Bæjarráð
329. fundur
4. mars 2013 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjármögnun og lánasamningar
Þennan dagskrárlið fundar sátu Hilmar Gunnlaugsson lögmaður frá Sókn ásamt fjármálastjóra.
Framlögð gögn merkt trúnaðarmál.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 7. mars 2013.
Framlögð gögn merkt trúnaðarmál.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 7. mars 2013.
2.
755 - Beiðni um framlengingu á húsaleigu
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd vísaði til bæjarráðs, erindi frá Rósu Valtingojer verkefnastjóra Sköpunarmiðstöðvarinnar, þar sem fer hún fram á framlengingu á húsaleigusamningi um íbúðarhúsnæði að Leynimel 11, 755 Stöðvarfirði. Rósa óskar eftir að sá samningur verði byggður á sömu kjörum og eldri samningur.
Samkvæmt reglum Fjarðabyggðar um útleiga íbúða til félagasamtaka er endurgjaldslaus leigutími 4 mánuðir.
Bæjarráð felur mannvirkjastjóra að ræða við bréfritara. Jafnframt er mannvirkjastjóra að falið að meta reynslum reglum og koma með tillögur að breytingum á þeim ef þörf þykir.
Samkvæmt reglum Fjarðabyggðar um útleiga íbúða til félagasamtaka er endurgjaldslaus leigutími 4 mánuðir.
Bæjarráð felur mannvirkjastjóra að ræða við bréfritara. Jafnframt er mannvirkjastjóra að falið að meta reynslum reglum og koma með tillögur að breytingum á þeim ef þörf þykir.
3.
Endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í LSS - 2013
Framlagt bréf stjórnar Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda verði óbreytt frá fyrra ári, þ.e. 66 % fyrir árið 2013.
Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnarinnar um að hlutfallið verði 66% árið 2013.
Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnarinnar um að hlutfallið verði 66% árið 2013.
4.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, 537. mál
Drög að umsögn Sambandsins vegna breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna lögð fram til kynningar.
Bæjarráð lýsir áhyggjum af flóknum reglum um kosningar til sveitarstjórna og felur bæjarritara að koma þeim á framfæri við umsagnaraðila hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarráð lýsir áhyggjum af flóknum reglum um kosningar til sveitarstjórna og felur bæjarritara að koma þeim á framfæri við umsagnaraðila hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
5.
Skipulagðar samgöngur 2013 afnot starfsmanna
Bæjarráð fól bæjarritara á fundi nr. 327 að meta kostnað við endurgjaldslaus afnot starfsmanna Fjarðabyggðar af skipulögðum samgöngum. Framlagt minnisblað bæjarritara.
Bæjarráð felur bæjarritara að semja reglur um afnot starfsmanna af skipulögðum samgöngum.
Bæjarráð felur bæjarritara að semja reglur um afnot starfsmanna af skipulögðum samgöngum.
6.
Hvatning um að setja sér fjölskyldustefnu og framkvæmd hennar.
Framlagt bréf Velferðarvaktarinnar þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja sér fjölskyldustefnu og áætlun um framkvæmd hennar.
Vísað til félagsmálanefndar og fræðslu- og frístundanefndar.
Vísað til félagsmálanefndar og fræðslu- og frístundanefndar.
7.
Norðfjarðargöng - undirbúningur 2012, aðalmál
Þennan lið dagskrár sat mannvirkjastjóri.
Lagt fram samkomulag milli Vegagerðar og Fjarðabyggðar vegna mála tengdum nýjum Norðfjarðargöngum.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra undirritun þess.
Lagt fram samkomulag milli Vegagerðar og Fjarðabyggðar vegna mála tengdum nýjum Norðfjarðargöngum.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra undirritun þess.
8.
Til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (heildarlög, EES-reglur), 541. mál.
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um útlendinga 541. mál.
Vísað til félagsmálanefndar.
Vísað til félagsmálanefndar.
9.
Atvinnu- og menningarnefnd - 42
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 28. febrúar lögð fram til kynningar.
10.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 57
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 25. febrúar lögð fram til kynningar.