Bæjarráð
331. fundur
25. mars 2013 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2012
Trúnaðarmál.
Þennan dagskrárlið sátu fjármálastjóri og endurskoðandi sveitarfélagsins. Kynnt drög að ársreikningi ásamt endurskoðunarskýrslu.
Bæjarráð vísar ársreikningi fyrir Fjarðabyggð og stofnanir til fyrri umræðu í bæjarstjórn 4. apríl nk. Ársreikningur verður undirritaður á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 4. apríl fyrir bæjarstjórnarfund.
Þennan dagskrárlið sátu fjármálastjóri og endurskoðandi sveitarfélagsins. Kynnt drög að ársreikningi ásamt endurskoðunarskýrslu.
Bæjarráð vísar ársreikningi fyrir Fjarðabyggð og stofnanir til fyrri umræðu í bæjarstjórn 4. apríl nk. Ársreikningur verður undirritaður á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 4. apríl fyrir bæjarstjórnarfund.
2.
Starf mannvirkjastjóra
Þennan dagskrárlið fundar sat Tómas Oddur Hrafnsson frá Capacent ráðningum en hann var í símasambandi. Bæjarstjóri lagði fram greinargerð og tillögu vegna ráðningar í starf mannvirkjastjóra. Bæjarráð samþykkir að ráða Guðmund Elíasson sem mannvirkjastjóra sveitarfélagsins og felur bæjarstjóra að ganga frá ráðningu.
3.
NORA verkefnaumsókn - Communities for change
Framlagt boð á lokaráðstefnu vegna verkefnisins Communities for Changes í Molde (Aukra) í Noregi 10. - 12. júní nk.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjarðabyggðar verði bæjarritari og forseti bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjarðabyggðar verði bæjarritari og forseti bæjarstjórnar.
4.
Vegahald í Mjóafirði.
Framlagt til kynningar svar Vegagerðarinnar við bréfi bæjarstjóra vegna vegahalds í Mjóafirði.
Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sent til upplýsinga til staðarhaldara Mjóafjarðar.
Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sent til upplýsinga til staðarhaldara Mjóafjarðar.
5.
Stjórnarfundir Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar 2012
Framlagðar fundargerðir stjórnar Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar nr. 48 frá 22. nóvember og nr. 49. frá 20. febrúar sl.
Áformuð er kynning fyrir bæjarráð og varamenn bæjarráðs 15. apríl nk. um sameiningu Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar við Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga.
Áformuð er kynning fyrir bæjarráð og varamenn bæjarráðs 15. apríl nk. um sameiningu Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar við Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga.
6.
Stjórnarfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2013
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands frá 12. mars ásamt ársreikningi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
7.
Atvinnu- og menningarnefnd - 43
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 43 frá 19. mars lögð fram til kynningar.
8.
Hafnarstjórn - 113
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 113 frá 19. mars s.l. lögð fram til kynningar.