Bæjarráð
332. fundur
2. apríl 2013 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Arctic East ráðstefna
Fram lögð beiðni um styrk vegna ráðstefnu sérnámslækna í heimilislækningum sem haldin verður í Fjarðabyggð 11. til 14. apríl nk. Bæjarráð samþykkir að styrkja ráðstefnuna um allt að 100.000 kr. Tekið af liðnum óráðstafað 21-69.
2.
Fjárhagsáætlun 2013 - viðauki 2
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Frá fundi bæjarráðs sem samþykkti 25.febrúar að sækja um lán úr Ofanflóðasjóði vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir á árunum 2011 og 2012. Ofanflóðasjóður hefur samþykkt lánveitingu að upphæð 110 millj. króna. Lántakan er ekki í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2013. Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Mat á leigusamningum við Reiti II
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Farið yfir málefni Reita hf. og lögð fram gögn merkt trúnaðarmál.
Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna áfram að málinu á grundvelli minnisblaðs.
Farið yfir málefni Reita hf. og lögð fram gögn merkt trúnaðarmál.
Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna áfram að málinu á grundvelli minnisblaðs.
4.
Rekstur Egilsbúðar
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar endurnýjun á samningi um rekstur Egilsbúðar til bæjarráðs til umræðu og afgreiðslu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að samningnum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að samningnum.
5.
Samtök sjávarútvegssveitarfélaga fundagerðir 2013 og ársreikningur
Framlögð til kynningar fundargerð 5. stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
6.
Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.vegna 2013
Framlagt bréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. þar sem tilkynnt er um arðgreiðslu vegna ársins 2012 að fjárhæð 12.219.600 kr.
7.
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga
Framlögð til kynningar gögn frá aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga, ársskýrsla og ársreikningur 2012.
8.
Beiðni um umsjón með rekstri Safnahússins í Neskaupstað
Þennan lið dagskrár sátu formenn atvinnu- og menningarnefndar og hafnarstjórnar til að fjalla um beiðni Menningarfélagsins um afnot af Safnahúsinu í Neskaupstað.
Vísað til frekari umræðu í atvinnu- og menningarnefnd.
Vísað til frekari umræðu í atvinnu- og menningarnefnd.
9.
Árskýrsla 2012 og Starfsáætlun 2013
Framlögð til kynningar starfsáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna ársins 2013 og ársskýrsla 2012.
10.
Málefni Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Fjarðabyggð
Þennan lið dagskrár sátu fjórir fulltrúar Heilbrigðisstofnunar Austurlands vegna málefna stofnunarinnar, Stefán Þórarinsson, Emil Sigurjónsson, Þórhallur Harðarson og Nína Hrönn Gunnarsdóttir.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 59
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 59 frá 25. mars lögð fram til kynningar.
12.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2013
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 33. frá 26. mars lögð fram til kynningar.