur Slökkviliðs Fjarðabyggðar og Alcoa Fjarðaáls.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
5.
Snjóflóðavarnir Tröllagili Norðfirði
Fram lagt minnisblað Framkvæmdasýslu ríkisins um uppgjör á aukaverkum og vísitölubreytingum.
Bæjarráð fellst á aðferðarfræðina sem slíka og felur mannvirkjastjóra að leggja samning fyrir bæjarráð þegar hann liggur fyrir.
Bæjarráð fellst á aðferðarfræðina sem slíka og felur mannvirkjastjóra að leggja samning fyrir bæjarráð þegar hann liggur fyrir.
6.
Tækjamál Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði
Fram lagt minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslustjóra um kaup og sölu tækja í Skíðamiðstöðinni í Oddskarði.
Bæjarráð vísar málinu til mannvirkjastjóra til skoðunar.
Bæjarráð vísar málinu til mannvirkjastjóra til skoðunar.
7.
Viðbragðsáætlun Skíðasvæðisins Oddsskarðs
Frestað frá fundi bæjarráðs 28.1.2013. Fram lögð áætlun um viðbrögð vegna ofanflóða á Skíðasvæðinu í Oddsskarði.
Bæjarráð vísar viðbragðsáætluninni til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarráð vísar viðbragðsáætluninni til bæjarstjórnar til staðfestingar.
8.
Reglur um barnaverndarnefndar Fjarðabyggðar framsal til starfsmanna barnaverndarnefndar.
Reglur um barnaverndarnefndar Fjarðabyggðar um könnun,meðferð mála og framsal valds til starfsmanna barnaverndarnefndar.
Frá fundi bæjarráðs 23. nóvember 2012. Máli var vísað til bæjarritara til skoðunar. Fram lagt minnisblað um framsal sveitarstjórnar og barnaverndarnefndar til starfsmanna og tengsl sveitarstjórnarlaga og barnaverndarlaga.
Reglur lagðar fram til kynningar.
Frá fundi bæjarráðs 23. nóvember 2012. Máli var vísað til bæjarritara til skoðunar. Fram lagt minnisblað um framsal sveitarstjórnar og barnaverndarnefndar til starfsmanna og tengsl sveitarstjórnarlaga og barnaverndarlaga.
Reglur lagðar fram til kynningar.
9.
Atvinnuleysi í Fjarðabyggð og á Austurlandi 2012
Fram lagt yfirlit frá Vinnumálastofnun um fjölda atvinnuleysisdaga á Austurlandi 2012.
10.
Barnalög (stefnandi barnsfaðernismál), 323. mál
Fram lögð drög að þingsályktun um barnalög.
Vísað til barnaverndarnefndar.
Vísað til barnaverndarnefndar.
11.
Fundar sjávarútvegssveitarfélaga og ársreikningur
Fram lögð til kynningar fundargerð nr. 4 frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga ásamt ársreikningi samtakanna.
12.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2013
Fram lögð til kynningar 803. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
13.
Stjórnarfundur nr.9 og ársreikningur 2012 - Samband orkusveitarfélaga
Fram lögð 9. fundarargerð stjórnar og ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga.
14.
Styrkir vegna námsferða og mannaskipta á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum
Fram lagt bréf frá Samband íslenskra sveitarfélaga um styrki vegna námsferða og starfsmannaskipta frá Norrænu ráðherranefndinni.