Fara í efni

Bæjarráð

334. fundur
8. apríl 2013 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Úthlutun íþróttastyrkja 2013
Málsnúmer 1303033
Þennan dagskrárlið fundar sat fræðslustjóri. Í símasambandi við fund var jafnframt Elvar Jónsson.
Bæjarráð frestar umfjöllun til næsta fundur bæjarráðs.
2.
Aðalfundarboð Sparisjóðs Norðfjarðar 18.apríl 2013
Málsnúmer 1304029
Framlagt aðalfundarboð Sparisjóðs Norðfjarðar fimmtudaginn 18. apríl 2013 kl. 17:00
Bæjarráð tilnefnir fulltrúa Fjarðabyggðar á næsta fundi.
3.
Aðalfundur Loðnuvinnslunar hf 19.apríl 2013
Málsnúmer 1304022
Framlagt aðalfundarboð Loðnuvinnslunnar hf. 19. apríl 2013 kl. 18:30
Bæjarráð samþykkir að fela Páli Björgvini Guðmundssyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
4.
Ársskýrsla HAUST 2012
Málsnúmer 1304008
Framlögð til kynningar ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir árið 2012.
5.
Fundagerðir stjórnarfunda og ársreikningur 2012 - Samband orkusveitarfélaga
Málsnúmer 1301331
Framlögð til kynningar 10. fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 22. mars sl.
6.
Breytingar á nefndarskipan sjálfstæðisflokks á kjörtímabilinu 2010-2014
Málsnúmer 1204061
Tilkynning um breytingu á skipan Sjálfstæðisflokksins í atvinnu- og menningarnefnd.
Óðinn Magnason tekur sæti Þórðar Vilbergs Guðmundssonar sem aðalmaður Sjálfstæðisflokksins. Varamaður Sjálfstæðisflokksins verður skipaður á næsta fundi bæjarráðs.
7.
Framkvæmdir við reiðhöllina
Málsnúmer 1304033
Jón Björn Hákonarson vék af fundi bæjarráðs við umfjöllun þessa liðar kl. 10:45 og Guðmundur Þorgrímsson mætti á fundinn.
Þennan dagskrárlið fundar sat Guðröður Hákonarson rekstrarstjóri Dalahallarinnar. Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við félagsaðstöðu hestamanna í Dalahöllinni.