Fara í efni

Bæjarráð

336. fundur
26. apríl 2013 kl. 15:15 - 15:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Alþingiskosningar 2013, kjörskrárstofn
Málsnúmer 1303001
Bæjarstjórn fól bæjarráði að afgreiða til fullnaðar og úrskurða um breytingar á kjörskrá og ráða til lykta öðrum málum, sem kunna að heyra undir verksvið bæjarstjórnar í tengslum við kosningar til Alþingis 27. apríl 2013.

Fram lagðir endurskoðaðir kjörskrárstofnar vegna Alþingiskosninga 27. apríl 2013 fyrir Fjarðabyggð.
Upphaflegur kjörskrárstofn taldi alls 3.210 kjósendur; 1.715 karlar og 1.495 konur.

Að teknu tilliti til breytinga eru kjósendur á kjörskrá í Fjarðabyggð alls 3.208; 1.714 karlar og 1.494 konur.
Bæjarráð staðfestir leiðréttan kjörskrárstofn og felur bæjarstjóra undirritun hans.