Fara í efni

Bæjarráð

335. fundur
15. apríl 2013 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2012
Málsnúmer 1303079
Umræða tekin um ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana 2012.
Fjármálastjóri var í símasambandi við fundinn og fór hann yfir rekstur sjóðs sveitarfélagsins á árinu 2012.
2.
740 - Deiliskipulag Neseyri
Málsnúmer 0904014
Lögð fram umferðaröryggisúttekt á Nesgötu í Neskaupstað vegna fyrirhugaðs leikskóla dagsett 3. apríl 2013. Úttektin var unnin af verkfræðistofunni Mannvit. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísaði úttektinni til umræðu í bæjarráði og óskar jafnframt eftir umsögn bæjarráðs og fræðslu- og frístundanefndar.
Bæjarráð felur eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að útfæra fleiri tillögur að deiliskipulögum og jafnframt að ræða við hlutaðeigandi aðila tengdum uppbyggingu nýs leikskóla.
Bókun frá Elvari Jónssyni vegna deiliskipulags á Neseyri.
Undirritaður ítrekar þá afstöðu sína sem áður hefur verið bókuð, m.a. á bæjaráðsfundi nr. 314, að Nesgata færist suður fyrir fyrirhugaðan leikskóla áður en nýtt leikskólahúsnæði verður tekið í notkun. Úttektin breytir ekki þeirri afstöðu.
3.
Aðalfundarboð Sparisjóðs Norðfjarðar 18.apríl 2013
Málsnúmer 1304029
Boðað er til aðalfundar Sparisjóðs Norðafjarðar 18. apríl nk.
Bæjarráð samþykkir að Valdimar O. Hermannsson fari með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
4.
Árdalur 19, varnir vegna ágangs vatns
Málsnúmer 1304065
Framlagt bréf frá Opus lögmönnum vegna lóðarinnar Árdals 19 á Eskifirði.
Bæjarritara falið að svara erindi lögfræðistofunnar.
5.
Beiðni um fimmta starfsdaginn í leikskólum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1304019
Framlagt minnisblað fræðslustjóra um fjölgun á starfsdögum í leikskólum Fjarðabyggðar úr fjórum í fimm en minnisblað er tilkomið vegna endurskoðunar á skólanámskrám leikskóla og óskað er eftir að bætt verði við einum starfsdegi næstu tvö skólaár.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir starfsdaga leikskóla með fræðslustjóra og leggja minnisblað fyrir bæjarráð.
6.
Framtíð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands
Málsnúmer 1110202
Málefni Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands rædd og framtíð starfsemi sjóðsins.
Bæjarráð óskar eftir endanlegum drögum að nýjum samþykktum sjóðsins frá stjórn Austurbrúar.
Bæjarráð samþykkir að framlög til sjóðsins vegna ársins 2013 verði greidd. Tekið af liðnum óráðstafað 21 - 69 alls kr. 3.805.038.
7.
Íbúðir fyrir 60 ára og eldri - Hafnarbraut 2 740
Málsnúmer 1304006
Framlagt bréf til bæjarstjóra um nýtingu húsnæðisins að Hafnarbraut 2 í Neskaupstað fyrir íbúa 60 ára og eldri frá Lilju Dögg Vilbergsdóttur, Önnu Þóru Árnadóttur og Jónu Lind Sævarsdóttur.
Bæjarstjóra falið að skoða málið og einnig málefni Hulduhlíðar þessu tengt.
8.
Kaup á myndefni úr Fjarðabyggð
Málsnúmer 1304075
Framlagt bréf Þórarins Árna Hafdals Hávarðssonar þar sem hann býður til sölu kaup á myndefni úr Fjarðabyggð.
Vísað til markaðs- og upplýsingafulltrúa til skoðunar og umfjöllunar í atvinnu- og menningarnefnd.
9.
Opið bréf til forráðamanna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1304063
Framlagt opið bréf Sigurjóns Hjálmarssonar sem fjallar m.a. um álagningu fasteignaskatta í Fjarðabyggð og fjárhagsaðstoð.
Vísað til bæjarstjóra og umræðu í félagsmálanefnd.
10.
Sameining lífeyirssjóða sveitarfélaga
Málsnúmer 1204044
Þennan dagskrárlið fundar sátu Jón G Kristjánsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sveitarfélaga þar sem farið var yfir gögn er varða sameiningu Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar og fimm annara lífeyrissjóða við Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga.
Kynntar niðurstöður sameiningarnefndar sem leggur til við stjórn sjóðsins að þeir verði sameinaðir. Stjórn Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar fundar síðar í dag að aflokinni kynningu með Starfsmannafélagi Fjarðabyggðar þar sem afstaða verður endanlega tekin til sameiningar.
Bæjarráð samþykkir sameininguna fyrir sitt leyti.
11.
Alþingiskosningar 2013
Málsnúmer 1303001
Kjörskrárstofn fyrir Fjarðabyggð vegna Alþingiskosninga 27. apríl nk. lagður fram til kynningar.
Bæjarstjóra falið að vinna kjörskrárstofn og leggja fyrir bæjarstjórnarfund, sem haldinn verður 17. apríl nk., til staðfestingar.
12.
Fræðslu- og frístundanefnd - 38
Málsnúmer 1304008F
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 10. apríl sl. lögð fram til kynningar.
13.
Atvinnu- og menningarnefnd - 44
Málsnúmer 1304003F
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 13. apríl sl. lögð fram til kynningar.
14.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 60
Málsnúmer 1304004F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 8. apríl sl. lögð fram til kynningar.
15.
Hafnarstjórn - 114
Málsnúmer 1304005F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 9. apríl sl. lögð fram til kynningar.
16.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2013
Málsnúmer 1301074
Fundargerð félagsmálanefndar frá 9. apríl lögð fram til kynningar.