Fara í efni

Bæjarráð

326. fundur
11. febrúar 2013 kl. 10:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Samkomusalur í Verkmenntaskóla Austurlands
Málsnúmer 1302048
Bréf skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands frá 4. febrúar framlagt til kynningar. Fjallar um nauðsyn þess að koma upp samkomusal við skólann.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna að málinu í samstarfi við skólameistara verkmenntaskólans.
2.
Málefni Slökkviliðs Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1102004
Framlagðar til staðfestingar samningsbreyting 1 við samning og yfirlýsing um brunavarnir slökkviliðs Fjarðabyggðar og Alcoa Fjarðaáls.
Bæjarráð samþykkir samningsbreytingu og yfirlýsingu um samningsbundnar greiðslur ársins 2012.
3.
Tækjamál Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði
Málsnúmer 1302011
Framlagt minnisblað mannvirkjastjóra um tækjamál skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði.
Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslustjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa enda leiði það ekki til þjónustuskerðingar. Bæjarráð ítrekar að kaup á nýjum troðara er ekki á fjárhagsáætlunum sveitarfélagsins næstu árin.
4.
Endurskoðun á úthlutunarreglum íþróttastyrkja
Málsnúmer 1208066
Þennan dagskrárlið fundar sat fræðslustjóri.
Farið yfir vinnu fræðslu-og frístundanefndar og starfsmanna hennar við úthlutunarreglur íþróttastyrkja.
5.
Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1104080
Framlögð drög leigusamnings um nýtt safn í húsakynnum Franska spítalans og samkomulag um ýmsa þætti samstarfs við Minjavernd um verkefnið í heild.
Leigusamningi vísað til umsagnar atvinnu- og menningarnefndar og en málið verður tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
6.
Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða - 570. mál - (heildarlög)
Málsnúmer 1302012
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um breytingu á stjórn fiskveiða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, í samráði við KPMG, að vinna greinargerð um áhrif breytinga laga um stjórn fiskveiða á Fjarðabyggð.
7.
Frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og efling íbúalýðræðis), 204. mál - beiðni um umsögn
Málsnúmer 1302020
Framlagt til kynningar frumvarp til sveitarstjórnarlaga um fjölda sveitarstjórnarfulltrúa og eflingu íbúalýðræðis.
8.
Til umsagnar frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 449. mál
Málsnúmer 1302019
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum um heimild til rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár.
9.
Tillaga til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi, 84. mál. Beiðni um umsögn
Málsnúmer 1302046
Framlögð til kynningar tillaga til þingsályktunar um breytta framtíðarskipun refaveiða.
Vísað til landbúnaðarnefndar.
10.
Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 174. mál. - beiðni um umsögn
Málsnúmer 1302021
Framlögð til kynningar tillaga til þingsályktunar um millilandaflug með minni farþega- og ferjuflugvélum til Hornafjarðar.
11.
Nýir íbúar og brottfluttir í Fjarðabyggð 2013
Málsnúmer 1302044
Framlagt til kynningar minnisblað móttökufulltrúa íbúa um íbúaþróun í Fjarðabyggð.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar.
12.
Ljósnetið á leiðinni
Málsnúmer 1302065
Framlagt til kynningar bréf frá Símanum um innleiðingu á ljósnetinu í Fjarðabyggð.
Bæjarráð fagnar ákvörðun Símans um ljósnetsvæðingu í sveitarfélaginu.
13.
Áskorun á Háskóla Íslands - Auka framboð á fjarnámi og bæta þjónustu við fjarnema.
Málsnúmer 1302066
Framlagt bréf Austurbrúar þar sem stofnunin vekur athygli á að litlu framboði fjarnáms á háskólastigi.
Bæjarráð tekur undir erindi Austurbrúar. Vísað til bæjarstjóra og fræðslustjóra og þeim falið að móta bréf sem lagt verði fyrir bæjarstjórn.