Bæjarráð
327. fundur
18. febrúar 2013 kl. 08:30 - 12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjarðabyggðarhöll
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins og fór yfir kosti og galla þess að endurfjármagna leigusamninga um Fjarðabyggðarhöllina.
Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna áfram að málinu.
Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna áfram að málinu.
2.
Leigusamningur vegna urðunar í landi Þernunes - viðauki
Þennan dagskrárlið fundar sat mannvirkjastjóri.
Fram lagður viðauki við leigusamning vegna urðunarstaðarins í Þernunesi.
Bæjarráð samþykkir viðaukann.
Fram lagður viðauki við leigusamning vegna urðunarstaðarins í Þernunesi.
Bæjarráð samþykkir viðaukann.
3.
Gjaldskrá Skipulagðra samgangna 2013
Þennan lið dagskrár sat mannvirkjastjóri.
Lögð fram tillaga framkvæmdasviðs, dagsett 9. febrúar 2013, að samræmdri gjaldskrá fyrir Skipulagðar samgöngur í Fjarðabyggð og á Austurlandi öllu.
Bæjarráð felur bæjarritara að meta kostnað við endurgjaldslaus afnot starfsmanna Fjarðabyggðar af skipulögðum samgöngum.
Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdasviðs með 2 atkvæðum, Elvar Jónsson er á móti.
Elvar Jónsson bókar að hann er ekki hlynntur tillögu að gjaldskrá þar sem hann telur að Fjarðabyggð eigi að vera eitt gjaldsvæði.
Lögð fram tillaga framkvæmdasviðs, dagsett 9. febrúar 2013, að samræmdri gjaldskrá fyrir Skipulagðar samgöngur í Fjarðabyggð og á Austurlandi öllu.
Bæjarráð felur bæjarritara að meta kostnað við endurgjaldslaus afnot starfsmanna Fjarðabyggðar af skipulögðum samgöngum.
Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdasviðs með 2 atkvæðum, Elvar Jónsson er á móti.
Elvar Jónsson bókar að hann er ekki hlynntur tillögu að gjaldskrá þar sem hann telur að Fjarðabyggð eigi að vera eitt gjaldsvæði.
4.
Ofanflóðavarnir í Fjarðabyggð - næstu skref
Þennan dagskrárlið sat mannvirkjastjóri.
Fram lögð drög að bréfi til Ofanflóðasjóðs vegna næstu skrefa í ofanflóðavörnum í Fjarðabyggð.
Bæjarráð leggur til við Ofanflóðasjóð að hafin verði vinna við frumathugun ofanflóðavarna í Neskaupstað og hönnun varnarmannvirkja á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir tillögur að næstu skrefum í ofanflóðavörnum og felur mannvirkjastjóra að senda bréfið til Ofanflóðasjóðs.
Fram lögð drög að bréfi til Ofanflóðasjóðs vegna næstu skrefa í ofanflóðavörnum í Fjarðabyggð.
Bæjarráð leggur til við Ofanflóðasjóð að hafin verði vinna við frumathugun ofanflóðavarna í Neskaupstað og hönnun varnarmannvirkja á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir tillögur að næstu skrefum í ofanflóðavörnum og felur mannvirkjastjóra að senda bréfið til Ofanflóðasjóðs.
5.
Starf mannvirkjastjóra.
Þennan dagskrárlið fundar sat mannvirkjastjóri.
Fram lagt bréf Jóhanns Eðvalds Benediktssonar þar sem hann tilkynnir uppsögn sína á starfi mannvirkjastjóra.
Bæjarstjóri mun auglýsa starf mannvirkjastjóra.
Bæjarráð þakkar Jóhanni fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi. Jóhann mun sinna störfum fram til 1. maí.
Fram lagt bréf Jóhanns Eðvalds Benediktssonar þar sem hann tilkynnir uppsögn sína á starfi mannvirkjastjóra.
Bæjarstjóri mun auglýsa starf mannvirkjastjóra.
Bæjarráð þakkar Jóhanni fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi. Jóhann mun sinna störfum fram til 1. maí.
6.
Reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks
Fram lagðar reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar. Jafnframt er félagsmálanefnd falið að útfæra gjaldskrá fyrir ferðaþjónustuna og leggja fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar. Jafnframt er félagsmálanefnd falið að útfæra gjaldskrá fyrir ferðaþjónustuna og leggja fyrir bæjarráð.
7.
Rekstur málaflokka 2013
Þennan dagskrárlið fundar sat fjármálastjóri.
Farið yfir rekstur málaflokka janúar til desember 2012.
Farið yfir rekstur málaflokka janúar til desember 2012.
8.
Endurskoðun á úthlutunarreglum íþróttastyrkja
Fram lagðar til staðfestingar reglur fræðslu- og frístundanefndar um úthlutun styrkja til íþróttamála.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti og vísar reglunum til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti og vísar reglunum til staðfestingar bæjarstjórnar.
9.
Viðmið fyrir gjaldfrjáls afnot íþróttafélaga af líkamsræktarstöðvum Fjarðabyggðar
Lögð fram endurskoðuð viðmið vegna gjaldfrjálsra afnota af íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir ný viðmið.
Bæjarráð samþykkir ný viðmið.
10.
Öldungamót í blak í Fjarðabyggð
Þennan dagskrárlið fundar sat mannvirkjastjóri.
Greinargerð um aðstöðumál í Fjarðabyggð vegna öldungamóts í blaki, rituð af íþrótta- og tómstundafulltrúa í samráði við fræðslustjóra og mannvirkjastjóra.
Bæjarráð frestar afgreiðslu liðar og óskar eftir greinargerð íþrótta- og tómstundafulltrúa um möguleika þess að auka notkun á Fjarðabyggðarhöllinni.
Greinargerð um aðstöðumál í Fjarðabyggð vegna öldungamóts í blaki, rituð af íþrótta- og tómstundafulltrúa í samráði við fræðslustjóra og mannvirkjastjóra.
Bæjarráð frestar afgreiðslu liðar og óskar eftir greinargerð íþrótta- og tómstundafulltrúa um möguleika þess að auka notkun á Fjarðabyggðarhöllinni.
11.
Bleiksá - árfarvegur
Bréf frá Geir Hólm vegna Bleiksár á Eskifirði lagt fram.
Bæjarráð felur mannvirkjastjóra að svara bréfi Geirs Hólms.
Bæjarráð felur mannvirkjastjóra að svara bréfi Geirs Hólms.
12.
Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði
Áframhald frá fundi bæjarráðs 11.febrúar Atvinnu- og menningarnefnd gerir ekki athugasemdir við leigusamning.
Bæjarráð samþykkir leigusamninginn og samantekin samningsatriði milli Fjarðabyggðar og Minjaverndar og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi um afhendingu Franska spítalans.
Bæjarráð samþykkir leigusamninginn og samantekin samningsatriði milli Fjarðabyggðar og Minjaverndar og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi um afhendingu Franska spítalans.
13.
Fyrirspurn um opinn hugbúnað
Fram lagt til kynningar minnisblað bæjarritara um opinn hugbúnað vegna fyrirspurnar Estherar Aspar Gunnarsdóttur á bæjarstjórnarfundi 7.febrúar s.l..
14.
Til umsagnar frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 570. mál.
Hafin er vinna við umsögn um frumvarpið.
Bæjarritara falið að óska eftir fresti á skilum á umsögn til 25. febrúar n.k.
Bæjarráð vísar dagskrárlið til bæjarstjórnar.
Bæjarritara falið að óska eftir fresti á skilum á umsögn til 25. febrúar n.k.
Bæjarráð vísar dagskrárlið til bæjarstjórnar.
15.
Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2013
Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Samtaka atvinnulífsins vegna vatns-, hita- og rafveitna.
16.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2013
Fram lögð beiðni frá Stjórn Náttúrustofu Austurlands um beiðni um að framlag sveitarfélag verði hækkað úr 30%.
Bæjarráð vísar erindi til fjárhagsáætlunargerðar 2014.
Bæjarráð vísar erindi til fjárhagsáætlunargerðar 2014.
17.
Landsþingsfulltrúar og 26.landsþing 2013
Fram lögð til kynningar dagskrá landsþings sveitarfélaga 15. mars n.k.
Farið yfir ferðatilhögun.
Farið yfir ferðatilhögun.
18.
Niðurstaða forsendunefndar kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fram lögð til kynningar niðurstaða forsendunefndar Sambands sveitarfélaga og viðsemjenda um samningsforsendur og breytingar kjarasamningum.
19.
Úrsögn úr stjórn Starfa
Fram lagt bréf Svanbjargar Pálsdóttur þar sem óskar eftir lausn frá setu sem varamaður í stjórn Starfa.
Bæjarráð samþykkir að varafulltrúi Fjarðabyggðar í stjórn starfa verði Elvar Jónsson.
Bæjarráð samþykkir að varafulltrúi Fjarðabyggðar í stjórn starfa verði Elvar Jónsson.
20.
Stjórnarfundur StarfA 2012
Fram lögð til kynningar fundargerð Starfa frá 26. október 2012.
21.
Stjórnarfundir StarfA 2013
Fram lögð til kynningar fundargerð stjórnar Starfa frá 10. janúar 2013.
22.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2013
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 40 frá 11.02. sl. lögð fram til kynningar.
23.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2013
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 32 frá 12.02. sl. lögð fram til kynningar.
24.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 56
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 56 frá 12. febrúar lögð fram til kynningar
25.
Fræðslu- og frístundanefnd - 36
Fram lögð til kyningar fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 36 frá 13. febrúar s.l.
26.
Atvinnu- og menningarnefnd - 41
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 41 frá 14. febrúar lögð fram til kynningar
27.
Hafnarstjórn - 110
Fundargerð hafnarstjórar nr. 110 frá 14. febrúar s.l. lögð fram til kynningar.