Bæjarráð
337. fundur
29. apríl 2013 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Beiðni um fimmta starfsdaginn í leikskólum Fjarðabyggðar
Fram lagt minnisblað fræðslustjóra og bæjarstjóra vegna fimmta starfsdags í leikskólum Fjarðabyggðar. Var áður tekið fyrir á fundi bæjarráðs 335.
Bæjarráð samþykkir beiðni um fimmta starfsdaginn fyrir árið 2013 en vísar beiðni um fimmta starfsdaginn á árinu 2014 til fjárhagsáætlunargerðar 2014. Ástæðan fyrir fjölgun daga á árinu 2013 er vegna endurgerðar skólanámskrár og með vísan til fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar.
Þá er fræðslustjóra falið að leita leiða með skólastjórum með að færa hluta af starfsmannafundum inn í starfsdaga leikskólanna. Þá verði foreldraráðin upplýst um skipulag starfsdaga.
Bæjarráð samþykkir beiðni um fimmta starfsdaginn fyrir árið 2013 en vísar beiðni um fimmta starfsdaginn á árinu 2014 til fjárhagsáætlunargerðar 2014. Ástæðan fyrir fjölgun daga á árinu 2013 er vegna endurgerðar skólanámskrár og með vísan til fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar.
Þá er fræðslustjóra falið að leita leiða með skólastjórum með að færa hluta af starfsmannafundum inn í starfsdaga leikskólanna. Þá verði foreldraráðin upplýst um skipulag starfsdaga.
2.
Gamli barnaskólinn á Eskifirði - standsetning
Lið er vísað til bæjarráðs frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd en nefndin samþykkir lið fyrir sitt leyti.
Framlagt afsal með kvöðum ásamt kostnaðar- og framkvæmdaáætlun um endurgerð Gamla skólans á Eskifirði. World friends höfðu óskað eftir að fá Gamla skólann til eignar og umráða.
Bæjarstjóra falið að ganga frá afsali með kvöðum um endurgerð Gamla skólans í samræmi við gildandi reglur Fjarðabyggðar um styrki í tengslum við atvinnuuppbyggingu vegna endurgerðar gamalla húsa og fasteigna í eigu Fjarðabyggðar. Bæjarráð vill ítreka að ytra útlit hússins sé í samræmi við upprunalegt horf og leitað sé umsagnar Minjastofnunar Íslands um endurgerðina.
Framlagt afsal með kvöðum ásamt kostnaðar- og framkvæmdaáætlun um endurgerð Gamla skólans á Eskifirði. World friends höfðu óskað eftir að fá Gamla skólann til eignar og umráða.
Bæjarstjóra falið að ganga frá afsali með kvöðum um endurgerð Gamla skólans í samræmi við gildandi reglur Fjarðabyggðar um styrki í tengslum við atvinnuuppbyggingu vegna endurgerðar gamalla húsa og fasteigna í eigu Fjarðabyggðar. Bæjarráð vill ítreka að ytra útlit hússins sé í samræmi við upprunalegt horf og leitað sé umsagnar Minjastofnunar Íslands um endurgerðina.
3.
Gjaldskrármál
Breytingar á gjaldskrá hafnarsjóðs lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.
4.
Stjórnarfundir Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar 2013
Fram lögð til kynningar 50. fundargerð stjórnar Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar frá 20. mars s.l.
5.
Stjórnarfundir StarfA 2013
Framlagðar til kynningar tvær fundargerðir stjórnar Starfa frá 15.febrúar og 22. apríl.
6.
Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs 16.maí
Framlagt til kynningar fundarboð aðalfundar Lífeyrissjóðsins Stapa 16. maí n.k.
7.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2013
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 34 frá 17. apríl lögð fram til kynningar.
8.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 61
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 61. frá 22. apríl lögð fram til kynningar.