Fara í efni

Bæjarráð

328. fundur
25. febrúar 2013 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Framtíð gömlu Hulduhlíðar 2013
Málsnúmer 1302140
Framlagt bréf framkvæmdastjóra Hulduhlíðar þar sem spurst er fyrir um framtíð húsnæðis Hulduhlíðar að Bleiksárhlíð 56 á Eskifirði.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu og svara framkvæmdastjóra.
2.
Til umsagnar frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 570. mál.
Málsnúmer 1302098
Bæjarstjórn vísaði málinu til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs þann 20. febrúar s.l. Framlögð drög að umsögn um frumvarp til laga um breytingu á stjórnun fiskveiða sem unnin er á grundvelli skýrslu KPMG endurskoðunar.
Bæjarráð samþykkir umsögnina og felur bæjarstjóra að senda hana.
Bæjarráð Fjarðabyggðar telur að þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu breyti ekki meginatriðum þess og mun jafnvel hafa meiri neikvæð áhrif í sveitarfélaginu en hið fyrra. Bæjaráð Fjarðabyggðar stendur því við fyrri umögn sína, mótmælir framlögðu frumvarpi og hvetur stjórnvöld til að hafa víðtækt samráð um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunar.
3.
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga
Málsnúmer 1302129
Framlagt aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga þann 15. mars 2013 á Grandhótel í Reykjavík.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með fullnaðarumboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum og bæjarritari til vara.
4.
Umsókn um lán úr Ofanflóðasjóði
Málsnúmer 1302139
Fram lagt bréf fjármálastjóra þar sem óskað er eftir láni úr Ofanflóðasjóði vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir í Neskaupstað.
Lagt fram til kynningar. Fjármálastjóra falið að vinna málið áfram.
5.
Yfirlýsing og samningur sveitarfélaga á Austurlandi um Almenningssamgöngur - 2013
Málsnúmer 1301049
Framlögð tillaga dómnefndar að nafn og merki fyrir almenningssamgöngur á Austurlandi.
Lagt fram til kynningar.
6.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, 537 mál
Málsnúmer 1302152
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna.
7.
Óvissa um þjónustu á FSA
Málsnúmer 1302120
Framlagt bréf Skólaskrifstofu Austurlands þar sem lýst er áhyggjum af stöðu geðlæknis- og sálfræðiþjónustu barna- og unglingadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri við Skólaskrifstofu.
Bæjarráð tekur undir efni bréfs Skólaskrifstofu Austurlands og lýsir þungum áhyggjum af skerðingu á þjónustu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í þessum málaflokki. Jafnframt vísað til fræðslu- og frístundanefndar og félagsmálanefndar.
8.
Samkomulag um endurnýjaða viðræðuáætlun
Málsnúmer 1302128
Framlögð til kynningar niðurstaða úr viðræðum Samninganefndar sveitarfélaga og Félags Grunnskólakennara um endurnýjaða viðræðuáætlun.
9.
Námskeið í Brussel um byggðastefnu ESB 20-22.mars: Auglýst eftir umsóknum
Málsnúmer 1302122
Dagana 20-22.mars næstkomandi verður haldið námskeið í Brussel um byggðastefnu ESB
undir yfirskriftinni: Þátttaka sveitarfélaga í byggðastefnu Evrópusambandsins. Markmið ferðarinnar er að kynna byggðastefnu ESB og aðkomu sveitarstjórnarstigsins að henni. Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum og æðstu embættismenn sveitarfélaga geta sótt um þátttöku.
Framlagt til kynningar.